Leita í fréttum mbl.is

Þarf ekki að koma flýtimeðferð á þegar menn áfrýja svona málum

Það er náttúrulega sjálfssagt að menn sem eru óánægðir með dóm sinn geti áfrýjað dóminum. En þarf ekki að koma á einhverju ferli hér sem gengur út á að Hæstiréttur veiti slíkum málum forgang þannig að viðkomandi sé gert að sitja inni á meðan. Þannig gæti t.d. verið að mál fengi meðferð innan viku frá því að áfrýjum á sér stað. Og þetta verði látið gilda um alla ofbeldisglæpi. Eins að í öllum dómum í slíkum málum sé auk refsitíma skilda á sakborningi og ríki að viðkomandi þyggi sál-og/eða geðrænni meðferð. Það getur ekki með nokkru móti verið í lagi með menn sem beita aðra grófu ofbeldi. Og þessir menn koma yfirleitt út úr fangelsi innan nokkra mánaða/ára. Og þá væri gott að vita að eitthvað hefði verið unnið í að draga úr líkum á að þeir fremji þetta aftur.

Fórnarlamb raðnauðgara undrast íslenskt réttarfar

Það virðist vera regla að menn sem fremja kynferðisbrot, jafnvel mjög alvarleg, gangi lausir milli dómþinga segir hæstaréttarlögmaður. Karlmaður sem dæmdur var í 5 ára fangelsi í október fyrir ítrekaðar nauðganir og hrottafengnar líkamsárásir er grunaður um að hafa nauðgað konu um síðustu helgi. Hann áfrýjaði dómi héraðsdóms frá því í október og var því frjáls ferða sinna. Kona sem var fórnarlamb mannsins segist blöskra íslenskt réttarfar.

Hæstiréttur staðfesti í dag þriggja vikna gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum en hann er að þessu sinni kærður fyrir nauðgun, misþyrmingar, hótanir og frelsissviptingu. Maðurinn er sakaður um að hafa beitt sambýliskonu sína alvarlegu ofbeldi.

Sami maður var í október dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir ítrekaðar nauðganir og hrottalegar líkamsárásir gegn fyrrverandi unnustu sinni og annarri konu sem var sambýliskona hans á tímabili. Hann áfrýjaði dómi héraðsdóms til Hæstaréttar og var því frjáls ferða sinna. Önnur kvennanna sem hann var dæmdur fyrir að misþyrma sendi fréttastofu Sjónvarps bréf í dag. Þar gagnrýnir hún harðlega að maðurinn hafi látinn laus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf einfaldlega að uppfæra Íslensk réttarkerfi svo hægt sé að taka svona menn úr umferð. 5 ára fangelsi fyrir Ítrekaðar nauðganir og hrottalegar líkamsárásir, í mínum augum er þar verið að gera lítið úr fórnalömbunum og nefna má að þetta þykir þung refsins í íslensku réttarkerfi. Það þarf einhver af þessum kosnu embætismönnum okkar að toga hausinn útúr rassgatinu á sér og í staðinn fyrir að tala um ræðu Ingibjargar Sólrúnar , gera eitthvað þessum málum.

Herra muggur (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 22:03

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En mér finnst líka að það þurfi að huga að því að reyna á þeim tíma sem mennirnir eru í haldi að líkurnar á því að þeir geri þetta aftur verði minni.  Eins þá styð ég að menn sem staðnir séu að svona ofbeldi séu nafngreindir þannig að konur geti átt möguleika á að forðast samband við þá í framtíðinni.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.12.2006 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband