Mánudagur, 4. maí 2009
Smá ábending til Svanbergs
Fyrst af öllu þá er þetta ekki glæsileg staða sem þessi maður er í.
En maður veltir fyrir sér eftirfarandi:
Hefur hann farið í lánastofnunina og kannað eftirfarandi:
- Það eiga að vera úrræði hjá öllum lánastofnunum sem ganga út á
Frystingu lána að öllu leiti í allt að 3 ár. Að minnstakosti á lánum vegna íbúðakaupa - Það eiga að vera úrræði í boði hjá lánastofnun þar sem að fólk fær ívilnum vegna atvinnuleysis
- Og flest bílalánafyrirtæki bjóða einnig upp á úrræði.
Flestir bankar og fjármálafyrirtæki eiga að bjóða upp á sömu þjónustu fyrir fólk í erfiðleikum eins og Íbúðalánasjóður skildist mér skv. þeim lögum sem samþykkt voru nú í lok þings í apríl. Til að sjá möguleikana má fara inn á
Auðvita er þetta ömurlegt að vera með 100% lán á öllum eignum en með því að kaupa á 100% láni gátu menn náttúrulega reiknað með að eiga ekkert fyrstu áratugina þar til að lánin færu að greiðast niður. Vitað var að íbúðaverð mundi ekki hækka endalaust.
Ég lenti í þessu um 1988 að reisa mér hurðarás um öxl með því að taka lán í bullandi verðbólgu og hærri en ég réð við svo ég þekki þetta. Svo í dag bý ég í Búsetu íbúð og hef gert í 15 ár og kann vel við mig. Þarf ekki að lifa við stress um hækkandi og lækkandi verð á húsnæði og viðhaldi húsmæði né neitt svona. Það er séð um það fyrir mig. Ég borga bara mína búsetugreiðslu á mánuði. Og þó hún hafi hækkað vegna verbólgu aðeins þá er hún ekki að setja mig á hliðina. Og ég hef búseturétt eins lengi og ég kýs sem ég fæ svo til baka ef ég kýs að selja hann og flytja.
Ekki skemmtileg staða að vera í og sérstaklega ekki með fjölskyldu. En fólk má ekki gleyma að nota þær leiðir sem þó eiga að standa til boða.
Kikna undan skuldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:42 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Magnús, vandamálið sýnst mér vera að hann er kominn í vanskil og þá er ekkert að semja um. Bankarnir verða fyrst að veita honum fyrirgreiðslu til þess að koma honum úr vanskilum til þess að geta veitt honum hina fyrirgreiðsluna.
En það væri til mikils að vinna fyrir manninn að ná slíkri stöðu, því greiðsluerfiðleikaúrræðin eru mörg - svo lengi sem skuldirnar eru í skilum.
Hins vegar er það að sjálfsögðu hægara um að tala en í að komast.
Elfur Logadóttir, 4.5.2009 kl. 10:03
Menn eru mis viljugir til að hjálpa. Svona virkar þetta t.d. hjá Lýsingu.
nr. 1, þú mátt ekki skulda 1 kr., þá gera þeir ekkert fyrir þig.
En ef þú ert ekkert á eftir með greiðslur er hægt að semja.
Þú BORGAR 7000 kr. fyrir að fá að frysta 50% af afborgunum.
Það dugar í 3 mánuði
Þá borgar þú aftur 7000 kr. fyrir að láta frysta 25% af afborgunum.
Það dugar í 3 mánuði.. Svo skilst mér að þeir geri ekki meira fyrir mann.
Valbjörn Júlíus Þorláksson, 4.5.2009 kl. 10:14
Fólk sem er með lán hjá Íbúðalánasjóði á rétt á frystingu á öllu láninu í 3 ár vegna atvinnuleysis.
http://www.ils.is/index.aspx?groupid=15
Svala Jónsdóttir, 4.5.2009 kl. 10:23
Sé það núna að hann hefur ekki fengið jákvæð viðbrögð frá lánastofnun þeirri sem hann skiptir við og það er furðulegt. Hefði haldið að lánastofnun væri akkur í því að tryggja að lánið tapist ekki og þeir siti uppi með íbúðarhúsnæði sem þeir geta ekki selt.
Og svo vill ég að lögum verði breytt þannig að skuld gegn veði sé fallinn niður þegar gegnið er að veðinu. Þannig t..d. ef fólk afhendir lykla að íbúð þá sé skuldinni lokið. Eins með bíla. Þá mundu lánstofnanir vanda betur útlán sín.
Magnús Helgi Björgvinsson, 4.5.2009 kl. 11:25
Æ, af hverju vorkenni ég manninum ekkert sérstaklega?
Þetta er maður á miðjum aldri, og þau eru tvö sem reka heimilið -af hverju neyðast þau þá til að kaupa sér hús á 100% láni? Af hverju er hann með tvo bíla á [fullum?]lánum, sennilega að borga af bílum sem kostuðu fyrir 2-3 árum ekki minna en 3 milljónir stykkið? Hefur þau á starfsævinni ekki haft rænu á að örla saman neinni eign? Þó ekki væri nema nóg til að eiga 20-30-40% í heimilinu skuldlaust?
Maður gæti skilið að ungt og nýútskrifað barnafólk myndi þurfa að taka svona mikil lán, -en miðaldra hjón, sem fengið hafa að fleyta rjómann af uppgangi síðasta áratugar?
Ef fólk er ekki betur statt fjárhagslega á þessum tímapunkti á ævinni þá er tvennt sem getur útskýrt það: a) verulegt fjárhagslegt áfall einvherntíma fyrir skömmu (ekkert kemur þó fram í greininni um veikindi, bruna eða álíka) eða b) algjör skortur á fjárhagslegri skynsemi og bruðl.
Ég á frekar erfitt með að kenna í brjósti um fólk sem skuldsetti sig langt umfram það sem telja mætti skynsamlegt. Fólki er auðvitað frjálst að taka slika sénsa, en það á þá ekki að láta sér bregða ef dæmið gengur ekki upp, og ekki búast við því að einhver bjargi þeim.
Promotor Fidei, 4.5.2009 kl. 11:41
Það er nokkuð ósanngjarnt að saka manninn um bruðl og fjárhagsóráðsíu án þess að vita betur um hans mál. Það kemur fram í fréttinni að þau hjónin eiga 6 börn, og það veit það allt barnafólk að það er kostnaðarsamt að eiga börn. Svo kemur fram að hann hafi verið atvinnubílstjóri, sem er nú ekki ýkja hátt launað starf að jafnaði (nema menn vinni eins og berserkir, sem er ekki fýsilegur kostur ef maður á fjölskyldu), og vel getur verið að eiginkona hans sé í láglaunastarfi líka og líklegt má telja að kona Svanbergs hafi haft litlar sem engar tekjur meðan hún var að ala upp 6 börn. Þar með hlýtur meginhluti tekna heimilisins að fara í nauðsynleg útgjöld til framfærslu 8 manna fjölskyldu, og því lítið eftir til að safna sem sparifé.
Muddur, 4.5.2009 kl. 12:49
Tek það fram að ég var ekki að ásaka hann um eitt eða neitt! Það kemur hinsvegar fram hér í athugasemdum. Ég veit ekkert um hans mál nema að ég geri mér grein fyrir að aðstæður hans séu erfiðar.
EN er hann í kjör aðstæðum til að sækja um að komast í greiðsluaðlögun. Þ.e. að hans mál verði teki fyrir eins og nauðasamningar og lánin aðlöguð með lengingum, niðurfærslu og öðrum leiðum á vegum dómstóla. Sbr. lög um greiðsluaðlögun. Ef að lánastofnanir vilja ekki aðstoða hann á hann að sækja um þetta.
Ítreka að lögum hér á að breyta þannig að lánafyrtæki geti aðeins gengið að því veði sem er fyrir viðkomandi skuld en ekki lengra.
Magnús Helgi Björgvinsson, 4.5.2009 kl. 12:58
Magnús, vandinn er að til þess að uppfylla skilyrði greiðsluaðlögunar þarf hann að vera í skilum. Til þess að vera í skilum þarf hann að semja við sína lánadrottna og þar virðist hnífurinn standa í kúnni, ef marka má fréttina.
Elfur Logadóttir, 4.5.2009 kl. 13:09
Nei ekki greiðsluaðlögun! Ert þú ekki að tala um greiðslujöfnun. Ég hélt að það væri þegar menn sannanlega geta ekki staðið við greiðslur. Þetta eru eins og nauðarsamningar við lánastofnun:
Þetta er að finna í beytingu á lögum um gjaldþrot.
Magnús Helgi Björgvinsson, 4.5.2009 kl. 14:24
Muddur segir:
"Það er nokkuð ósanngjarnt að saka manninn um bruðl og fjárhagsóráðsíu án þess að vita betur um hans mál. Það kemur fram í fréttinni að þau hjónin eiga 6 börn, og það veit það allt barnafólk að það er kostnaðarsamt að eiga börn."
Það er gott að allt barnafólk veit að það er kostnaðarsamt að eiga börn, þá hefur þessi Svanberg væntanlega vitað það líka. Hann og kona hans hafa vitað að með því að eignast mörg börn myndu þau þurfa að bera aukinn kostnað, og það þrátt fyrir að aðrir skattborgarar taki þátt í uppeldinu með greiðslu barnabóta og niðurgreiðslu menntakerfisins.
Eða bera þau Svanberg og kona hans ekki sjálf ábyrgð á því að hafa eignast þessi börn? Var einhver annar sem tók ákvörðun um það fyrir þau? Var þeim meinað að kaupa smokka, getnaðarvarnarpillur eða fóstureyðingar?
Vita þau ekki sjálf hvaða tekjumöguleika þau geta séð fram á á lífsleiðinni, og hvað þau geta leyft sér ef þau eiga að geta vonast til þess að haldast á floti fjárhagslega?
Miðað við það sem kemur fram í fréttinni er engin ástæða til að kenna í brjósti um þessa fjölskyldu, og því síður ástæða til annars en að þau taki sjálf skellin fyrir þær ákvarðanir og áhættu sem þau hafa tekið í lífinu.
Promotor Fidei, 4.5.2009 kl. 14:37
Sé reyndar núna að þessi greiðsluaðlögun tekur gildi 15 maí sbr. þess frétt af eyjan.is
Skil ekki þennan seinagang.
Magnús Helgi Björgvinsson, 4.5.2009 kl. 14:56
Magnús, þetta er rétt hjá þér, það þarf ekki að vera með allt í skilum til þess að geta óskað eftir greiðsluaðlögunaraðstoð. Lögin sem þú vísar til snúast að vísu eingöngu um greiðsluaðlögun annarra skulda en veðskulda en 3. mgr. 3. gr. laga 50/2009 bera þennan texta með sér líka.
Það er svona þegar maður trúir þeim sem hæst tala.
Elfur Logadóttir, 4.5.2009 kl. 15:05
"Og flest bílalánafyrirtæki bjóða einnig upp á úrræði." Nei, þau gera það ekki. Ef þú átt stutta viðskiptasögu hjá fyrirtækinu þá færðu ekki greiðslufrest- frystingu eða aðlögun. Smáa letrið hjá bílalánafyrirtækjunum er svo smátt að varla er hægt að lesa það. Fullt af fólki leitar eftir frest og fær ekki, á alls konar forsendum. Og munið hverjir eiga bílalánafyrirtækin? Jón Ásgeir, Pálmi o.fl. slíkir.
Rósa (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 16:06
Rósa Jón Ásgeir, Pálmi og fleiri eiga ekkert í þessum fyrirtækjum lengur
SP fjámögnun var í eigu sparisjóðana og síðan kom Landbankinn inn í þetta
Lýsing var stofnuð af Landbanka og Búnaðarbanka og BÍ eignahaldsfélagi og fleirum.
Avant var m.a. í eigu Werners bræðra
Glitnir fjármögnun var jú að hlutatil í Jóns í gengum bankan en er nú í eigu rikisins.
Held að Pálmi sé nú að mestu gjaldþrota með falli Fons.
En skv. heimasíðum þessara fyrirtækja bjóða þau öll upp á einhver úrræði en það hafa reyndar margir talað um að þau sé samt ósveigjanleg í samningum um skuldir það er rétt.
Magnús Helgi Björgvinsson, 4.5.2009 kl. 17:39
Elfur það voru líka samþykkt lög um greiðsluaðlögun fasteignalána þau eru hér og taka gildi nú 15 maí Þar segir í 1 gr:
Samkvæmt því sem nánar er mælt fyrir um í lögum þessum getur eigandi íbúðarhúsnæðis, ef hann sýnir fram á að hann sé og verði um einhvern tíma ófær um að standa í fullum skilum á greiðslu skulda sem tryggðar eru með veði í því húsnæði og að önnur tiltæk greiðsluerfiðleikaúrræði séu eða hafi reynst ófullnægjandi, leitað eftir greiðsluaðlögun vegna þeirra og getur hún staðið í allt að fimm ár.
Með slíkri greiðsluaðlögun breytast skuldbindingar skuldarans á þann hátt að aðeins verða gjaldkræfar greiðslur sem honum telst fært að standa straum af, sbr. 1. mgr. 5. gr., en frestað er gjalddaga þess hluta skuldbindinganna sem eftir er svo lengi sem greiðsluaðlögun stendur.
Magnús Helgi Björgvinsson, 4.5.2009 kl. 17:52
Ja maður veit ekki alveg hvort maður eigi að þeigja eða láta í sér heyra. Gæti haldið langa ræðu núna en vil fyrst og fremst koma því á framfæri að þegar að maður þekkir betur til og verið er að tala um eina af nánustu vinum mans þá sér maður betur en ella hversu fljót fólk er að dæma og segja skoðun sína á hlutum sem þeir vita ekki nóg um.
Orð Promodor Fidei geta vissulega átt við stundum en þegar maður veit betur og þekkir aðstæður þá sér maður bara betur hvað fólk er dómhart og fljót að taka ákvarðanir um hvernig aðrir eru.
Svanberg hefur sagt sjálfur að auðvitað hefði kanski stundum verið hægt að gera hlutina öðruvísi... en hver hefur ekki lent í því???... Það eiga flestir að einhverju leyti sök á sínum málum en það gefur ókunnugum ekkert meiri rétt til að þykjast vita nóg til að geta dæmt fólkið.
Svo snerist fréttin ekki um að láta vorkenna sér... heldur að vekja athygli á því hvernig ástandið er að verða í landinu því Svanberg og fjölskylda eru ekkert eina fólkið í svipaðri stöðu.
En það er alltaf auðvelt að dæma og setja út á aðra.
Anna (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 03:18
Ég held að þessi Promodor Fidei sé að kalla eftir athygli, það er ekki hægt að hafa svona þvengpípandi vitlausar skoðanir á því hvernig það er ástatt fyrir stórum hluta af fólkinu í landinu. Kannski hann sé með vatnspung og eða getulaus og sé bitur út í lífið.
Sævar Einarsson, 5.5.2009 kl. 09:00
iss, þessi fýr er bara klassískt nettröll, engin ástæða til þess yfirhöfuð að eyða í hann orku Anna, ekki blása til hans, hugsa til hans eða yfirhöfuð svara honum. Því hann fiskar eftir beitu hvar sem verða vill.
Elfur Logadóttir, 5.5.2009 kl. 09:55
Það vakti hinsvegar athygli mína í gær að Svanberg sagði í Kastljósi að hann heðfi hætt að borga í september. Þannig að hann hefur verið kominn í slæma stöðu fyrir hrunið.
Magnús Helgi Björgvinsson, 5.5.2009 kl. 10:24
Ég datt inn á þessa umræðu alveg óvart, og eins og ég segi oft nú fell ég í enn eitt þunglyndið.... Hvað er að ykkur gott fólk????? Dæmi sá sem syndlaus er !!!! Um hvað eru við að tala her ???? Mann sem á barnaláni að fagna, ? mann sem vildi og gat á þeim tíma gert vel við fjölsk.? búið þeim heimili,? já og manni sem hreyfst með í ólgusjó að geta keypt húsnæði og bíla sem þau ef til vill þurftu vegna atvinnu sinnar og stærðar fjölsk. ???? Þó svo að það hafi verið á 100% lánum!!!! Hvað eru margir með 100% lán ???? Ég held samt að málið sé ekki þessi umrædda fjölsk. heldur allar hinar sem eins er ástatt fyrir. Ef ég ætti um sárt að binda væri ég ekki ginkaypt fyrir því að fara með það í fjölmiðla og láta ykkur gott fólk níða æruna af mér.. Hvar er samúðin sem á að einkenna íslendinga????? Ættu við ekki að skammast okkar að vera að fjasa um fólk sem við þekkjum ekkert til ?????
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 11:01
Unnur ég vill nú bara benda þér á að viðkomandi kom fram í fjölmiðlum til að koma af stað umræðu. Ég skrifaði viðkomandi færslu af því að skv. því sem kom í fréttum þá fannst manni einhvernveginn að hann hefði ekki leitað allra leiða til að koma sér út úr þessari stöðu. Maður finnur til með honum vegna þess að ég hef lent í svipaðir stöðu reynda ekki svona mörg börn. Og kastljósviðtal við hann þar sem hann var þegar kominn í vandamál í sept 2008 segir manni að hann er í mun meiri vandamálum en að ráð Hagsmunasamtaka heimilina mundu duga honum. Því að að hans vandamál í dag er sennilega að hann var að missa vinnunna nú í þessum mánuði. Og því held ég að 20% leiðrétting mundi ekki hjálpa honum heldur. Held að þessi maður sé akkúrat dæmi um mann sem þarf að komast í greiðsluaðlögun þar sem að héraðsdómur og ráðgjafastofa heimila aðstoða þau við samninga við kröfuhafa til að lækka, laga til og lengja í þessum skuldum þannig að þau geti lifað og greitt af sínum skuldum.
Þannig að upprunalega var ég bara með góðlátlega ábendingu.
Því að það er ekki alltaf hægt að bíða eftir því að ríkið og opinberir aðilar geti komið lausnir sem hjálpa okkur. Ríkið er laskað með lítð til skiptana og fólk þarf að sýna dugnað og frumkvæði til að leyta lausana.
Ég áskil mér rétt til að koma með færslur við svona fréttir því með því að koma fram í fjölmiðlum er fólk að kalla eftir umræðum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 5.5.2009 kl. 11:18
Nei Elfur ég ætlaði þetta ekki til að eyða orku í einhvern sem ekkert veit... ætlaði kommentið mitt til að benda, öllum sem lesa hér, á að maður þarf að þekkja til til að geta dæmt.... ekki ætla ég að fara að verja Svanberg og hans fjölskyldu... vildi bara benda á að þegar maður veit meira sér maður hvað fólk er fljótt að dæma.
En gangi ykkur hinum öllum vel að spjalla um þetta og halda uppi umræðunni :P :D
Anna (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.