Leita í fréttum mbl.is

Þetta er bara alls ekki lagi.

Maður sem auðsjáanlega er stórhættulegur og ég mundi halda ekki með réttu ráði. Getur bara áfríað dómi og labbað út. Þetta verður að laga. Sjá frásögn hér að neðan af www.visir.is

Vísir, 07. des. 2006 18:30

Grunaður um að hafa aftur nauðgað

Maður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa nauðgað konu á föstudag. Í október var sami maður dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir hrottfengið ofbeldi og nauðganir.

Maðurinn, sem er fimmtíu og fimm ára gamall, var úrskurðaður í gæsluvarðhald til tuttugasta desember næstkomandi en hann er grunaður um að hafa frelsissvipt og nauðgað konu sem hann hefur átt í sambandi við. Verknaðinn framdi hann á heimili konunnar í Reykjavík þar sem hann hélt henni fanginni. Samkvæmt heimildum fréttastofnu gekk maðurinn illilega í skrokk á konunni og nauðgaði henni oftar en einu sinni. Hún leitaði til neyðarmóttöku nauðgana og hefur kært.

 

Þann ellefta október var maðurinn dæmdur í fimm ára fangelsi í Hérðasdómi Reykjavíkur fyrir hrottalegar árásir á tvær konur og nauðgaði hann annari þeirra í þrígang. Hann áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar og bíður þess að þar falli dómur.

Maðurinn réðst með ofbeldi á fyrrverandi sambýliskonu sína í þrígang í fyrrasumar. Í eitt skiptið hélt hann kodda fyrir andliti hennar þannig að hún átti erfitt með andadrátt. Hina konuna réðst hann á í febrúar á heimili sínu. Hann hélt henni fanginni í íbúðinni í marga klukkutíma þar sem hann beitti hana miklu ofbeldi og nauðgaði henni þrisvar. Að lokum náði konan að koma beiðni um hjálp til vina sinna í gengum sms skilaboð. Þegar lögreglumenn kom á staðinn náði konan að gefa þeim bendingar út um glugga en maðurinn ansaði ekki þegar dyrabjöllunni var hringt. Blóð var víða í íbúðinni og greinilegt að átök höfðu átt sér stað. Segir í dómi hérðasdóms að brot mannsins gagnvart konunum séu sérlega hrottafengin og að hann hafi farið fram gegn þeim í krafti líkamsburða sinna. Auk fangelsisdómsins var maðurinn dæmdur til að greiða konunum samtals 2 milljónir króna í miskabætur.

Ef dómur verður ekki fallinn í Hæstarétti þegar gæsluvarðhald yfir manninum rennur út má telja líklegt að lögregla krefjist áframhaldandi varðhalds.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband