Leita í fréttum mbl.is

Leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér!

Þessi hugmynd kom upprunalega fram frá ráðgjöfum sem ríkið réð hingað frá Svíþjóð og Finnlandi. Hugmyndi er að eignarumsýslufélag taki við fyrirtækjum sem nauðsynlegt er að halda í rekstri en gætu reynst vera ótrygg verðmæti. Þetta var hugsað þannig að þau þyrfti ekki að yfirtaka af nýju bönkunum þar sem að staða og rekstur gætu reynst þeim banabiti ef illa færi. Því var lagt til að skipa sér félag til að annast yfirtöku þeirra og síðar sölu. Sé ekki alveg hvað er slæmt við þetta.

Ef að reglur og starfsemi þessa umsýslufélags er gegnsæ og komið í veg fyrir að stjórnmálamenn ráði þar einhverju þá sé ég svona félag sem nauðsyn til að mikilvæg fyrirtæki sé haldið í rekstri áfram án þess að hætta nýju bönkunum í það.

Og eins að þessi fyrirtæki væru seld aftur við fyrsta tækifæri þegar almennilegir fjárfestar fást til að kaupa þau. Ekki einhverjir blankir fyrrverandi útrásar víkingar sem fengju þetta á krít. Jafnvel helst einhverjir erlendir fjárfestar sem kæmu hingað með nýtt fjármagn.

Eins muni þetta yfirtaka eitthvað af þeim rekstri á fyrirtækjum sem bankarnir annast í dag.

 

Finnst Framsókn og Sjálfstæðismönnum betra að þau fari á hausinn og hætti rekstri


mbl.is Skiptar skoðanir um eignaumsýslufélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg rétt hjá þér. Þeir sem væla þessa dagana eru helst þeir sem komu landinu í þá stöðu að ríkið verður að hlaupa undir bagga með öllum helstu fyrirtækjum landsins. Talandi um að pissa í skóinn sinn. kv

Eiki S. (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband