Leita í fréttum mbl.is

Þetta gengur náttúrulega ekki mikið lengur!

Þó að það sé nóg að gera nú hjá Vg og Samfylkingu við að koma á nýjum stjórnarsáttmála þá er þessi frétt skýrt merki um að hér þurfa að verða breytingar fljótt. Að hér skuli líða virkur dagur án þess að nein viðskipti séu á gjaldeyrismarkaði eru náttúrulega svakalegt. Það þýðir væntanlega að lítil sem engin viðskipti eru við útlönd. Svona getur náttúrulega ekki gengið til lengdar. Þessi höft og vantrú á krónunni kemur fljótt til með að draga hér verulega úr vöruframboði.

Nú verða menn að fara að girða sig í brók, koma bönkunum í gang, reyna að sparka krónunni á eitthvað skrið og síðast en ekki síst leggja fyrir þjóðina trúverðuga stefnu sem við byggjum á næstu árinn. Markmið slíkrar stefnu hlýtur að vera að við sem hér búum sjáum fram á að hér verði lífvænlegt. Atvinnuleysi lækki, lánakjör verði viðráðanleg og lífsskilyrði okkar verði með sama hætti og í nágranalöndunum. Hér nennir fólk ekki að búa nú við mjög kröpp kjör sem fólk hér áður fyrr sætti sig við. Eins og að byrja að flytja inn í fokheld hús, vera bíllaus og taka strætó, láta börnin sjálfala og fleira sem þótti sjálfsagt fyrr á árum.

Við þurfum líka að fá heildarmynd á stöðuna og það á mannamáli.

Ítreka hugmynd mína um að hér verði allir okkar færustu sérfræðingar ráðnir í fullt starf í mánuð við að koma með heildaráætlun byggða á bestu kostum fyrir okkur til að komast sem best út úr þessu.  Sjá hér


mbl.is Engin viðskipti á gjaldeyrismarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyri sífellt fleiri hagfræðinga halda því fram að ef við viljum halda krónunni verði gjaldeyrishöftin ekki afnumin.

Það er brot á EES-samningnum.

Hvernig verður umhorfs hér verði okkur vikið úr EES?

Þó svo að takist með sársauka að koma okkur á betri kjöl án ESB, hversu lengi varir það ástand? Sagan er ekki fögur!

Mér er ekki skemmt!

BB (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 21:19

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sammál þér. Bendi á nýja færslu um hvað Finnar gerðu

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.4.2009 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband