Leita í fréttum mbl.is

Það á ekki að hætta að veiða fisk!

Menn láta eins og hætta eigi að veiða fisk. Bulla um eignartilfærslur til Höfðaborgarsvæðisins. Þessir menn ættu að láta kanna hvað margir kvótaeigendur búa hér á á höfuðborgarsvæðinu nú þegar eða erlendis. Eins þá verða ekki opnaðar með góðu móti hér fiskihafnir í viðbót né fiskvinnslur þannig að maður gerir nú ráð fyrir að það verði aðallega þeir sem nú þegar eru í fiskvinnslu og útgerð sem mundu leigja eða fá endurúthlutað aftur. Menn vita ekki hvaða reglur verða og því ættu þeir kannski að ræða við stjórnvöld áður en þeir fara að lýsa öllum þeim hörmungum sem þeir verða fyrir. Það er aðeins búið að ákveða að hefja innköllun kvóta í september 2010. En ekkert hvernig það verður gert né hvernig veiðiheimildum verður úthlutað aftur. Og búið að lýsa yfir að það verður samráð við viðkomandi aðila.
mbl.is Gagnrýna fyrningarleiðina harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Pálsson

Til hvers þá að vera gera sjávarútvegsfyrirtækjunum erfitt fyrir, ef gera á ráð fyrir að þau fái að leigja eða endurúthlutað aftur? það sem þau hafa nú þegar skuldbundið sig fyrir og eru að borga af, þarf þá endilega að bæta ofan á þær greiðslur að láta þau leigja það líka til að koma þeim örugglega í þrot?

Afhverju að vera íþyngja fyrir þeim reksturinn, sem hefur aldeilis ekki alltaf verið dans á rósum?

Haraldur Pálsson, 11.5.2009 kl. 23:14

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Af því að það er að myndast eignarréttur hjá þeim á þessari auðlind. Auk þess sem að stórhluti kvótans er hjá einstaklingum sem veiða lítið sem ekki neitt og græða milljarða á að leigja frá sér kvótan. Kerfið var aldrei hugsað til þess. Bendi t.d. á að menn eru búnir að veðsetja þennan kvóta til að nota í fjárfestingar sem snerta ekkert veiðar. Þessu verður að breyta.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.5.2009 kl. 23:51

3 Smámynd: Haraldur Pálsson

Já því er ég alveg sammála,

við getum komið í veg fyrir það með því að auka veiðiskilduna í 70-90%. Þannig geta fyrirtækin ekki leigt svona mikið frá sér og ef þau veiða ekki nóg af sínu á 2-4 ára tímabili þá er því endurúthlutað.

Slíkt er gert nú en það er bara miðað við 50% veiðiskildu.

ég er alveg sammála þér með þetta. Það á ekki að vera hægt að sitja á þessu sem fjárfestingu eða gulleggjum.

kerfið á að vera til að auka verðmætasköpun en ekki til að vera leika sér með.

Haraldur Pálsson, 12.5.2009 kl. 00:12

4 identicon

En hvað með þá sem hafa keypt kvótalausa báta.

Magnús (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband