Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur það er líka slæmt að bíða.

Það væri gott að einhver benti Steingrími á eftirfarandi staðreyndir:

  • Hér á landi er gjaldmiðill sem kallast "króna" Hún hefur m.a þann eiginleika að gengi hennar síðustu ár og áratugi hefur ekki verið raungengi. Heldur hefur hún blásið hér út neyslubólu og lána bólu þar sem að gengi hennar var mun hærra en það átti að vera. Genginu var haldið uppi með stöðugu offramboðið af erlendu lánsfé og stórframkvæmdum.
  • Hér á landi eru í raun 2 myntir. Óverðtryggð króna og svo verðtryggð króna sem flestum sem taka lán er gert að nota í þeim viðskiptum. Vegna verðtryggingar virkuðu ekki neinar þekktar aðferðir til að hamla útlánum, neyslu og þessháttar. Og því varð hér aukin þensla sem orsakaði aukna verðbólgu sem jók á verðtryggðu lánin. Og þetta varð til þess að bankar fóru að bjóða fólki erlend lán með lægri vöxtum. Þessi lán voru svo aftur gengistryggð náttúrulega og því voru þau háð þessu falska gengi krónunnar og hækkuðu því um helming við fall krónunnar.
  • Við eru 330 þúsund manna þjóð að reyna að skapa okkur velmegun með viðskiptum við aðrar þjóðir sem flestar eru í ESB með Evru eða Pund. Þetta eru myntir sem hafa verið stöðugar en við þurft að búa við að í viðskipum við þessar þjóðir geta viðskiptasamningar dregist saman um helming við svona sveiflur í krónunni.
  • Steingrímur ætti líka að horfa til þeirra þjóða sem lent hafa í bankakrísum hingað til í næsta nágreni við okkur. Bæði Finnar og Svíar ákváðu að það væri nauðsynlegt fyrir þá til að komast úr úr kreppunni að ganga í ESB bæði til að verða samkeppnishæfari sem og að ná jafnvægi í efnahag landana.
  • Nú eru bæði Danir og Svíar að huga að því að taka upp evru.
  • Með inngöngu í ESB kæmumst við inn í marga samninga ESB við ríki utan ESB eins og Kína og fleiri lönd.
  • Eins væri gott fyrir Steingrím að átta sig á að við inngöngu í ESB værum við skuldbundin til að koma á hér reglu og jafnvægi í fjármálalífinu.
  • Með inngöngu í ESB værum við komin að borðinu í öflugu sambandi sjálfstæðra ríkja. ESB er með öflugustu samtökum í heimi.
  • Ýmsir tolla á fullunum vörum frá okkur mundu falla niður í viðskipum við þjóðir innan ESB
  • Við inngöngu í ESB væri kominn hvati fyrir erlenda aðila að fjárfesta hér. T.d. erlendir bankar, tryggingarfélög, olíufélög, verslunarkeðjur og iðnaður. Sem mundi skapa hér samkeppni og lækka verð til neytenda. Það má reikna með lækkun á neysluvörum m.a. matvörum upp á kannski 25 til 30%. Sem kæmi skuldugum heimilum vel.
  • Sjávarútvegur fengi aðgang að fjárfestum sem kæmi sér vel fyrir stórskuldugan atvinnuveg.
  • Landbúnaður fengi jafnvel hærri styrki en hann færi í dag. Hann yrði ekki framleiðslutengdur þannig að bændur gætu hagað framleiðslu sinni á hagkvæmari hátt. Og með meiri fjölbreytni.
  • Ekkert land innan ESB hefur sýnt nokkurn áhuga á að komast þaðan út. Það segir sína sögu.
  • Það hefur verið bent á að nú í dag uppfyllum við ekki EES samninginn vegna gjaldeyrishafta og ef það lagast ekki gæti okkur verið vísað út úr EES og við það kæmu aftur tollar á allar okkar útflutning. Þá færi fyrst að syrta í álin hjá okkur

Það er nauðsynlegt að við förum í samningaviðræður við ESB og fáum á hreint hvort að við fáum ekki ásættanlegan samning.


mbl.is Áherslan á ESB lýsir taugaveiklun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Hér á landi er gjaldmiðill sem kallast "króna..."

Látum það vera hvort krónan er góð eða slæm. Við erum á hvorn vegin sem er ekkert að fara að taka upp evru á næstunni. Ef menn vilja evru geta þeir unnið í átt að því að landið verði tækt inn í ERM II. Fyrr en það er búið og landið hefur staðist hin Maastricht skilyrðin er ekki hægt að taka upp evru.

"Við eru 330 þúsund manna þjóð að reyna að skapa okkur velmegun með viðskiptum við aðrar þjóðir sem flestar eru í ESB með Evru eða Pund." o.s.frv.

Þú fylgist ekki mjög mikið með gengi annarra gjaldmiðla gangvart hvor öðrum, er það? (svo erum við tæplega 320 þús.)

"Með inngöngu í ESB kæmumst við inn í marga samninga ESB við ríki utan ESB eins og Kína og fleiri lönd".

...sem væri flott ef við værum að flytja út bíla og flugvélar. Tollaumhverfið fyrir sjávarafurðir og slíkt myndi hinsvegar versna.

"Landbúnaður fengi jafnvel hærri styrki en hann færi í dag. Hann yrði ekki framleiðslutengdur þannig að bændur gætu hagað framleiðslu sinni á hagkvæmari hátt. Og með meiri fjölbreytni".

En vitaskuld er það ómögulegt að gera umbætur á landbúnaðarkerfinu án atbeina Brussel og styrkfé ESB kemur frá tannálfinum.

"Ekkert land innan ESB hefur sýnt nokkurn áhuga á að komast þaðan út. Það segir sína sögu".

Nema fiskveiðiþjóðin Grænlendingar.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 23:20

2 identicon

Hans, hvað finnst þér um það sem Ragnar Arnalds sagði í Kastljósinu að atvinnulífið skorti ekki lánsfé vegna þess að ríkið hefði tekið lán hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og lítið hefði verið notað af þeim peningum?

Veit hann ekki að lánið frá AGS er til þess að verja okkar fötluðu krónu, en ekki skotsilfur fyrir atvinnulífið?

Ef formaður Heimssýnar, félags andstæðinga ESB-aðildar er svona veruleikafirrtur, hvernig eru þá óbreyttir meðlimir? Eru þeir með meiri tengsl við raunveruleikann?

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 00:08

3 identicon

Theódór: Ég verð að viðurkenna að ég man ekki eftir þessum punkti í viðtalinu. Horfði á það með öðru auganu á meðan ég var að gera annað.

Í öllu falli er ég ekki sammála honum. Auðvitað þurfum við aðgang að lánsfé til lengri tíma litið. Hinsvegar er ekkert lánsfé í boði fyrir okkur núna (eða flesta aðra einmitt á þesari stundu - það er jú fjármálakreppa) og verður ekki fyrr en við rötum út úr höftunum og gerum það upp við okkur hvernig við ætlum að snúa okkur í skuldamálum. Það hefur nákvæmlega ekki nokkurn skapaðan hlut að gera með ESB. Ekki nema að þú trúir því að aðild valdi fordæmalausu stökki í tiltrú og að ESB fari að halda uppi gerfigengi krónunnar í trássi við öll fordæmi.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 00:43

4 identicon

Það er fjármálakreppa, en hún verður væntanlega ekki til eilífðar. Kannski aðildarviðræður valdi ekki stökki í tiltrú, en aukinni tiltrú samt.

Eflaust hefði verið betra að fara í þetta ferli 2001-2, meðan við vorum sterk og í betri samningastöðu. Ég fer ekki í neinar grafgötur með það að þeir samningar sem við náum við bandalagið núna verða að líkindum nauðasamningar.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 01:09

5 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Samfylkingin kærð fyrir landráð.

Samfylkingin var kærð fyrr í dag fyrir landráð.  Einhverra hluta vegna hefur þetta hvergi birst í nokkrum fjölmiðli.

Lesið kæruna hér.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 25.4.2009 kl. 06:58

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Enda er þetta brandari Marteinn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.4.2009 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband