Leita í fréttum mbl.is

Þetta er einmitt málið!

Þetta er einmitt það sem ég hef verið að segja að bíði okkar

Hún sagði að engin undankomuleið væri í þessum efnum. „Búið er að koma okkur í þessa skelfilegu stöðu og ef við viljum bjarga efnahag Íslands og forðast gífurlegar byrðar í framtíðinni á börnin okkar og komandi kynslóðir. Við erum ekki að takast á við halla ríkissjóðs til þess að þóknast Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða erlendum lánadrottnum.  Við þurfum að takast á við hallann til þess að tryggja almannaþjónustu til framtíðar og til þess að leggja ekki óbærilegar byrðar á komandi kynslóðir. Þetta er áskorun sem enginn stjórnmálaflokkur getur skorast undan og ég heiti á stjórnarandstöðuna að vinna með okkur til að ná þessum markmiðum," sagði Jóhanna

En á meðan að stjórnvöld bisa við að finna til allan þann sparnað sem hægt er að finna og niðurskurð, þá er þjóðin á allt öðru róli. Hún vill að lán verði lækkuð, kaupið hækkað, skattar helst lækkaðir og það sé bara aumingjaskapur af stjórninni að vera ekki búin að redda þessu. Heldur fólk að þjóð sem hefur aukið skuldabirgði sína upp í sennilega110% af þjóðarframleiðslu auk þess sem að alþjóðalánamarkaðir eru næstu lokaðir hafi eitthvað val um hvað sé gert? Halda menn að ríkisstjórnin sé ekki búin þessa síðustu mánuði ásamt skilanefndum að reyna að ná sem hagstæðustu samningum við erlenda kröfuhafa? Veit fólk ekki þegar rætt eru um nú alltaf að verið sé að vernda fjármagneigendur að þeir eru í eigu okkar, lífeyrissjóðir og nýju bankarnri' Það eru nær engir aðrir.

En þjóðin er ekkert inn á þessu. Það er búið að prenta inn í fólk að erlendir kröfuhafar verð bara látnir bera þetta tap og við höldum svo áfram eins og ekkert hafi í skorist. Ég þori að fullyrða að erlendir kröfuhafar eru ekkert á þeim buxunum að leyfa okkur takmarkalaust að afskrifa niður lán. Þeir koma til að berjast fyrir hverju prósenti sem að kröfur þeirra lækka. Og ef við neitum bara að borga þá lendum við ógurlegri krísu þar sem að við getum ekkert flutt inn og ekkert fjárfest næstu árinn. Og ekki minnast á að Argentína hafi gert þetta og gengið vel! Jú Argentína neitaði að borga af lánum. Þeir lentu líka í krísu næstu árin en þar sem lífsskilyrði þar eru allt önnur en hér og stærri hluti þeirra lifir sjálfsþurftarbúskap þá fundu þeir ekki eins mikið fyrir þessu. Sem og að þeir gerðu þetta á uppsveiflu tíma í heiminum þar sem að menn vildu öllum lána fé og voru í vandræðum að finna einhverja til að lána meira.


mbl.is Róttækar og erfiðar ákvarðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Er ekki afneitunin alger hjá þjóðinni ? Það er eins og fólk haldi að við höfum bara lent í örlitlum hliðarvindi. Skilur fólk ekki hvað þjóðargjaldþrot er ?

Finnur Bárðarson, 25.5.2009 kl. 16:50

2 Smámynd: Skaz

Held að meirihluti þjóðarinnar sé að fara með rétt mál að þetta séu einfaldlega ekki skuldir sem það sjálft hafi stofnað til persónulega og skiljanlega vilji ekkert með það hafa að borga skuldir einhverra manna sem fóru í einhvern bókhaldsleik.

Fólk er farið að blöskra sú staðreynd að gengið var í ríkisábyrgðir fyrir einhverjum reikningskúnstum sem voru hafðar svo flóknar að enginn sá heildarmyndina og að þetta gengi ekki upp, þó svo að marga grunaði það.

Þjóðin er almennt ósátt við það að vera að taka á sig gjörðir 35-50 einstaklinga, u.þ.b.  0,0001 - 0,0002% þjóðarinnar.

Myndir þú ekki vera svolítið fúll yfir því að allt í einu ferð þú á hausinn vegna þess að einhver náungi á Ísafirði keypti sér blokk? Sem enginn skyldi í að hann gæti? En í gegnum einhverjar raðir af ríkisábyrgðum lendir þetta á þér að borga út ævina?

Það er eitt að pæla í hvernig málið er og að við skiljum öll afhverju ástandið er svona. En það er fjandankornið fullmikið að biðja fólk um að ætla að sætta sig við það athugasemdalaust eins og hjörð til slátrunar.

Skaz, 25.5.2009 kl. 18:13

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En það er nú einmitt málið Skaz. Ef við tölum í svona líkinugum þá er hægt að setaj upp dæmi sem gegnur út á:

  • Við miðum við fjölskyldu
  • Allir í fjölskyldunni vinna og allir eiga í húsnæðinu.
  • Einn meðlimur fjölskyldunar fer hamförum í fjárfestingum og tapar öllu sínu. Sem og að hann hefur veðsett allt húsnæði fjölfskyldunar.
  • Hann verður gjaldþrota og kröfuhafar ganga að eignum hans og öll fjölskyldan þarf að leggja til umtalsverðar upphæðir til að bjarga húsnæðinu.
  • Við það að skuldir aukast hjá öllum í fjölskyldunni fá þau verri lánakjör og lánin þeirra hækka. Mis mikið samt.
  • Er þá rétt að þau sem skulda mest fari til fjölskylduföðursins og segi honum að hann þurfi að greiða niður lánin hjá öllum jafnt?
  • Og honum sagt að auðvita fari hann bara í bankan með öll lán allra í fjölskyldunni og segi að hann hafi ákveðið að lækka lánin hjá öllum í fjölskyldunni af því að hann hafi ekki fylgst nógu vel með hvað þau voru að gera í fjármálum Og þvi sé hann kominn til að segja bankananum að lækka lánin til hans um 20%. Alveg óháð því hvað staða var á lánum hvers og eins.

Er ekki viss um að bankinn kaupi slíkt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.5.2009 kl. 19:28

4 identicon

Kvótakerfid er undirrót hrunsins.  Kvótakerfid er krabbamein thjódarinnar.  Ef thjódin losar sig ekki vid kvótakerfid strax og hrifsar aflaheimildir af kvótakóngum, mun framtíd thjódarinnar vera:

...og thjódin mun sökkva dýpra og dýpra og dýpra. 

Jermó (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 20:14

6 identicon

  • Við miðum við fjölskyldu
  • Allir í fjölskyldunni vinna og allir eiga í húsnæðinu.
  • Einn meðlimur fjölskyldunar fer hamförum í fjárfestingum og tapar öllu sínu. Sem og að hann hefur veðsett allt húsnæði fjölfskyldunar.
  • Hann verður gjaldþrota og kröfuhafar ganga að eignum hans og öll fjölskyldan þarf að leggja til umtalsverðar upphæðir til að bjarga húsnæðinu.
  • Við það að skuldir aukast hjá öllum í fjölskyldunni fá þau verri lánakjör og lánin þeirra hækka. Mis mikið samt.
  • Er þá rétt að þau sem skulda mest fari til fjölskylduföðursins og segi honum að hann þurfi að greiða niður lánin hjá öllum jafnt?
  • Og honum sagt að auðvita fari hann bara í bankan með öll lán allra í fjölskyldunni og segi að hann hafi ákveðið að lækka lánin hjá öllum í fjölskyldunni af því að hann hafi ekki fylgst nógu vel með hvað þau voru að gera í fjármálum Og þvi sé hann kominn til að segja bankananum að lækka lánin til hans um 20%. Alveg óháð því hvað staða var á lánum hvers og eins.

Er ekki viss um að bankinn kaupi slíkt.

Þú gleymir einum möguleika hér. Fjölskyldan brennir húsið og fer.

kristinn (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 20:50

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En ef við lítum á fjölskylduna sem þjóðina þá verðum við eftir sem höldum að við getum bjargað húsinu. Einhverjir sem finnst að þeir þurfi ekki að bera neinar birgðar þeir fara á meðan hinir gera sér grein fyrir að það þarf að leggja mikið á sig til að komast aftur upp á við. Og svo bara smá spurning hvert á fólkið að fara? Mér skilst að atvinnutækifæri vaxi ekki á trjánum í öðrum löndum nálægt okkur. Atvinnuleysi fer vaxandi þar líka.

Það er ekki til sú þjóð sem fer í gegnum kreppu án þess að almenningur beri hitann og þungan af endurreisninni. Það sem er betra hjá okkur en í fyrri bankakreppum er að þá hurfu inneignir fólks, þannig að þeir áttu ekkert.

 Minni á að í Finnlandi svalt fólk og þurfti að reka súpueldhús fyrir almenning. Krakkar fengu ekki heitan mat nema í skólanum og svo framvegis. Og þetta var um 1992.

Fólk heldur að þetta sé ekkert mál. Það sé hægt að lækka hér allar skuldir á einstaklingum og fyrirtækjum þó það kosti okkur hugsanlega um 900 milljarða. Hvaðan eigum við að fá þá peninga? Þessa hugmynd um að þessu sé hægt að velta yfir á erlenda kröfuhafa kaupi ég ekki. Þetta eru kenningar settar fram af fólki sem hugsanlega eru klárir í hagfræði en ekki í samningum við svona risa banka eins og Deutse Bank.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.5.2009 kl. 22:28

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jermó! Já menn ræða um það að peningar sem streymdu úr útveginum í gegnum kvótakönga hafi skapað upphafið af þessari bólu sem sprakk í andlitið á okkur í fyrra.

Og um Davíð í Seðlabankanum er u allir sammála og það hafa verið færðar líkur á því að gjaldþrot seðalabankan og þeir 350 milljaðrar sem við þurftum að setja í bankan verði sú upphæð sem við eigum eftir að eiga erfiðast að greiða.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.5.2009 kl. 22:31

9 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ríkisstjórn sem ekki gengur að fá fólk til að taka við þeim byrðum sem hún hefur úthlutað getur ekki bara kvartað yfir að þjóðin hennar sé of léleg. Hvar eru stórfundirnir og sjónvarpsútskýringar leiðtoga þjóðarinnar á því hver staðan er, hvert planið er og hvaða hlutverk fólkið í landinu geti átt í uppbyggingunni. Vona að það fari bráðum að finnast einhver sem ætlar að taka að sér leiðtogahlutverkið og deila út verkefnum eða leita eftir sjálfboðaliðum.

Hvað varðar heimilislánin að þá verður að finna sátt í því máli. Það gengur ekki að sumir eigi að gefa 1 ársverk vegna bankahrunsins og aðrir 10. Við verðum að dreifa byrðunum betur ef við eigum að komast þetta saman. Ég held að sáttarleið Gísla Tryggvasonar sé verð að skoða betur í því samhengi.

Héðinn Björnsson, 25.5.2009 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband