Leita í fréttum mbl.is

Hvernig væri að stjórnvöld segðu okkur sannleikann, allan sannleikann og ekkert nema sannleikann?

Ég er að verða virkilega þreyttur á því að heyra sífellt nýjar útgáfur af sannleikanaum nú síðustu mánuði. Mér finnst að ef við almenningur eigum að taka þátt í að koma okkur út úr kreppunni þá verði að koma fram við okkur eins og vitiborið fólk! Hvernig geta menn komið fram hver með sína útgáfu af sannleikanum. Ég krefst þess að vita eftirfarandi:

Var að lesa skrif Jón Baldvins Hannibalssonar þar sem hann spyr í kjölfar greinar Ólafs Arnarssonar:

"Er það satt :
• að megnið af þeim skuldabréfum, sem á sínum tíma voru gefin út af gömlu bönkunum og seld erlendum bönkum hafi “runnið inn í lánavafninga”, sem síðan voru seldir áfram á alþjóðlegum fjármálamörkuðum?
• að hinir erlendu bankar (að sögn mestan part þýskir), sem lánuðu gömlu bönkunum með áðurnefndum skuldabréfakaupum, séu því skaðlausir og eigi lítið eftir af þessum skuldakröfum í sinni eigu?
• að hinir erlendu bankar hafi selt fyrrnefnda “lánavafninga” til fjárfestingasjóða af ýmsu tagi?
• að umræddir sjóðir, sem áttu íslensk bankaskuldabréf, hafi afskrifað þau nú þegar?
• að “spákaupmenn” hafi í stórum stíl keypt þessi íslensku bankaskuldabréf fyrir slikk á eins konar brunaútsölu?
• að núverandi eigendur þessara bréfa og þar með kröfuhafar á gömlu bankana séu því spákaupmenn, “sem keyptu bréfin á kannski tvær krónur fyrir hverjar hundrað”?

Fyrrgreindar spurningar varða fullyrðingar, sem settar eru fram í grein Ólafs. Því til viðbótar leyfi ég mér að bæta við tveimur spurningum:

• Eru þessar fullyrðingar um löngu áorðnar afskriftir skulda gömlu bankanna af hálfu upphaflegra lánveitenda þeirra sannleikanum samkvæmar?
• Reynist þessar fullyrðingar réttar, hvaða ályktanir má draga af því um áorðnar afskriftir á erlendum skuldum íslenskra heimila og fyrirtækja, sem áformað er að færist yfir til nýju bankanna?

Í beinu framhaldi af þessum spurningum vek ég athygli þína á eftirfarandi fullyrðingu greinarhöfundar og bið þig að svara henni opinberlega, af því að svarið hlýtur að varða allan almenning í landinu. Ólafur segir í grein sinni eftirfarandi:

“ Það skýtur því skökku við, þegar viðskiptaráðherra Íslands gengur fram fyrir skjöldu og gerir að sínu hjartans máli, að ekki megi afskrifa eina einustu krónu af skuldum Íslendinga – þ.e. okkar sem sitjum uppi með lánin, sem hafa a.m.k. tvöfaldast á meðan eignirnar hafa fallið í verði um helming. Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, krefst þess að við borgum í topp lánin til spákaupmannanna, sem keyptu þau á brotabroti af nafnvirði – ekki til þeirra sem lánuðu okkur peningana, því þeir eru þegar búnir að tapa sínum peningum (leturbreyting mín). Spákaupmennirnir eru þeir hinir sömu og léku sér með krónuna og veðjuðu á fall Íslands. Þeir græddu á falli Íslands og nú vill Gylfi að skuldsettur almenningur á Íslandi tryggi þessum sömu “Íslandsvinum” glæpsamlegan hagnað með því að fjármagna á nýju bankana á herðum þeirra, sem mest hafa tapað á hruninu – nefnilega á herðum íslenskra fjölskyldna”.

Ég tel miklu varða, að almenningur í landinu fái skýr svör frá þér, sem yfirmanni bankamála, við fyrrgreindum fyrirspurnum mínum í tilefni af fullyrðingum greinarhöfundar. Umræðan varðar svo brýna hagsmuni svo margra, að ólíðandi er annað en að hún byggi á staðreyndum."

Ég vill auk þess fá fulla skýringu á því hvernig að lánamálum bankana verður háttað. Hvað ræður því hvaða lán eru afskrifuð. Og af hverju afskriftir Íbúðalána eru talin kosta okkur hundruð milljarða skv. seðlabanka en aðrir segja að kröfuhafar bankana beri þær

Ég vill líka fá að vita hvað er satt vegna AGS: Er það virkilega svo að AGS hafi meira og minna tekið hér við alræðisvaldi varðandi efnahagsmál og ákvarðanir hér á landi. Og hvort að það sé satt að AGS séu þeir sem koma í veg fyrir almennar afskriftir lána.

Ef að grein Ólafs er rétt eru þessi lán sem bankarnir tóku erlendis búin að ganga kaupum og sölu upp á nokkur prósent af verðgildi. Ef það er rétt hefur okkur langt í frá verið sagt rétt frá.

En umfram allt þá er óþolandi að heyra rök eins og: Nei við getum ekki afskrifað/lækkað lán heimilanna nema að það kosti ríkið gríðarlega. En það er engin skýring. Við viljum sjá af hverju þetta kostar og af hverju að rök t.d. framsóknar eiga ekki við.

Ég spyr líka af hverju eru fjölmiðlar ekki búnir að kanna þetta betur sjálfir. Af hverju er þessari spurningu en ósvarað 4 mánuðum eftir að þetta mál koma fram með lækkun lána? Er enginn sem getur rökstutt almennilega hvort þetta sé ekki hægt og af hverju að sumir geta rökstutt að kröfuhafar beri tapið en aðrir segja að það lendi á okkur?

En ég ítreka að það er makalaust að ríkið hafi ekki komið sér upp sjónvarpsþætti þar sem allt að einu sinni á dag væri fjallað um ástandið, aðgerðir og stöðu okkar. Sem og leiðir út úr því. Það næst engin þjóðarsátt ef að þjóðin er viss um að aðrar leiðir séu færar en ríkisstjórn velur.

Ég hef t.d. varið þetta að ekki sé hægt að vera með almennar lækkanir á línunna en ef það er rétt að eigendur þessara skulda séu þegar búnir að selja þær til vogunarsjóða fyrir smá pening þá horfir málið bara allt öðruvísi við.

 


mbl.is Vaxtastefnunni hafi verið lýst í viljayfirlýsingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband