Leita í fréttum mbl.is

Sturla búinn að finna gullnámu?

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra lofar nú vegabótum hægri og vinstri. Það vekur furðu mína að nú allt í einu virðist allt í lagi að ráðast í allskonar framkvæmdir.

  • Tvöfalda Suðurlandsveg
  • Tvöfalda Vesturlandsveg upp í Borgarnes
  • Jarðgöng í Héðinsfirði
  • Og nú segir hann:
    Fréttablaðið, 07. des. 2006 03:30

    Ráðherra ætlar að flýta gerð jarðganga

    Flýta á gerð jarðganga milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur sem allra mest og verður skýrsla starfshóps, sem unnið hefur að hugmyndum um samgönguúrbætur á Vestfjörðum, kynnt fyrir samgönguráðherra á næstu dögum. Þetta staðfesti Sturla Böðvarsson samgönguráðherra við Fréttablaðið í gærkvöld.

    Sturla segist vonast til þess að hægt verði að taka málið til umræðu innan ríkisstjórnarinnar fyrir áramót. „Skýrslan um samgönguúrbætur milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur verður kynnt fyrir mér á næstu dögum en samkvæmt því sem þar kemur fram verður eindregið mælt með því að ráðist verði í gerð jarðganga sem fyrst, enda öryggisaðstæður við veginn um Óshlíð óviðunandi," segir Sturla en í skýrslunni verða lagðar til útfærslur sem metnar verða í samvinnu við heimamenn
  • Hann segir að hönnunarferli sé byrjað á gatnamótum Kringlu- og Miklubrautar
  • Hann talar um einhver önnur jarðgöng séu alveg á næstunni.
  • Síðan er það náttúrulega Sundabraut.

Þessi verk samtals kosta varla undir 50 til 80 milljörðum (örugglega meira). Ég leyfi mér að fullyrða að eftir kosningar í maí verður farið að draga úr þessu og fresta. Þetta getur bara ekki allt komist til framkvæmda á næstu árum. Landið mundi ekki þola þessa auka þennslu með stóryðju framkvæmdum.

Þetta eru loforð án þess að meininginn sé að efna þau.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meinar þú Sturla Böðvarsson samgönguráðherra?

Yngvi (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 00:55

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Auðvita takk fyrir ábendingunna Laga þetta núna.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.12.2006 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband