Leita í fréttum mbl.is

Er ekki frekar verið að nýta kúnna betur?

Nú í dag er kerfið þannig að það eru nokkur hundruð eða þúsund sem eru að njóta arðsins sem er af útgerð hér á landi. Aðrir sem starfa við þessa atvinnugreinar eru leiguliðar sem hafa lítinn sem engan arð af veiðum og svo fiskverkafólk sem er búið er að borga lúsarlaun í gegnum tíðina þannig að í dag er helmingur starfsmanna í fiskvinnslu erlent vinnuafl og hefur verið lengi.

Kvótaeigendur njóta þess að leigja kvótann öðrum á okur verði hafa ráðstafað arðinum m.a. í allskyns fjárhættu verkefni eins og að taka stöðu gegn krónunni, byggingarbólunni og svo í bankavitleysuna. Þannig hefur aurinum verið ráðstafað í verkefni þar sem peningurinn gufaði upp.

Nú er kjörið tækifæri til að fá nýja að þessum atvinnuvegi. Sem og þá sem hafa verið í veiðum og vinnslu af alvöru. Í stað þess að vera að kaupa kvóta dýrum dómum geta þeir leigt sér hann sem og að þeir litlu geta stundað sínar krókaveiðar án þess að þurfa að fjárfesta fyrir tugi miljóna eða meir til að gera út trillu.


mbl.is Ekki hyggindi að slátra mjólkurkúnni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og hvað ertu til í að borga mikið fyrir það á þessum tímum? þegar t.d. allt verður brálað þegar á að skera niður um 6 milljarða í heilbirgðiskerfinu, þú ert sennilega mikill samfylkingarkall og finnst þetta bara stórsniðugt, ég veit hreinlega ekki hvort þetta er bara hrikalegt hugsunarleysi eða skortur á greind?

Gunnar Þór Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 19:54

2 identicon

Innköllun veiðiheimildana er löngu tímabær og það er því miður alltof langur tími, sem ætlaður er til þess. - Vara fólk við að fara í ströggl út af því hvar aflanum er landað. Það er algjört aukaatriði. Aðalatriðið er að arðurinn af veiðunum fari til þjóðarinnar. Hvort einhverjir pólverjar og filippseyingar hafi atvinnu á einhverju krummaskuði, sem enginn veit hvar er, er algjört aukaatriði. Þjóðin er ekki búsett á krummaskuðum, hún er hér. Svo þarf að skoða vandlega hvort ekki á að afnema heimild til togveiða, hverju nafni sem nefnast, innan við 200 mílurnar ÁÐUR en við göngum í ESB

Rekadrumbur (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 20:21

3 identicon

Gunnar 99% þjóðarinnar á ekki skilið að sitja uppi með ónýtann og blóðmjólkaðann sjávarútveg sem flokksgæðingar innan XD og XB henda sín á milli eins og póker chips. Held það séu bara engin önnur ráð í boði til að losna við þetta skítakerfi en annaðhvort þetta eða aðild að ESB með uppgjöf á fiskveiðistjórn en ég get ekki trúað að nokkur Íslendingur vilji kjósa það yfir sig og því lýst mér ágætlega á þessar tillögur..

Sigurður Hjálmarsson (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 20:29

4 identicon

já það er sennilega mesta forgangs málið nuna að innkalla allar aflaheimildir sem kostar sennilega milli 500 og 600 milljarða, á meðan er alls ALLS ekki hægt að ráðast í að lækka skuldir heimilana því það kostar allt of mikið? .....mér hefur hingað til gengið ágætlega með stærðfræði og þetta passar ekki í mínum huga

Gunnar Þór Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 20:33

5 identicon

Rekadrumbur hverskonar tegund af stórsteikarheila ertu? Nr. 1. Býr þjóðin hér? Hvar í fjandanum er hér?? Veit ekki betur en helmingur þjóðarinnar búi ennþá á þessum Krummaskuðum eins og þú kallar þau. Þessir kvótakóngar hafa ekki enn náð að drepa þessi krummaskuð þótt oft þeir langt hafi farið með það sem ég þekki vel sjálfur úr minni heimabyggð! Nr. 2 Afnema togveiðar innar 200 mílna?? Hvernig á þá að ná í allann rækjuaflann sem er innan lögsögunnar? Á línu? Mér finndist allt í lagi að henda trollurunum út fyrir kannski 4-5 mílur en ekki útúr Íslenskri lögsögu. Er ekki í lagi? Og Nr.3 Það er ekki verið að fara að GANGA í ESB það er verið að fara í viðræður. Og ef þær skila ekki árangri sem er ásættanlegur fyrir þjóðina ekki bara Samfylkingarfólk verður honum sparkað útí hafsauga.

Sigurður Hjálmarsson (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 21:25

6 identicon

Copypaste Gunnar hvenær á ríkið þá að endurheimta kvótann? Þegar þetta verður komið í 2000 milljarða? Þessir kvótagreifar fengu nægann tíma til að sanna að þetta kerfi væri hagkvæmt. Game over fyrir löngu síðan 

Sigurður Hjálmarsson (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 21:49

7 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Kennimeistarar kvótakerfisins halda því fram að ef sjávarútvegurinn borgar ekki rentu af sinni úthlutun þá sé hætta á sóun í því kerfi sem nú er við lýði. Það er t.t.l. einfalt að sýna fram á það stærðfræðilega en á móti þá eiga breyturnar í þeirri jöfnu erfitt með að taka á óvæntum atburðum og reyndar einnig þekktum sveiflum.

Einhverntíma var talað um þjóðnýtingu á þessu og hinu, sé nú í anda Hugo nokkurn í Venuzuela í nútíðinni.

Ef þetta er ekki þjóðnýting þá veit ég ekki hvað.

Að því sem greinarhöfundur hefur til málanna að leggja vil ég koma með nokkra punkta:

1. Þjóðin nýtur arðsins af veiðunum, það gleymdist í bankaruglinu að peningar vaxa ekki á trjánum.

2. Leiguliðar eru í öllum atvinnugreinum undir nafninu verktakar.

3. Það er yfir helmingur af þeim sem vinna í fiskvinnslu erlendir ríkisborgarar og það hefur ekki gengið neitt að minka þá tölu þrátt fyrir tæknivæðingu og fækkun starfa síðustu ára

4. Lúsarlaunin sem þú talar um eru rúm 200 þús. fyrir dagvinnu. Á vertíðum líkt og í síld og loðnu eru launin 400 - 500 þús á mánuði, 12 klst. vakt með lögbundnum frídegi.

5. Sjávarútvegsfyrirtækjunum var uppálagt að taka erlend lán ásamt því að kaupa krónur, semsagt bankarnir rændu þau eins og hina.

6. Ef þú ert á móti leigu á kvóta þá skil ég ekki af hverju betra er að leigja hann af ríkinu. Held að skrattinn hafi hitt ömmu sína þar.

Skynsamlegast væri að hækka veiðiskyldu á úthlutuðum aflaheimildum í 90 og jafnvel 100%. Það myndi flýta fyrir úthreinsun í greininni, leigusmellirnir þyrftu að selja kvótann sinn eða gera út. Reikna ekki með að mikill meirihluti þeirra fari í útgerð, þar sem þeir væru þar í dag ef þeir hefðu kunnáttu og getu til þess.

Þetta leiðir aftur á móti spurningu að því atriði að hverjir kæmu þá til með að kaupa og nýta þann kvóta sem leigusalarnir eru með undir höndum í dag?

Eitt að lokum; ef við göngum í ESB og kvótinn er fyrndur, hver fær þá að bjóða í? Spánn? Grikkland? Moldavía? Bretar?

Sindri Karl Sigurðsson, 10.5.2009 kl. 22:01

8 identicon

Mig langar að varpa fram  nokkrum spurningum

1) Ef fyrningarleiðin verður farinn hver á þá að borga skuldirnar ( Staðan verður þannig að þær koma til með að falla á einhvern)?

2) Ef kvótinn verður boðinn upp, hvernig ætla menn að tryggja að þetta verði ekki bara gamla tilfærðslan á stöfum, sem tíðkaðist í kvótakerfinu?

3) Af hverju innkallar ríkið ekki bara 5% af hlutafé fyrirtækjanna og leyfir því fólki sem þegar starfar í sjávarútvegi að hafa trygg störf??

Birkir (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 22:05

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda þér á Birkir að mjög margir af þeim sem eiga kvótan starfa ekki við þetta. Þeir eiga t.d. Toyota umboðið, húseignir um alla Reykjavík og fleira. Margir búa ekki á Íslandi nema hluta ársins. Þú veist væntanlega að þeir geta sótt um að fá kvóta gegn vægu gjaldi. Og eins veistu að þeir sem t.d. eru að gera út um allt land hafa orðið að leigja mjög mikið af þessu kvóta. Það er náttúrulega reiknað með að þessi fyrirtæki starfi áfram. EN í stað þess að þau geti í framtíðinni haldið áfram að okra á kvóta til annarra þá væntanlega verða þau að veiða sinn kvóta. Minnstu bátarninr sem eru á krókaveiðum fá að veiða án kvóta þannig að það snertir þá minna.

Eins á að nýta kerfið vonandi til að tryggja að afla sé landað um allt land. Þannig að einn kvótaeigandi geti ekki selt á einum degi lifibrauð allra sem búa í heilum bæ.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.5.2009 kl. 22:18

10 identicon

Sæll Magnús

Ekki eru margir eigendur af Toyota, en það sem þú verður líka að gera þér grein fyrir er það að það starfar fullt af fólki nú þegar við sjávarútveg og á að fara að bjóða þeirra störf upp, ég geri mér alveg grein fyrir því að þessi fiskur verður veiddur, en þú svaraðir því ekki hvernig menn ætla að koma í veg fyrir að störf flytjist stað úr stað.

Eitt af því sem hefur fækkað störfum stórlega í sjávarútvegi eru tækninýjungar, bæði til sjós og lands

Auðvita á að uppræta þá sem að veiða ekki þær heimildir sem að þeim er úthlutað, annað er skömm, en þessir menn eru ekki meirihlutinn í kerfinu, þeir eru bara mest áberandi, það er svo og óþarfi að leggja vinnu þeirra sem starfa í sjávarútvegi í dag í hættu, þe starfatilfærslu

Svo er vert að taka fram að sveitarfélög á borð við Akureyri, Húsavík, Hólmavík, Skagaströnd og Raufarhöfn voru mjög stórir kvótaeigendur, en sáu sæng sína útbreydda og seldu kvótann burt, td eru sundlaugar minnisvarðar á Hólmavík og Akureyri um áður nefnda kvótaeign, Húsvíkingar störtuðu nokkru sinnum parketverksmiðju fyrir sinn ágóða og svo mætti lengi telja

 Birkir

Birkir (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 22:33

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þú verður að gera þér grein fyrir því Birkir að nú í dag stefnir kvótinn í það að verða í einkaeign þessara kvótaeigenda. Hann erfist og honum er skipt milli hjóna við skilnað. Þ.e. óveiddum fisk í sjónum. Hann er veðsettur og eftir ákveðinn tíma gilda orðið einkeignarlög um hann. Viljum við það að ákveðnar ættir eigi hann til langframa.

Fleiri dæmi fyrir þig um í hvað arðurinn fer. Mogginn og núverandi eigendur, kauphöllinn er byggð af kvótaeigendum, verslunar og iðnaðarhúsnæði og fleira og fleira og fyrir kvótan fáum við sem þykjumst eiga þetta ekkert. Þeir fela peninga og eignir í Luxemborg, á Ermasundseyjum og í í allskonar eingarhaldsfélögum. Þeir eru búnia að skuldsetja fiskinn í sjónum upp á mörg hundruð milljarða. Heldur þú að hann hafi farið í að borga fólki sem vinnu í þessu laun? Eða kaupa skip? Ekki nema að litluleiti.

Mér skildist fyrir nokkrum árum að ef ég vildi eignast bát og gera út allt árið. Þá gat ég fengið bát á 3 til 4 milljónir. En til að geta veitt megnið á árinu þurfti ég að kaupa af þessum mönnum kvóta upp á 40 til 60 milljónir. Eða leigja hann á 200 þúsund tonnið eða meira. Heldur þú að þetta sé einhver hemja?

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.5.2009 kl. 22:59

12 identicon

Sæll

En þú svarar ekki spurningu minni, hvernig ætlar þú að verja þau störf enn eru þegar í gangi og hvernig á að stöðva starfaflökt, þú snýrð bara út úr, ég býst svo sem ekki við því að þú hafir það svar, frekar en þeir sem  vilja fara þessa stefnu

Birkir

Birkir (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 00:00

13 Smámynd: Polonus

þetta er nú meira ruglið hérna hjá ykkur, mér fynst þetta vera orðið allveg fáranlegt, no

1. Þeir sem eru hvað mest að væla undann þessum kvótaköllunum og vilja fá kvótann til ríkisins eru einhverjir sem hafa kannski aldrei verið á sjó né unnið í viskvinslu, og vil ég segja við ykkur! hvaða rétt haldið þið að þið hafið gagnvart þessari auðlind, akkurat ekki neinn, frekar en ég á rétt á einhverri jörð sem er í einhverjum dal þar sem mjólkurkvóti er á.  afhverju eru jarðirnar ekki teknar af bændonum? hvaða rétt hefur bóndi sem á einhverja jörð á því að arðleiða son sinn af jörðinni eftir hans dag og þau hlunnindi sem þessi jörð hefur upp á að bjóða?, bíddu er ísland ekki eign þjóðarinnar?

no 2 hvað halda menn að gerist við að fara þessu fáranlegu fyrningarleið, jú skuldir ríkinsinn hækka um 500 - 900 miljarða,

no 3. vitið þið virkilega ekki út af hverju þetta frjálsa framsal var sett á á sínum tíma,en það var gert til hagræðingar í greininni,, það voru einfaldleg orðið allt af mikð af skipum og þeim þurti að fækka, 2 leiðir voru í stöðunni, að ríkið myndi borga þeim sem áttu skipinn og bátana, eða eins og var gert að láta útgeriðinnar sem voru stöndugar og öflugar kaupa hina út. við þetta náðis að byggja upp einingar sem við sjáum nú í dag sem eru rekstalega hagkvæmar. en þetta hefur að sjálfsögu aukið skuld sjávarútvegsinn allveg allt of mikið.  þetta var meðal annars það sem heilög Jóhanna sigurðardótti og Steingrímur J komu á. og málið er bara að stoppa þetta frjálsa framsal. Og veiðir þú ekki kvótann þinn þá er hann bara tekinn af þér og færður öðrum. (veiðiskylda)

no 4. hvernig ætla menn að fara af því að gera meiri verðmæti úr þessum kvóta en gert er í dag, halda menn að þessar útgerið sem eru nú í dag með þessi stóru og öflug skip og fiskvinslur í landi haldi áfram eftir að það er búið að taka af þeim kvótann, og þeir þurfa að fara að leigja hann af ríkinu eftir að þeir eru búnir að koma sér í svakalegar skuldir við að kaupa hann, þessi tæki hvort sem er í landi eða á sjó verða öll sömun seld úr landi upp í skuldir, þannig eftir standa tóm húsin,  og ég get allveg sagt ykkur það bara núna strax að þú gerir ekki út stórt frystihus í landi eða fyrskverkunn með einni trillu það er bara þannig. Þessi fyskur sem kemur til með að koma í land verður allur fluttur út úr landinnu ferskur óunninn (gámafiskur) þannig að veltann á sjávarútvegnum kemur til með að snarmínka og við fáum minni galdeyrir inn í landið.

no 5. Sjóslys eiga  eftir að stóraukast, það segir sig nú bara allveg sjált, Það þarf töluvert margar trillur fyrir einn stórann togara, Þannig við förum þar allir sjómenn ca 100 ár aftur í tímann. Þú sækir ekki á hvaða mið sem er á litlum bátum í vondum veðrum, en fyrirliggjandi verður nátturulega krafa hjá kaupandanum að fá fiskinn honum er ánskotan sama hvernig veðrið er á íslandi, þannig menn fara að taka áhættur.

no 6. ÞAð er verið að gera fleiri hundruð sjómenn atvinnulausa núna með þessum aðgerðum, og fleiri hundruð mans sem vinna svo í fiskvinslum í landi. 

Mér fynst það allveg ótrúlegt að fólk sjái virkilega ekki hverskonar vitleisa þetta er. loksins þegar aðrar þjóðir eru einmitt að tala um það hvað við séum að gera það gott í sjávarútvegi þá ætla þessir vinstri stjórn að taka kerfið og brytja það niður. ÉG vill taka það fram að ég er ekki kvótaeigandi, En ég hef verið sjómaður núna í 16 ár á togurum og ég segi bara fyrir mína parta ekki langar mig að fara út í það að reka einhverja trillu, 

Polonus, 11.5.2009 kl. 01:04

14 Smámynd: Björn Benedikt Guðnason

Polonus þú segir: "vitið þið virkilega ekki út af hverju þetta frjálsa framsal var sett á á sínum tíma,en það var gert til hagræðingar í greininni"

Hagræðingar fyrir hverja? þjóðina? fiskvinnslufólk? lítil sveitarfélög á landsbyggðinni?

Björn Benedikt Guðnason, 11.5.2009 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband