Leita í fréttum mbl.is

Gjaldfrjáls grunnskóli?

Var að lesa frétt um bókun VG í Menntaráði í Reykjavík. En í frétt á www.visir.is stendur m.a.

Fréttablaðið, 08. des. 2006 01:00

Skólagangan kostar 900 þúsund krónur

„Ljóst er að gjaldfrelsi í grunnskólum borgarinnar var ekki eitt af stefnumálum fyrri meirihluta borgarstjórnar og er það ekki heldur nú," segir meirihluti menntaráðs Reykjavíkur.

Þetta viðhorf meirihlutans kom fram þegar menntaráð ræddi tillögu vinstri grænna um gjaldfrjálsan grunnskóla. „Tillagan er sett fram af stórhug og framsýni enda er verulegt umhugsunarefni að skólaganga reykvísks barns kostar nálægt 900 þúsund krónum, með skólamáltíðum og frístundaheimilum. Það er okkar skoðun að ekki beri að taka gjald af grunnþjónustu sem þessari heldur fjármagna hana úr sameiginlegum sjóðum," sagði Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, í bókun.

Nú bý ég í Kópavogi á barn í grunnskóla. Ég man fyrir 2 árum þegar að barnið lauk leikskóla að ég fór að reikna með því að hafa meira milli handana enda hætti ég þá að borga um 21 þúsund krónur í leikskólagjald fyrir 8 tímavistun.

Nú svo byrjar barnið í grunnskóla og um leið þá í dægradvöl eftir skóla. Þ.e. viðvera í skólanum til 4.

Síðan vildi ég að barnið fengi heitan mat í skólanum eins og það fékk í leikskóla. Ég reiknaði með að þetta kostaði eitthvað en þegar ég fór að borga fyrir þetta brá mér. Dægradvöl í 3 tíma á dag og matur í hádeginu kostaði milli 17 og 18 þúsund. Þetta er greiðsla fyrir þjonustu í 3 tíma á dag og mat. Mér reiknaðist um daginn til að ég borgi um 200 krónur fyrir hvern tíma í dægradvöl. Og síðan er maturinn um 200 kr á dag.

Ég hafði bara verið svo vitlaus að halda að þegar talað var um heilsdagsskóla þá væri ekki verið að tala um skóla frá 8 til 13.

Síðan bætast við þetta efniskaup og fleira. Þannig að ég held að 10 ár í grunnskóla í Kópavogi geri örugglega rúmlega 1. milljón.

Því finnst mér ekki vera hægt að tala um að grunnskólar hér séu gjaldfrjálsir. Því flestir foreldrar þurfa að nýta sér þessa viðbótarþjónustu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég er sko ekki að segja að þetta eigi að vera gjaldfrjálst. En þegar kostnaður er orðinn um 15 til 20 þúsund á mánuði þá eru ýmsir sem ekki geta nýtt sér þessa þjónustu. Þannig sér maður í þessum skólum að fólk er að nýta ættingja (afa og ömmur og aðra) til að sækja börn. En sumur hafa bara ekki aðgang að þessu þannig að ég held að vaxandi hópur ungra barna sé án eftirlits eftir skóla þar sem að foreldrar eru að vinna og hafa ekki efni á að borga fyrir heilan dag.

Þetta getur svo komið í bakið á okkur í auknum kostnaði síðar þegar þessi börn sem hafa alið sig sjálf upp með tölvuleikjum og sjónvarpi stóran part dagsins verða eldri og hafa tamið sér hegðun sem skaðar þau og aðra. Það er af einhverju sem að þunglyndi, ofbeldi, allskyns fíkn og almenn siðblinda er að aukast í þjóðfélaginu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.12.2006 kl. 09:14

2 Smámynd: Ólafur Örn Nielsen

Og heldurðu að þú þurfir ekki að borga fyrir þessa þjónustu með öðrum hætti, þ.e. sköttum? Reiknaðu nú hversu mikið þú myndir greiða fyrir þessa þjónustu frá upphafi til æviloka með sköttum í stað þess að greiða aðeins fyrir hana meðan þú nýtir hana.

Ólafur Örn Nielsen, 8.12.2006 kl. 15:16

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég er sjálfur greiðslumaður fyrir þessu. EN ef við skoðum leiksskólagjöld vs. fristundaheimili/dægradvöl þá greiddi ég 21.000 fyrir 8 tíma þjónustu í leikskóla sem er valfrjálst. Í grunnskólanum er ég hinsvegar að greiða um 17.000 fyrir mat og 3 tíma gæslu. Er einhver réttlæting í því að það þurfi að vera svona hlutfallslega dýrara.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.12.2006 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband