Leita í fréttum mbl.is

Samkvæmt mínum upplýsingum verður það óháð endurskoðun sem fer yfir þessi mál

Undirritaður var á fundi í gærkvöldi þar sem ég gat ekki betur heyrt en að það yrðu ekki endurskoðendur bæjararins sem færu yfir þessar greiðslur heldur aðrir óháðir.

En á þessum fundi koma fram margt skrítið.

  • Frjáls miðlun fékk t.d  3,5 millónir fyrir afmælisrit sem þó er aðeins til í drögum. Svo miklum drögum að það eru aðeins 35 blaðsíður með myndum sem ekki eru inn í þessum tölum sem og að einhver texti óskildur þessu blaði er endurtekin 20 sinnum í þessu skjali.
  • Það koma fram að greiðslur eru reglulegar fyrir þetta verk alltaf sama upphæðin 311.200 sem fólki reiknaðist til að væri 250 þúsund plús viðisauki. Og þessar greiðslur eru greiddar löngu eftir að þessum drögum vara skilað inn. Alltaf fast á mánuði.
  • Þá höfðu vakið athygli fólks að allar kvittanir voru í númeraröð sem gæti sýnt að fyrirtækið heðfi ekki haft marga aðara viðskiptavini. Og þau númer sem vantaði inní gætu verið fyrir þau verk sem fyrirtæki vann fyrir Lánasjóðinn.
  • Þá eru greiddar allt að 700 þúsund á ári fyrir að útbúa umhverfisviðurkenningar 5 stk. sem eru settar í ódýarna ramma. Sambærilegar greiðslur hjá öðrum sveitarfélögum eru t.d. 18 fyrir þessa vinnu hja Mosfellsbæ.
  • Og síðan voru rakin fullt af öðrum dæmum á þessum fundi sem virkilega þurfa skoðunar við.
  • Listi með greiðslum til þessa fyrirtækis voru það margar að listinn var margar síður sem við fengum að skoða.

Já ég held að það sé ýmislegt rotið í stjórn Kópavogs.


mbl.is Greiðslur Gunnars skoðaðar í kjölinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin P

Maður hefur nú séð það í gegnum árin að það er bara MJÖG margt rotið í kringum Gunnar og hans málefni og ófáar sögur um spillingu og einræðisherratakta frá hans hendi því miður... Hann heldur að Kópavogur sé fyrirtækið hans og hann geti bara stjórnað því eins og hann vilji....

Björgvin P, 26.5.2009 kl. 07:52

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hvað varðar fyrirtækið Klæðningu þá tel ég að ekki þurfi bara að skoða þau verk, sem það fyrirtæki fékk frá Kópavogsbæ heldur þurfi líka að skoða tengsl milli þess hjá verktakafyrirtækjum að þau hafi látið Klæðningu sjá um jarðvegsvinnu og hversu vel þeim gekk að fá lóðir hjá Kópavogsbæ. Gekk þeim fyrirtækjum betur að fá lóðir, sem létu Klæðningu sjá um jarðvegsvinnuna heldur en þeim fyrirtækjum, sem létu aðra gera það?

Sigurður M Grétarsson, 26.5.2009 kl. 10:21

3 identicon

Það þarf auðvitað að rannsaka öll viðskipti sem Kópavogsbær og LÍN hafa átt við fyrirtæki í eigu Gunnars og allra fjölskyldumeðlima hans!!!

Guðný (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 10:44

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Svo skulum við ekki gleyma þeirri ákvörðun Kópavogsbæjar að kaupa hesthúsun á Gustsvæðinu á þreföldu verði. Bæði eiginkona og dóttir Gunnars áttu þar hús.

Sigurður M Grétarsson, 27.5.2009 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband