Leita í fréttum mbl.is

Hvað eru menn eiginlega að pæla?

Það væri kannski rétt að einhver einhver benti Kristni á það að með þessari tillögu er verði að fela Alþingi ábyrgð á því að taka við þessari tillögu, fjalla um hana, setja inn í hana þau skilyrði sem Alþingi telur þurfa til að fara af stað í viðræður. Og skv. því sem ég hef lesið og heyrt eru þar inni skilyrði og samningmarkið í greinargerð.

Greinargerð

Tillaga um aðildarumsókn til ESB er lögð fram til þess að íslenska þjóðin fái tækifæri til að hafna eða samþykkja samning um aðild að Evrópusambandinu þegar hann liggur fyrir.

Umsókn að ESB jafngildir þannig ekki aðild enda er það íslensku þjóðarinnar að komast að endanlegri niður-stöðu hvað hana varðar. Samhliða verði lagt fram frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur um mikilvæg mál sem ríkisstjórn eða Alþingi ákveði að leggja fyrir þjóðina. Tillaga um umsókn og frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur verða lögð fram samhliða á vorþingi.

Víðtækt samráð verður haft við hagsmunaaðila um samningsmarkmið fyrir viðræðurnar á ýmsum sviðum, s.s. sjávarútvegs, landbúnaðar- og byggðamála, á sviði almannaþjónustu, umhverfis- og jafnréttismála og gjald-miðilsmála og leitast við að ná sem breiðastri samstöðu um umræðugrundvöll viðræðnanna. Skoðað verður hvort unnt sé að ná fram samstarfi í gjaldmiðilsmálum samhliða viðræðum um hugsanlega aðild til að styðja við gengi krónunnar. Áhersla er lögð á opið og gagnsætt ferli og reglubundna upplýsingagjöf til almennings og hagsmunaaðila.

Fagleg viðræðunefnd við ESB verður skipuð af ríkisstjórn Íslands. Henni til fulltingis verður breiður samráðs-hópur fulltrúa hagsmunaaðila sem nefndin leitar ráðgjafar hjá, og upplýsir jafnóðum um framvindu viðræðna.   Ísland sem Evrópuþjóð vill leggja sitt af mörkum við uppbyggingu lýðræðislegrar Evrópu sem grundvallast á félagslegu réttlæti, jafnrétti og virðingu fyrir manngildi og umhverfi. Hlutverk Evrópu er að vera hornsteinn mann-réttinda í heiminum og ýta undir stöðuleika, sjálfbær þróun, réttlæti og velmegun um allan heim.

Stjórnvöld áskilja sér rétt til að mæla með eða leggjast gegn samningnum þegar hann liggur fyrir enda eru settir margvíslegir fyrirvarar við hugsanlegan stuðning við málið.

Meðal grundvallarhagsmuna Íslands eru:

  • Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir vatns- og orkuauðlindum og ráðstöfun þeirra
  • Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni, sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar og hlutdeild í deilistofnum og eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi í alþjóðasamningum og hægt er.
  • Að tryggja öflugan íslenskan landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og matvælaöryggis 
  • Að tryggja lýðræðislegan rétt til að stýra almannaþjónustu á félagslegum forsendum
  • Að standa vörð um réttindi launafólks og vinnurétt.

Alþingi meti hvort setja skuli sérstaka Evrópunefnd Alþingis með fulltrúum allra stjórnmálaflokka er fari með samskipti við viðræðunefnd vegna ESB, en viðhorf stjórnarflokkanna er að það sé heppilegt.

Sé nú ekki betur en að þetta séru markmið

 


mbl.is Segir þingsályktunartillögu fádæma rugl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt hjá Kristni, lúpurnar sem eru búin að gefast upp og sjá ekki gullin okkar sem við eigum og mun gera okkur fremst meðal þjóða í seilingarfjarlægð, meiga ekki í aumingjaskap gefa frá okkur okkar stolt og fullveldi.

ég lýsi frat á samfylkinguna fyrir aumingjaskap.

Óskar (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 10:31

2 identicon

Hvaða fullveldi? Við misstum fullveldið daginn sem Sjálfstæðisflokkurinn kom með AGS hingað! Og kanski var það bara gott. Við höfum ekki beint sýnt það að við séum fær að fara með fullveldi, það tók okkur bara 64 ár að sigla í strand og betla um hjálp! Það er þó allavega betra að hafa stórt skrímsli til að passa okkur en að hafa stórt skrímsli til að éta okkur eins og AGS er þekkt fyrir.

Siggi (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband