Leita í fréttum mbl.is

Þetta heitir: að segja eitt í dag- annað á þingi

Ekki það að ég sé að lasta þessar hugmyndir. En mér finnst það erfitt þegar að samgönguráðherra virðist skipta um skoðun svona um það bil dagleg:

Fréttablaðið, 09. des. 2006 06:45


Vill þrjár akreinar sem fyrst

Samgönguráðherra mun leggja til að hafinn verði undirbúningur sem allra fyrst að framkvæmdum við hættulegustu kaflana á leiðinni frá Reykjavík að Selfossi, og þeim breytt í svokallaðan 2+1 veg. Þrjár akreinar verða áfangi í átt að tvöldun, að því er Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir.

Hann telur að uppbygging á Suðurlandi og Vesturlandi verði til þess að umferð muni aukast mikið á næstu árum og því sé markmiðið að hafa tvöfalda vegi næst höfuðborgarsvæðinu, jafnvel upp í Borgarnes og austur að Þjórsá. „Ég tel að þegar í stað eigi að hefja undirbúning að tvöföldun Suðurlands- og Vesturlandsvegar og hef ég lýst þessu sjónarmiði mínu fyrir vegamálastjóra." Sturla bendir þó á að nokkur misseri muni líða þar til hægt verði að taka í notkun fyrsta áfanga tvöfalds vegar, hann krefjist til að mynda umhverfismats. „Þangað til af tvöföldun getur orðið þarf að gera allt sem hægt er til þess að auka öryggi á þessum vegum. Ég mun því leggja til að Vegagerðin ráðist í breikkun vegarins á erfiðustu köflunum á leiðinni og sett verði upp víravegrið á milli akstursstefna. Þetta verði gert án þess að það tefji á nokkurn hátt eða komi í veg fyrir áform um tvöföldun þessara vega," segir Sturla.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er 2+1 vegur með víravegriði á milli akstursstefna nánast alveg jafnöruggur og fjögurra akreina vegur. Kostnaðurinn við 2+1 er hins vegar að minnsta kosti helmingi lægri en við tvöföldun og jafnvel þrefalt ódýrari, eftir því hvaða útfærsla verður valin. Sturla bendir á að útfærslan sem farin verður á nýjum 2+1 köflum á Suðurlandsvegi verði önnur en sú sem tilraun var gerð með í Svínahrauni. Nýju vegkaflarnir verði töluvert breiðari

Hann lagði þetta líka til í ræðum (Sjá hér) síðast vor. EN nú um daginn var hann búinn að skipta um skoðun og kominn inn á 2+2 leiðina. Nú á að byrja á 2+1 og reynsla mín er sú að þá verði nú langt í að 2+2 verði að veruleika. Bráðabirgðalausnir hafa nú oft verið látnar duga hér á landi allt of lengi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband