Leita í fréttum mbl.is

Þjóðarsátt???????

Mér sýnist að hér á landi sé andskoti langt í að náist einhver þjóðarsátt.

 Hér eru hópar m.a. skuldara sem fynst ósanngjarnt að að innistæðueigendur hafi ekki tapað peningum. Á meðan að þeir vilja að ríkið greiði niður skuldir þeirra á móti. Þeir tala alltaf eins og að fjármagnseigendur séu einhverjir "millar". Þeir gleyma þvi að flestir fjármagnseigendur eru ellilífeyrisþegar sem og í bönkunum er ævisparnaður þeirra. Þeir eiga líka íbúðir og hugsanlegar skuldir.

Þessi sami hópur talar alltaf eins og ríkið sé eitthvað annað en þjóðin. Fólk gleymir að það sem fer út af tekjum ríkisins þarf að koma inn á öðrum stöðum eða skera niður. Nú þegar er ljóst að tekjur ríkisins koma til með að lækka um 25 til 30% á þessu ári.

Það er nokkuð ljóst að við afskriftir lána almennt um 20% þá þarf að bæta nýju bönkunum það. Því að íbúðarlán eru hluti af eignum nýju bankana.

Síðan er ljóst að 20% lækkun lána hjálpar fólki ekki svo mikið. Ef fólk skuldar 30 milljónir nú eftir hækkun þá greiðir það kannski 150 þúsund af þessum lánum. 20% lækkun gerir það að verkum að lánið verður 24 milljónir og fólk greiðir um 125 þúsund af því. Þetta eru ekki nema 25 þúsund. ´

Og líkur á því að ríkið sem er að skera niður og reyna að auka tekjurnar verður þess í stað að leita peninga til að aðstoða marga sem 20 niðurfelling dugar ekki. Auk þess sem ríkið þarf að skaffa tekjur til að standa undir auknum skuldum erlendis eins og vaxtargreiðslum og fleira.

Menn tala alltaf eins og erlendir kröfuhafar séu asnar. Þeir heimta að engar eignir séu teknar úr gömlubönkunum án þess að þær séu metnar niður í smá atriði. Hvert lán jafnvel. Annars héti það þjófnaður. Um afskriftir lána verður að semja.

En hér tala bara allir eins og þetta sé ekkert mál. Við bara afskrifum lánin hjá nýju bönkunum sem bitnar svo á eignum í gömlubönkunum sem helvítis asnarnir í útlöndum þurfa svo að bera að lokum.

Ég spyr halda menn að það væru líkur á því að einhver þessa helvíti asna í útlöndum mundi nokkurn tíma lána okkur nokkurn skapaðan hlut ef þeir upplifðu það að við hefðum bara notað þeirra fé í húsnæðiskerfi okkar og neituðum svo að borga. Held ekki.

Held að það sé algjört lámark að semja fyrst við erlenda kröfuhafa, sjá til hvernig við stöndum á næsta ári og þá ættum við líka orðið öll þessi erlendu skuldir og gætum ráðstafað þeim eins og við vildum.

Allir sem þess óskuðu ættu að fá frystingu á lánum í næstu 18 mánuði og það gæfi kost á að finna bestur lausni til frambúðar.

Eins bendi ég á að 20% lausn dugar ekki fyrir þá sem tóku gengistryggð lán. Þau lán hafa hækkað um 100%

 


mbl.is Þjóðarsátt í þröngum hópi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er bara verið að tala um að fjármálastofnanir og lánþegar dreyfi með sér ofurvöxtunum sem féllu ofan á lánasamninga. Landsfundur allra flokkanna á þingi samþykktu slíka byrgðardreyfingu og eru það því aðeins fáeinir kosnir fulltrúar sem standa í vegi fyrir vilja grasrótar þeirra eigin flokka. Jafnvel þó þurfi að greyða slíka niðurfærslu með skattfé myndi það verða til þess að við í samfélaginu myndum dreyfa meira með okkur byrgðunum sem gerir okkur sem samfélag betur í stakk búin til að takast á við framtíðina.

Hinsvegar tel ég vafasamt hvort við sem þjóð eigum að vera að vasast í þessum bönkum og skila þeim bara inn í kröfubú gömlu bankanna ásamt innlánum þeirra. Síðan geta skuldarar og lánarar bankanna bundist böndum um að semja beint við sína erlenda lánadrottna um skilmála endurgreiðslu. Þá getur ríkið einbeitt sér að þeim takmörkuðu afskriftum sem þarf að fara í vegna Íbúðarlánasjóðs og öðrum brýnum málum. Gefist nýju bankarnir upp á tilverunni við þetta getur ríkið stofnað sinn eigin banka sem getur byggt á félagslegum og lýðræðislegum grunni og lagt grunn að sanngjarnri fjármálastarfsemi á Íslandi.

Slíkt krefst hinsvegar uppgjör við þá hefð hér til lands að það byrgðum skuli dreyft eftir skuldsetningu í stað þess að dreyfa byrgðum eftir eignum og tekjum.

Héðinn Björnsson, 5.5.2009 kl. 18:08

2 identicon

Málið er að það kom í ljós stór og hrikalegur galli í íslensku kerfi við bankahrunið.  Skuldarar þurfa að borga fyrir hrunið út af verðtryggingunni.  Bankarnir bera enga ábyrgð sjálfir.  Á lánunum frá þeim er bæði verðtrygging og vextir.  Þeir geta tekið eignirnar ef við stöndum ekki í skilum og á lánunum eru einnig ábyrgðarmenn. Það er ekki hægt að vera tryggðari.  

Bankarnir gátu því hagað sér eins og þeir höguðu sér án eftirkasta fyrir þá sjálfa. Þeir fá áfram allt sitt og leikurinn heldur áfram.  Þetta er hrópandi óréttlæti.  Sérstaklega þegar afskrifa á fullt af skuldum gömlu bankanna.

Ég er til í að borga þau lán sem ég tók til næstu 40 ára og jafnvel eitthvað meira en það.  En ég er ekki til í að taka allan skellinn.  Verðtrygging á lánum er einfaldlega glæpur nema að verðtrygging sé einnig á launum.

Menn segja af hverju ættu bankar að lána ef þeir mega ekki nota verðtryggingu.  En ég spyr: af hverju ætti nokkur maður nokkurn tíma eftir þetta að fá lánað, vitandi að það getur farið svona.  Ég á allavega ekki eftir að ráðleggja börnunum mínum að taka lán undir þessum kringumstæðum. Hvað verður um bankana ef enginn vill taka lán framar.

Og svo eitt enn.  Í Bandaríkjunum taka lánastofnanir veð í húsinu og láta það nægja.  Ef þú getur ekki borgað af húsinu eignast bankinn húsið og þú ferð tómhentur í burtu, en þú ert þá allavega á núllinu. 

Hrægammarnir hér taka húsið, selja það á hálfvirði sem fyrst og elta þig svo með restina. Ef þú missir vinnuna og getur ekki borgað, eða þú veikist eða jafnvel deyrð snúa þeir sér að ábyrðarmanninum sem gæti verið móðir þín og svo hundelta þeir hana, selja húsið hennar á hálfvirði og svo framvegis.

Þetta er sjúkt og ómannúðlegt kerfi og nú sitjum við skuldarar svo sannarlega í súpunni.  Allsstaðar í heiminum er það þekkt að fólk tekur sér lán fyrir húsnæði því það er ekki eitthvað sem þú borgar á borðið nema að þú sért milli.  Og nú er bara talað um það fólk sem tók húsnæðislán hér á íslandi sem skuldara og óreiðumenn sem kölluðu þetta bara yfir sig og eiga það skilið að sitja í súpunni.  Ég er reið yfir þessu sérstaklega þar sem hér hefur ekki verið leigumarkaður sem er fjölskyldum bjóðandi.

Heiðrún (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 18:20

3 Smámynd: corvus corax

Alvöru byltingu - og það strax!

corvus corax, 5.5.2009 kl. 18:44

4 Smámynd: Björn Benedikt Guðnason

Þú segir:

"Hér eru hópar m.a. skuldara sem fynst ósanngjarnt að að innistæðueigendur hafi ekki tapað peningum. Á meðan að þeir vilja að ríkið greiði niður skuldir þeirra á móti."

Ég spyr því; af hverju er það sanngjarnt að innstæðueigendur fá sitt sparifé tryggt en ekki þeir sem áttu sitt sparifé í fasteignum? verðtryggingin og gengisfallið hefur étið upp sparifé þeirra, ekki satt?

Svo eitt annað, sennilega er það rétt hjá þér að flestir fjarmagnseigendur séu ellilífeyrisþegar. Lífeyrissjóðirnir lána fé til fasteignakaupa. Nú eru töluverður fjöldi þessara lána í hættu á því að verða ekki greidd. Þá er bara eitt í stöðunni; að lífeyrissjóðurinn taki fasteignina frá viðkomandi. En hvað svo? Sá sem missir húsið sitt þarf einhversstaðar að búa, ekki satt? Þá er bara tvennt í stöðunni. Það er bara að leigja og ef viðkomandi er atvinnulaus ná bætur hans tæplega að covera leigu + það að lifa og þá er bara eitt í stöðunni, þ.e. félagslega kerfið. Og hvaðan skyldu þeir peningar koma? Í öðru lagi er að flytja erlendis, og ef mig minnir rétt var það einmitt sem Færeyingar vöruðu okkur mest við að gæti gerst. Þeir þekkja af eigin raun hversu skelfilegt það er að missa 15-25% af fólkinu í burt. Ég veit fyrir víst að þetta er þegar farið að gerast hérna og þetta gæti orðið gríðarleg blóðtaka fyrir okkur ef þetta gerist í miklum mæli.

Ég verð því miður að lýsa vonbrigðum mínum með þig Maggi minn, því ég veit hversu mikill húmanisti þú ert og hversu næmur þú getur verið á fólk og aðstæður þess.

Kveðja, Bjössi Ben

Björn Benedikt Guðnason, 5.5.2009 kl. 20:08

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bjössi ég hræðist mjög að í stað þess að fólki sé auðveldað að standa í skilum nú á meðan við erum að ná utan um ástandið hér í landinu þá verði þvinguð fram vanhugsuð aðgerð sem leiði til þess að hér verði að hækka skatta, draga úr þjónustu sem nemut þeim sparnaði. Ég vill frekar að áhersla sé lögð á að hjálpa þeim sem verst hafa kjörin í dag, atvinnulífinu sé komið af stað aftur og síðan í framtíðinni eftir ár eða 2 ef allt gengur vel verði farið í að skoða frekari aðgerðir. Þar til verði bankar og fjármálafyrirtæki skykkuð til að milda allar aðgerðir og veita öll þau úrræði sem þeim er gert að veita án þess að vera með' múður eins og er í dag. Og það á að tryggja að fólk geti búið áfram í húsnæði sínu. Jafn vel þó fólk missi húsnæðið þá á það að geta búið þar áfram gegn leigu sem er álitn viðráðanleg og ég held að það sé t.d. komið hjá Íbúiðalánasjóð. Eins á greiðsluaðlögun að vera tæki til að meta stöðu einstaklinga og aðstoða þá við að laga lán og greiðslu að því sem það ræður við. Þetta úrræði verður að gera skilvirkara.

Ríkisstjórnin gat ekki annað en tekið þátt í því með nær öllum ríkisstjórnum á Vesturlöndum að lýsa yfir því að innistæður væru tryggðar því annars hefði komið áhlaup á bankanna síðustu daga fyrir hrunið.

Minni á að ríkið hefur ekki þurft að borga krónu vegn innistæðna á venjulegum bankareikningum hún aðeins ábyrgðist þær. Ríkið hefur vissulega greitt eitthvað inn á skuldabréfasjóði en þar töpuðu menn um 25 til 40% af eignum sínum. Og kosnaður ríkisins vegna upphæða yfir 20 þúsund evrum er ekki svo mikill.

Þetta er nú bara svona Bjössi að ég held að í dag hafi Ísland bara ekki efni á að hjálpa öllum. Og því verði að hjálpa þeims sem þurfa. Og hinum verð svo hjálpað komast sem skást út úr þessu. Það er kreppa og ef fólk hélt að við kæmumst í gegnum hana án þess að neinn fyndi fyrir henni þá held ég að fólk sé ruglað.

Og nú þegar ríkið er búið að tapa um 30 til 40% af tekjum sínum þá veit fólk að frekari útgjöld eru nær ómöguleg og mundu þá bætast sem þrýstingur á að auka niðurskurð. auka skatta, auka þjónustu gjöld. Bankaþjónusta þyrfti að verða dýrari þar sem bankarnir yrðu veikari. Þannig að 20% flöt niðurfelling lána yrði rukkuð til baka í öðruformi.

Eins og þú veist Bjössi vinn ég við að veita fötluðu fólk þjónustu og hef þurft að skera niður síðustu ár. Hvernig helfur þú að það verð nú næstu árin.

Annars skil ég þig vel Bjössi þú lentir í verstu tímum sögunar að vera að byggja og kaupa. Ég lenti í þessu 1989.

Ég hvet fólk til að fá frystingu á lánin sín í 3 ár og á meðan kemur Ísland fótunum undir sig aftur. Ríksisstjórnin verður að beita þessa banka þrýsingi að vera ekki með svona stýfar reglur varðandi þann möguleika.  Atvinnustig eykst og eftir 2 til 3 ár verður kannski allt annað umhverfi hjá okkur. Við t.d. á leið í ESB og verðtrygging dettur út og vextir lækka. Húsnæði hækkar með auknu atvinnustigi og sjáum þá hverjir verða en í vandræðum og hjálpum þeim þá.

Kveðjur í sveitina, eða til útlanda eða í Hafnarfjörð. /maður veit aldrei hvar þú ert/

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.5.2009 kl. 01:34

6 identicon

Þú segir:

"Síðan er ljóst að 20% lækkun lána hjálpar fólki ekki svo mikið. Ef fólk skuldar 30 milljónir nú eftir hækkun þá greiðir það kannski 150 þúsund af þessum lánum. 20% lækkun gerir það að verkum að lánið verður 24 milljónir og fólk greiðir um 125 þúsund af því. Þetta eru ekki nema 25 þúsund. ´"

 Ég veit ekki með þig en fyrir mig eru 25 þúsund heilmikill peningur. 

 Þar fyrir utan þá ertu ekki alveg nógu góður í prósentureikningi.  Því að þetta tiltekna lán myndi reyndar lækka um a.m.k. 30 þúsund, og munar um minna.  

Það felst viss þversögn í því að vera benda á að þetta séu littlar fjárhæðir, Finnst þér að skuldarar ættu kannski að krefjast hærri leiðréttingar svo það taki því að vera að hræra í þessu?

Þórður (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 01:46

7 identicon

Þú segir:

 "Minni á að ríkið hefur ekki þurft að borga krónu vegn innistæðna á venjulegum bankareikningum hún aðeins ábyrgðist þær."

 Ef þú metur ábyrgð ekki sem verðmæti þá getur þú nú varla réttlætt það fyrir þér og öðrum að telja ógreiddan vaxtakostnað sem hugsanlega verður aldrei innheimtur(vegna gjaldþrota) sem tap hjá ríkiskassanum

Þórður (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 01:51

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já Þórður við skulum bara að lækka lánin og hækka skatta á móti og þjónustugjöld almennt. Þessir peningar eru ekki eins mikið á lausu eins og fólk slær um sig með hér. Hér tala allir eins og þeir hafi reynslu af því að semja við alþjóðlega banka sem hafa lánað okkur og þeir taki því bara fagnandi að við bætum nú við að við höfum ákveðið að borga 20% minna af þeim lánum sem voru talinn skárri. Minni þig að Gylfi Magnússon sagði að það sem teldust vera góð lán væru tekin yfir á raun virði. Þannig að 20% almenn lækkun þarf þá að koma úr ríkinu og ef þú veist það ekki erum það við þjóðin. Því að ríkið er ekkert annað en fólkið sem býr hér.

Bendi þér á að m.a. Dr. Michael Hudson  var að svara spurningum hjá www.larahanna.blog.is og hann sagð að skynsamlegra væri að koma fyrst stoðum undir fjármálakerfið hér og koma því í gang áður en farið væri í svoan framkvæmdir. Og þetta er maður sem fólk hefur verið að horfa til varðandi semskipti við erlenda kröfuhafa.

- Here in Iceland there is a strong debate about lowering people's loans, loans that are connected to our inflation rates. These loans have gone up by almost 20% in the last year alone. Do you think it is possible for the banks to correct this, that is by giving people a 20% discount on their loans or count out the 20% interest that have fallen on these loans the last year. Do you think that the Banks will be able to do something like this without going bankrupt again or our pension funds (that financed a lot of these loans) will be damaged by this?

Svar:
- The banks and pension funds COULD do this. But I think it would have to be general, and that is difficult. Best to start by putting the financial system on a better footing in the ways I outlined above (getting rid of inflation indexing) and regulation of bank lending to steer it into productive credit rather than mere speculation or extractive lending.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.5.2009 kl. 02:23

9 Smámynd: Björn Benedikt Guðnason

En bíddu við. Eins og ég skyldi málflutning bæði hjá Samfylkingunni og VG töluðu báðir flokkar um að hækka skatta og skera niður. Þannig að það er fyrirséð að það verði gert. Varðandi það að fjármálafyrirtæki verði skikkuð til að milda allar aðgerðir, þá sé ég ekki hvernig það sé framkvæmanlegt, nú hafa yfirvöld gefið út margskonar yfirlýsingar varðandi mildun aðgerða en sífellt er maður að heyra skelfingarsögur af hörku þessara fyrirtækja.

Það má vel vera að Ísland hafi ekki efni á að hjálpa öllum, hins vegar hefur Ísland alls ekki efni á að hafa hér stórann hóp gjaldþrota eða það sem verra væri, missa fólk úr landi. Ég held líka að enginn sé að tala um að hjálpa öllum, heldur aðeins þeim sem þurfa á því að halda. Ég minni á að tölur Seðlabankans sýna að hér eru um 40% heimila með neikvæða eiginfjárstöðu eða á leiðinni að hafa hana. Svo þetta eru ekki einhverjir nokkrir fuglar sem fóru of geyst í góðærinu.

Ég óttast í raun og veru tvennt ef ekkert verður að gert, aðra byltingu, sem ég held að myndi ekki innihalda potta, pönnur og hróp, heldur greiðsluverkföll hjá fólki. Það myndi valda meiri skaða en bankahrun því það myndi líklega alda kerfishruni. Í öðru lagi óttast ég að hér verði landsflótti, sem myndi þá væntanlega auka enn á tekjutap ríkissjóðs því ekki borgar það fólk skatta né heldur eyðir það peningunum sínum hérna.

Þú gætir komið með rök á móti að það væri ekkert betra að hafa erlendis, það má vel vera en ég held að það sé ekki það sem fólk er helst að spá í heldur það að fólk hefur misst alla trú á Íslandi. Nýleg dæmi sem ég þekki til maður á mínum aldri, sem er menntaður kokkur, er að flytja út til Danmerkur frá konu sinni og þremur börnum og verður þar í sumar og líklega munu þau svo fara til hans í haust. Einn æskuvinur minn sem hefur vinnu í netdeild banka var að segja mér í gær að hann væri mikið að hugsa um að flytja út. Tvö lítil dæmi sem ég óttast að því miður að hægt sé að margfalda.

takk fyrir kveðjurnar, í sveitina :D

Bjössi Ben

Björn Benedikt Guðnason, 6.5.2009 kl. 06:55

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bjössi ég er á því að ef að ríksstjónrin gengi hart eftir því að fylgja þeim úrræðum sem þau hafa samið um við allar fjármálastofnanir um þau úrræði sem eru í boði þá yrðir skaplegt fyrir fólk að búa hér. Það væri möguleiki á að hjápa þeim sem standa enn verr meira en þessi flata 20% lækkinu mundi gera. Og síðast en ekki síst þá væri ríkið í þeirri stöðu að geta komið hér atvinnulífinu í gang. Bendi á úrræði sem eiga að virka:

  • Skuldajöfnun verðtryggðra lána – 10 til 20% lægri greiðslubyrði en ella.
  • Frysting og í framhaldi skuldajöfnun gengisbundinna lána – 40 til 50% lægri greiðslubyrði.
  • 66% hækkun vaxtabóta – hjón með 3 til 8 milljóna árstekjur hækka í allt að 487 þús á ári.
  • Útgeiðsla séreignasparnaðar – milljón á einstakling, tvær milljónir á hjón.
  • Greiðsluvandaúrræði Íbúðalánasjóðs stórefld og samkomulag gert við aðrar fjármálastofnanir um að sömu úrræði gildi þar einnig.
    • Skuldbreytingalán og lánalengingar um 30 ár í stað 15 áður.
    • Heimild til að greiða bara vexti og verðbætur af vöxtum og frysta höfuðstól í allt að 3 ár.
    • Heimild til að frysta afborganir í allt að 3 ár.
    • Ýmsar mildari innheimtuaðgerðir.
  • Greiðsluaðlögun samningskrafna.
  • Lög um ábyrgðarmenn (takmarkar ábyrgð þannig að ekki megi ganga að húseign ábyrgðarmanns).
  • Lækkun dráttarvaxta.
  • Skuldfærsla barnabóta uppí skattaskuldir bönnuð.
  • Skuldfærsla hverskonar inneigna hjá ríkinu uppí afborganir Íbúðalánasjóðs afnumdar.
  • Frestun nauðungaruppboða fram til loka ágúst.
  • Lenging aðfarafresta úr 15 dögum í 40.
  • Aukin stuðningur aðstoðarmanns og leiðbeiningaskylda vegna gjaldþrota.
  • Greiðsluaðlögun fasteingaveðlána.
  • Heimild til Íbúðalánasjóðs til að leigja fyrri eigendum húsnæði sem sjóðurinn eignast á uppboðum.

Ef að þessi úrræði virka þá ættu flestir að geta þraukað þar til að Ísland kemst út úr verstu lægðinni. Og þá kæmi líka í ljós hverjir væru í verstu málunum. T.d. ef að gengi krónunar mundi á næstu 2 árum hækka aftur upp í að evra yrði 120 krónur þá mundu gengistryggð lán lækka niður í það sem þau voru þegar þau voru tekin.

En Bjössi það er kreppa. Sem þýðir að tekjur ríkisisn lækka úr 450 milljörðum í 320 milljaða. Um leið eru líkur á að skuldir og greiðslur ríkisins aukist gríðarlega. Þannig er talað um að allt að 100 milljaðrðar fari í vaxtagreiðslur. Það hefur verið nefnt að svona flatur niður skurður kosti um 285 milljarða það minnsta fyrir ríkið.  Ég sé bara ekki að það sé til fyrir þessu án þess að hækka þá skatta enn þá meira.  Því að við þurfum að gera þessa banka starfhæfa svo að við getum fengið eðlilega lánaþjónustu í framtíðnni sem og fyrirtæki. Þetta er bara því miður það sem þarf að gera.

En eins og ég segi ef að menn geta sannað að það sé hægt að láta svona aðgerð lenda bara á útlendum lánastofnunum án þess að það hafi áhrif að framtíðarmöguleika okkar þá er það fínt og þá um að gera að lækka lánin.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.5.2009 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband