Leita í fréttum mbl.is

Finnst þetta líklegra en að Rússneska stjórnin eigi hlut. að málinu.

Ég held að Blair og Bush væri hollast að leysa þetta mál hið fyrsta. Því að þarna eru hriðjuverkamenn að fá hugmyndir að alvarlegum leiðum til að skaða.

Stöð 2, 08. des. 2006 20:00


Ætlaði að kúga auðjöfra

KGB maðurinn Alexander Litvinenko, sem myrtur var í síðasta mánuði, ætlaði að ljóstra upp um spillingarmál tengd valdamiklum auðjöfri sem mun tengjast ráðamönnum í Moskvu. Þetta fullyrti rússneskur doktorsnemi á blaðamannafundi í Lundúnum í dag.

Julia Svetlichnaja sagði frá fundum sínum með Litvinenko í blaðagrein í breska blaðinu Osberver á sunnudaginn. Á blaðamannafundi í Lundúnum í dag greindi hún nánar frá því sem þeim fór á milli. Hún tók viðtöl við hann sem til eru á bandi. Þar ræddi Litvinenko um fortíð sína sem liðsmaður KGB og síðar rússnesku öryggislögreglunnar.

Svetlichnaja átti einnig samtöl við Litvinenko sem voru ekki hljóðrituð að ósk hans. Þar mun hann hafa sagt frá áætlunum sínum um að kúga fé út úr rússneskum auðjöfrum. Hann hafði nefnt menn og fyrirtæki á nafn en hún gæti ekki upplýst um það af ótta við málssóknir. Hún gæti þó sagt að einn þeirra væri vel þekktur auðjöfur, með góð tengsl við ráðamenn í Kreml sem Litvinenko sagði gerspilltann. Litvinenko hafi ætlað að birta honum þau gögn sem hann hefði undir höndum og krefja hann um peninga.

Lögreglumenn frá Scotland Yard fengu ekki að yfirheyra Andrei Lugovoy, athafnamann og fyrrverandi njósnara, sem Litvinenko átti fund með daginn sem hann veiktist. Þess hefur verið beðið síðan á þriðjudaginn. Interfax fréttastofan greindi frá því í dag að Lugovoy, sem nú liggur á sjúrkahúsi í Moskvu, hefði orðið fyrir geislun. Dmitry Kovtun, athafnamaður, átti einnig fund með Lugovoy og Litvinenko sama dag. Kovtun liggur nú þungt haldinn á sama sjúkrahúsi og Lugovoy vegna eitrunar. Myndver sjónvarpsstöðvar í Moskvu, þar sem Lugovoy og Kovtun voru í viðtali tveimur dögum eftir dauða Litvinenkos, var rannskaða hátt og lágt í dag.

Af þessu öllu má ráða að málið verður allt hið reyfarakenndara með hverjum degi sem líður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband