Leita í fréttum mbl.is

Skilađi fíkniefnum á lögreglustöđ og er sektađur fyrir!

Ritstjóri Kompás fékk ákćru og sekt fyrir ađ láta ungar tálbeitur kaupa fíkniefni til ađ sýna hversu auđvelt er ađ nálgast efnin fyrir unglinga.

Frétt af www.visir.is

07. des. 2006 18:55


Ritstjóri Kompáss sektađur

Lögreglustjórinn hefur sektađ ritstjóra fréttaskýringaţáttarins Kompáss um fimmtíu og fjögur ţúsund krónur fyrir vörslu fíkniefna.
Ţetta voru fíkniefni sem Kompás lét kaupa til ađ sýna auđvelt ađgengi barna ađ ţeim en ţau voru síđan afhent lögreglu međ formlegum hćtti.

Í fréttaskýringarţáttunum Kompási á Stöđ 2 í október og nóvember var dregin upp dökk mynd af ţví hversu auđvellt var fyrir ungmenni ađ nálgast fíkniefni. Ritstjórnin tók af ţví myndir ţegar ungmenni á hennar vegum höfđu samband viđ fíkniefnasala og var viđskiptum komiđ á. Athygli vakti hversu skamman tíma ţađ tók ungmennin ađ nálgast fíkniefnin ţó svo ađ engin kynni vćru á milli sölumannana og ţeirra sem leituđu viđskipta.


Eftir ađ gerđ ţessa ţáttar Kompáss lauk fór ritstjóri ţáttarins, Jóhannes Kr. Kristjánsson á lögreglustöđina viđ Hverfisgötu og afhenti ţar fíkniefnin til eyđingar. Var um ađ rćđa eitt gramm af amfetamíni og tvö og hálft gramm af hassi. Var skýrsla tekin af ritstjóranum ţar sem hann skýrđi málavexti.

Sér til undrunar fékk Jóhannes Kr. svo nýveriđ sektargerđ frá lögreglustjórnaembćttinu á grundvelli kćru á hendur honum vegna brota á lögum um ávana og fíkniefni. Er hann kćrđur fyrir vörslu fíkniefna en bođiđ ađ ljúka málinu međ sátt og greiđslu sektar uppá 54 ţúsund krónur í ríkissjóđ. Jafnframt er tekiđ fram ađ hann sćttist ţá á upptöku á hinum haldlögđu fíkniefnum. Greiđi hann ekki sektina komi í stađinn fjögurra daga fangelsi. Afgreiđsla sektarinnar verđi jafnframt skráđ í sakaskrá.

Jóhannes Kr Kristjánsson segist ekki ćtla ađ una ţessu sektarbođi og láta á ţađ reyna hvort lögregluembćttiđ ćtli ađ höfđa mál vegna ţessa atviks. Ríkir almannahagsmunir hafi legiđ ţví til grundvallar ađ stađreyna ţessi viđskipti og hafi ţađ ótvírćtt forvarnargildi ađ draga fram ţennan ófagra sannleika. Jóhannes segir ađ lögmanni Blađamannafélags Íslands verđi faliđ ađ reka máliđ


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging viđ twitter

Um bloggiđ

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband