Leita í fréttum mbl.is

Á ekki að spyrja Ragnar Arnalds líka?

Hvað héldu menn að Hjörleifur mundi segja? Hann er á móti ESB en er líka löngu hættur í stjórnmálum og hefur engin áhrif.

Meiri andskotans vitleysa í fjölmiðlum að leita uppi einhverja vita valdalausa menn til að reyna að koma á einhverjum deilum.

Þarf að minna á að Samfylkingin er stærsti  flokkur landsins og fær umboð til stjórnarmyndunar fyrst? Og ef Vg vilja ekki sættast á vilja Samfylkingar að ganga til viðræðna við ESB þá finnur Samfylkingin sér einhverja aðra sem eru til í það.


mbl.is Í engri stöðu til að setja VG kosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hann bókstaflega gengur af göflunum þegar hann heyrir orðið ESB. Ég er farinn að halda þetta sé einhver mjög sjúkleg fóbía sem hrjáir manninn.

Finnur Bárðarson, 26.4.2009 kl. 19:09

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Það er alltaf sama helvítis hrokinn í þessum ESB sinnum!!!Blöðin hafa undanfarið eingöngu sungið halelúja söngva um ESB og ef einhver kemur og segir sannleikann þá verðiði vitlaus.Svo má benda þér á eitt,samfó vann engan sigur í þessum kosningum það voru VG og Framsókn sem unnu þassar kosningar

Marteinn Unnar Heiðarsson, 26.4.2009 kl. 19:11

3 identicon

Samfylkingin vann stórsigur og afgerandi umboð til að leiða okkur inn í ESB, sama hvað gamlar risaeðlur eins og Hjörleifur og Ragnar Arndalds raula og tauta. Enda fengu þeir sín tækifæri til að láta ljós sitt skína á alþingi á sínum tíma með afar gleymanlegum hætti.

Svona risaeðlur þarf að stoppa upp og setja á þjóðminjasafnið við hliðina á Geirfuglinum.

Nú er kominn meirihluti á alþingi fyrir ESB viðræðum, og þá er okkur ekkert að vandbúnaði. Valið stendur á milli gömlu risaeðlanna sem boða einangrun (sem þeir kalla sjálfstæði) og stórkostleg afturför í einu og öllu, eða ESB með glæsta framtíð.

Glæsilegir tímar framundan. Til hamingju Íslendingar.

Úlfar (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 19:19

4 identicon

Já þetta er hárrétt hjá marteini! Seinustu 10 daga hafi verið dregnir í viðtöl hver fírinn á fætur öðrum og básúnað það að nákvæmlega enginn önnur leið sé til en að fara á hnjánum til brussel og biðja um hjálp, endilega reyndu frekar að benda á rangfærslur hjá Hjörleifi, manni sem ég hef nu takmarkað álit á en allt rétt samt sem hann er að segja

Gunnar Þór Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 19:22

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er nú kannski eðlilegt að talað sé um ESB þegar að útlit var að Stærsti flokkur eftir kosningar yrði flokkur sem boðar að ganga eigi til viðræðna við ESB. Og eins að nær öll samtök atvinnurekenda, iðnaðarins, ASÍ og fleiri sem og stór hópur innan annara flokka vill fara í aðildarviðræður.

Við erum nefnilega hér í landi þar sem varð efnahagshrun og þurfum að komast út úr því. Og stór þáttur í því er að fjárfestar og lánveitendur erlendis fái trú á okkur og treysti sér til að setja fjármagn hingað í fjárfestingu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.4.2009 kl. 20:38

6 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Maggi B !

Þú segir að Hjörleifur sé löngu hættur og hafi engin áhrif !  Þar skjöplast þér hrapallega.  Ég veit það vel að á Hjörleif er hlustað í VG og líka Ragnar Arnalds.  Þetta eru einmitt áhrifamenn í flokknum sem njóta mikillar virðingar í flokksráði því sem Steingrímur hefur gert að umtalsefni.

Þegar þetta er skrifað eru þeir kumpánar vafalítið nú þegar búnir að setja sig í samband við "rétta" fólkið hinum nýja þingflokki VG svo klárt sé nú að sérstaklega nýir þingmenn fari nú ekki að hlaupa út undan sér þegar þingflokkurinn hittist á morgun til að ákvarða næstu skref í þumalfingurskrúfu sinni á Jóhönnu.  

Sjálfur er ég nú enginn sérstakur andstæðingur aðildarviðræðna, en vildi bara koma þessu mikilvæga sjónarmiði á framfæri.  Nógu blindir finnst mér nú samt hörðustu ESB-sinnarnir vera innan Samfó.  Ef flokkurinn hefði hins vegar fengið á bilinu 40-45% fylgi og þar með yfirburðarstöðu, væru hnum nánast allar leiðir færar.  Svo er hins vegar langt frá því nú. 

ESv 

Einar Sveinbjörnsson, 26.4.2009 kl. 23:23

7 identicon

Hér fyrir neðan er smá frétt sem ég fann í dv.is í kvöld um stöðu mála í ESB landi já og landið sem heitir Spán er líka með evru. Þetta er gott að lesa fyrir þá sem trúðu.trúa og eða trúa en að ESB bjargi því sem þarf að bjarga hér á landi svo allt fari vel að lokum. Í Grikklandi eru mánaða laun um 60 þúsund ísenskar en þar eru líka lágir vextir og mikið atvinnuleysi. Það sem Spán og Grikkland eiga sameigilegt sem dæmi er að þau eru bæði í ESB og eru með mynt sem heitir Evra. Varist aðila sem vilja skemmta sér í Rínardalnum meðan fólkið sveltur!! 

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

,,Atvinnuleysi á Spáni mælist nú 17,4 prósent og hefur tvöfaldast á einu ári. Ein milljón manns hefur misst vinnuna í landinu og er nú heildarfjöldi atvinnulusra rúmlega fjórar milljónir. Seðlabanki Spánar reiknar með að atvinnuleysi verði 19,4 prósent á næsta ári.

Forsætisráðherra landsins, Jose Luis Rodriguez Zapetero, segist vonast til þess að tæplega 70 milljarða evra innspýting í fjármálakerfi landsins verði til þess að koma atvinnulífinu í betra horf. Gagnrýnendur eru hinsvegar ekki á sama máli og telja að frekari aðgerða sé þörf.''

B.N. (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 23:32

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Einar þetta getur vel verið rétt. En er ekki eðlilegt. Þetta er svipað og þegar Styrmir, Hannes Hólmsteinn og jú Davíð eru að stjórna Sjálfstæðismönnum og makka með flokkinn. Finnst það ekki við hæfi. Þessir menn eru hættir sem stjórnmálamenn og eiga sem slíkir ekki að hafa áhrif. Svona eins og Jón Baldvin líka í Samfylkingunni. Þetta er bara ekki rétt stefna. Fólk sem kýs þessa flokka á að geta treyst því að þeir sem þau kjósa standi fyrir þeirri stefnu sem þau boða.

BN bendi þér á að atvinnuleysi í Bandaríkjunum er komið í 10% og er hækkandi. Atvinnuleysi um allan heim er að aukast. Líka á ESB ríkjum mismunandi þó. Á Spáni hefur verið húsnæðisbóla um mörg ár sem m.a. byggðist á því að bankar lánuðu ótæpilega í húsnæðis og hótelbyggingar. Nú standa hundruð þúsunda óseldara íbúða sem m.a á selja útlendingum. Eins hafa túristar hætt við sumarleyfi vegna kreppunar og Spánn þarf að súpa seyðið af því. En Spánska ríkið er með gott lánshæfismat, Spönsku bankarnir standa sterkir og stjórnvöld geta ekki bara fellt gegnið og lækkað laun um fleiri tug prósenta með því.

Sé ekki hvað þetta kemur ESB við.  Bendi þér á að lesa pisla Kristins R Ólafssonar um þessi mál inn á ruv.is .

Þar sérð þú t.d.

Síðasta áratug hafði hvergi verið meiri atvinnusköpun í neinu Evrópusambandslandi en hér á Spáni. Og innflytjendur, löglegir sem ólöglegir, streymdu að. Í fyrra fjölgaði þeim um ríflega 700 þúsund, ef marka má tölur Evrópusambandsins, og höfðu aldrei jafnmargir bæst í hópinn á einu ári. Þetta slagar uppí helming þeirrar fjölgunar sem varð í öllu Evrópusambandinu árið sem leið. Þá fjölgaði innflytjendum um rúm 1900 þúsund. Fimm árin þar á undan fjölgaði innflytjendum á Spáni um ríflega 600 þúsund árlega.

Og ég nenni ekki að leita að því í þessum pislum en þar kom fram að skuldir byggingariðnaðrins og algjört alkul þar þar sem útlendingar eru ekki að kaupa eru að valda mestum vandæðum þar. ESB er og á ekki að vera einhver yfirríkisstjórn sem bjargar öllu enda Spánn sjálfstætt land.

Við sem fylgjum aðildarviðræðum við ESB eru ekki að segja að það leysi allan vanda. Þau aftur styrkir okkur á þeirri leið sem við þurfum að fara til að byggja okkur aftur upp. Það segir öðrum að við séum búin að marka leiðina. Það hjápar okkur að koma okkur upp stöðugum öflugum gjaldmiðli sem sá sami og við notum í viðskiptum.

Það afléttir ýmsum tollum sem eru enn á okkur eins og á fullunnini vöru héðan og ýmsumvörum sem við kaupum inn. Það lækkar vöruverð til neytenda sem skiptir tugum milljörðum sem og að það hjálpar okkur að fá öfluguan banka sem stendur vörð um gjaldmiðilinn evruna. Því geta engir tekið stöðu gegn gjaldmiðli eins og hefur verið gert síðustu árin gegn krónunni.

Spánn er ekki að tala um að ganga úr ESB.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.4.2009 kl. 00:07

9 Smámynd: Hjörleifur Guttormsson

Góðir bloggarar.

Það er fróðlegt að heyra ykkar sjónarmið, m.a. að þeir sem einu sinni sátu á Alþingi eigi að gjöra svo vel og þegja að því búnu. Eitthvað finnst mér bogið við slík sjónarmið og að þau endurspegli ekki mikla virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum.

Það sem er að gerast í ríkjum Evrópusambandsins eftir að heimskreppan reið yfir ætti að vera ESB-sinnum umhugsunarefni, m.a. sú staðreynd að evra eða tenging við evru hefur ekki reynst nein vörn nema síður sé í löndum eins og Írlandi og Lettlandi. - Sambandið sjálft stendur frammi fyrir djúpri kreppu og óvíst er að það komist klakklaust út úr henni.

Jafnframt ættu menn að hugleiða að engin skilyrði eru til að taka upp evru hérlendis næstu 5-10 árin þótt Ísland yrði komið í ESB á morgun.

Hvet ykkur til að líta við á heimasíðu minni www.eldhorn.is/hjorleifur

Hjörleifur Guttormsson, 27.4.2009 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband