Leita í fréttum mbl.is

Gróusögur tröllríða Íslandi

Þetta er kannski eitt af skýrustu merkjum um þær gróusögur sem menn og fjölmiðlar strá um sig með hér á landi um þessar mundir varðandi ástandið. Þessar sögur hafðar eftir einhverjum og síðan notfærar sér þessar sögur menn sem eru að tala fyrir ákveðnum leiðum sem þeir vilja að við förum til að komast út úr vandanum.

  • Menn hafa nú síðustu vikur gengið svo langt að segja að kröfuhafar erlendis séu að selja kröfur á Íslenska banka fyrir allt niður í 3% af upphaflegri upphæð krafnana.
  • Menn segja að að búið sé að afskrifa allt að 50 til 60 prósent af þeim útlánum sem færast á milli gömlu og nýju bankanna.
  • Menn segja að hér sé einstakt tæki færi á að láta erlenda kröfuhafa taka á sig niðurfellingu lána til fyrirtækja og einstaklinga, þannig að ekkert lendi á ríkinu.
  • Menn eru farinir að tala um að hér séu í gangi fjölda gjaldþrot heimila. Tala um að að þau nemi allt að 30 til 40% heimila. En samt eru vanskil ekki nema 800 milljónir við íbúðarlánasjóð miðað við fréttir í maí.

Síðan ræða menn lausnir sínar studdar þessum óstuddu upplýsingum sem þeir hafa heyrt, talið sig lesa út úr einhverjum skýrslum og þess háttar "staðreyndum".

Þetta eru oft á tíðum hagfræðingar sem annað hvort störfuðu áður í banka og fjárfestingar bólunni eða komu í fjölmiðla ár eftir ár og sögðu okkur að hér væri allt í sómanum. Nú eru jafnvel heilu flokkarnir búnir að taka upp t.d. stefnu Jóns Daníelssonar sem býr í Bretlandi. Hann hefur m.a. sagt frá upphafi kreppunnar:

  • Prentum meira af peningum og látum krónuna falla.
  • Tökum á okkur verðbólguna sem fylgir. Hún muni ekki vara mjög lengi.
  • Og nú ráðlagði hann Framsókn

Ég segi hvað segði fólk núna ef að við hefðum farið út verðbólgu hvetjandi aðgerðir og verðbólgan væri nú kannski 30 til 40% og lánin komin endanlega til andskotans.

Aðrir hafa komið fram og sagt við semjum ekkert við Breta eða ESB um IceSave. Þetta sögðu menn þegar hér var algjört frost í gjaldeyrismálum og allur okkar gjaldeyrir fastur í Bretlandi og við fengum ekki aðgang að.

Og menn eru að sífellt að tala um að niðurfelling lána um 20% eða leiðrétting kosti ekkert. Þeir tala um að þetta lendi á erlendum kröfuhöfum eins og það sé ekkert mál. Þessir menn vita að þetta hefur aldrei verð gert hér á Vesturlöndum og hljóta að gera sér grein fyrir því að aðrar þjóðir og ekki síst kröfuhafar mundu ekki sætta sig við svona meðferð. Bara út af því t.d. að þetta yriði fordæmi. Bæði fyrir þjóðir á vesturlöndum og en meira fyrir Þriðjaheims ríkin. Þannig að líkur yrðu á að við mundum lenda í stríði við risa banka og jafnvel heilu heimsálfurnar. Þetta gæti kostað okkur útskúfun úr samfélagi þjóðanna.

Þegar bent er á að kostaður af þessu lendi líka á Íslensku þjóðinni því hún þurfi að fjármagna mikið af þessum hugsanlegu niðurfellingu þá segja menn: "já ríkið ber líka ábyrgð á þessari stöðu það erum ekki við aumu skuldararnir sem komu þessu hruni af stað"  Það er eins og menn séu komnir með einhverja meinloku. Þeir hljóta að gera sér grein fyrir að allt það fé sem ríkið þarf að leggja til kemur frá okkur. Og nú þegar ríkið er stórskuldugt þá er eina leiðin til að skaffa fé aukalega að hækka skatta sem því nemur. Eða að skerfa niður t.d. allt heilbrigðiskerfið og einkavæða það. Þannig að fólk borgi tryggingar upp á mörg hundruð þúsund og eða þjónustugjöld fyrir þá þjónustu sem það fær frá heilbrigðiskerfinu.

Það er alltaf verið að tala um að hér sé allt gert fyrir fjármagnseigendur. Hverjir eru það? Það erum við líka. Það eru ellilífeyrisþegar sem eiga ævisparnað og í lífeyrissjóðum. Það eru fáir aðrir og flestir þeirra skulda líka.  Flestir þeir sem áður voru ríkir hér á landi eru í fréttum nú þegar ríkið og bankarnir eru að taka yfir eignir þeirra sem eru orðnar að engu.

Það er alltaf verið að tala um að það sé búið að semja um þetta og hitt varðandi skuldir bankana. En síðan er staðreyndin sú að það hefur ekki verið gengið frá neinu ennþá og ég vona að menn hafi vit á að fara sér hægt og vanda sig. Þegar gengið hefur verið frá málum þá sést staða okkar betur og hvað sé hugsanlega hægt að gera fyrir þá sem það þurfa. Þá eigum við orðið þessar erlendu kröfur og höfum frjálsari hendur.

Ég held að fólk ætti að gæta að því að það eru engar skyndilausnir til á þessu málum. Og að staða okkar er ekki sú að hægt sé að gera allt fyrir alla.


mbl.is Íslendingar ekki aðaleigendur jöklabréfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef ekki orku, vilja né getu til að taka þátt í þessum "Gróusögum" sem þú segir að tröllríði Íslandi  :-(  og það sama á reyndar við um þessa furðulegu grein þína :-{  en oft tekur "pólitísk dýrkun" vitið frá mönnum.  ;-) 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 15:54

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jam svona er það nú! Gylfi Magnússon segir að skuldir gömlubankana hafi ekki veirð teknar yfir í nýju enn. Og ekkert hafi veirð ákveðið endanlega um afskriftir af lánum. EN hér tala margir eins og það hafi nú þegar farið fram. Og hér tala allir um að fjármagnseigendum sér hlýft. Og ég spyr hverjir eru það? Og hér tala margir um að þetta sé mjög einfallt að láta erlenda kröfuhafa bera allan kostnað af afskrifturm. En hvað vita þeir um það? Hvað skeður ef erlendir kröfuhafar, ríki sætta sig ekki við það að þetta sé ger án samninga? Hvað gerum við ef þau beita sér af alefli gegn okkur? Hvað gerist ef við tökum hér ákvarðanir sem eru vanhugsaðar og eiga kannski eftir að há okkur og framförum hér næstu áratugi?

Er ekki staðreyndin sú að lausnir í svona flóknum málum eru ekki einfaldar? Og pólitík kemur þessu máli lítið við! Ég er jú kjósandi samfylkingarinar en ég mundi seta jafn mikla fyrirvara við þessu þó að Samfylkingin stæði fyrir þessu. Ég vill gjarna áður en skattarnir verða hækkaðir til að mæta þessum afskriftum lána vita hvað pakkinn kostar okkur? Hvaða afleiðiingar hann hefur til framtíðar? Og um þessa lausn sé fjallað af einhverjum öðrum en þessum 2 sem sömdu þessa leið fyrir framsókn.

Hef meiri trú á leið Talsmanns Neytenda.

„Lagt er til að Alþingi setji nú þegar lög sem kveði á um að allir samningar um lán til neytenda sem veitt höfðu verið fyrir 7. október 2008 - hvort sem er í íslenskum krónum eða erlendri mynt, einni eða fleiri (myntkörfu) - gegn veði í íbúðarhúsnæði, sem íslensk lög gilda um, verði teknir eignarnámi ef kröfuréttindin eru ekki þegar í eigu ríkisins. Um bætur fyrir eignarnámið fari eftir lögum nr. 11/1973 um framkvæmd eignarnáms með síðari breytingum eftir því sem við á. Þrátt fyrir 13. og 14. gr. þeirra laga skulu umráð krafna þó flytjast þegar yfir til ríkisins án tryggingar. Þrátt fyrir 14. gr. laganna skal heimilt að kveða upp úrskurð um að eignarnámsbætur skuli greiddar á lengri tíma í stað staðgreiðslu, svo sem með hliðrun eða breytingu á afborgunum, vöxtum eða öðrum skilmálum sem haldist að öðru leyti.

Þá er lagt til að allar íbúðarveðskuldir neytenda sem stofnað hefur verið til fyrir 7. október 2008 verði færðar niður eftir mælikvarða eða mælikvörðum sem lögbundinn, sérstakur gerðardómur geri tillögu um til Alþingis sem taki ákvörðun um niðurstöðu og fjármögnun með lögum í kjölfarið. Hæstiréttur skal skipa alls fimm fulltrúa í gerðardóminn.

 

Tveir fulltrúar í gerðardóminum skulu vera fulltrúar skuldara - tilnefndir sameiginlega af eftirfarandi samtökum neytenda:

a) Neytendasamtökunum (þar sem eru um 13.000 félagsmenn), b) Hagsmunasamtökum heimilanna (þar sem hátt í 1.400 eiga aðild) og
c) Húseigendafélaginu (með um 7.500 félaga).
Tveir fulltrúar í gerðardóminum skulu vera fulltrúar kröfuhafa - tilnefndir sameiginlega af eftirfarandi aðilum: a) Landssamtökum lífeyrissjóða,
b) félagsmálaráðherra vegna Íbúðarlánasjóðs og
c) fulltrúum erlendra kröfuhafa þeirra fjármálafyrirtækja sem lögum nr. 125/2008 hefur verið beitt á.

Lagt er til að Hæstiréttur Íslands skipi formann gerðardómsins án tilnefningar svo og eftir atvikum aðra fulltrúa ef tilnefningaraðilar koma sér ekki saman um tilnefningu eða sinna ekki boðum um tilnefningu innan tilsetts frests. Formaður gerðardómsins skal vera löglærður.

Þingmál gerðardómsins skal vera íslenska.

Lagt er til að í lögunum verði sú skylda lögð fyrir gerðardóminn að leggja fyrir 15. júní 2009 heildstæða tillögu fyrir Alþingi í lagaformi um hvaða íbúðarveðlán neytenda skuli færð niður, hve mikið og hvernig, þ.e. eftir hvaða mælikvarða eða mælikvörðum, sem mega vera mismunandi eftir málefnalegum sjónarmiðum. Lagt er til að tekið verði fram í lögunum að niðurfærsla samkvæmt mati gerðardómsins verði ekki skattskyld.

Sjónarmiðin sem lagt er til að gerðardómurinn skuli leggja til grundvallar eru:

  • Tegund íbúðarveðlána.
  • Tímasetning lántöku og atvik sem síðar komu til.


Þá er lagt til að gerðardóminum verði í lögum heimilað að líta til annarra almennra og hlutlægra sjónarmiða af sviði neytendamarkaðsréttar, svo sem

  • stöðu aðila,
  • skilmála og forms samnings og eftir atvikum
  • veðhlutfalls.

Við mat gerðardóms á því að hvaða marki skuli víkja verð- og gengistryggingarþætti íbúðarveðlánasamninga til hliðar skal einkum horft á opinberar áætlanir um verðbólguþróun og til verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands annars vegar og hins vegar til spár hlutaðeiganda lánveitanda um þróun hlutaðeigandi gjaldmiðla en ella - hafi lánveitandi ekki birt slíkar spár - á aðrar spár sem birtar voru opinberlega. Einnig verði heimilt að líta til sambærilegra forsendna aðila kjarasamninga við endurnýjun kjarasamninga. Þá verði gerðardómi heimilt að líta til væntanlegs framtíðargengis íslensku krónunnar gagnvart evru komi til ákvörðunar um aðildarviðræður við ESB á þeim tíma sem gerðardómurinn starfar.


Lagt er til að öllum almannasamtökum, hagsmunasamtökum, embættum og stofnunum, sem sýna fram á lögvarða hagsmuni sína, skjólstæðinga sinna eða aðila að samtökunum, geta flutt mál sitt fyrir gerðadóminum Að öðru leyti gildi um málsmeðferð hjá hinum lögbundna gerðardómi lög nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma með síðari breytingum. Í ljósi þessa þykir fært að leggja til að niðurstaða gerðardómsins sé bindandi fyrir alla aðila, bæði neytendur, kröfuhafa og aðra sem kunna að eiga lögvarða hagsmuni, fallist Alþingi á niðurstöðu gerðardómsins.


Lagt er til að gerðardóminum verði jafnframt heimilt að gera tillögu um fjármögnun og greiðslutíma vegna þeirra tillagna sem hann skal leggja fram samkvæmt framangreindu og skal slík tillaga þá lögð fyrir Alþingi og kynnt matsnefnd eignarnámsbóta.“ "

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.5.2009 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband