Leita í fréttum mbl.is

Koma kosningabombur(skattalækkanir) okkur í koll á næstu árum

Var að lesa á www.visir.is grein eftir Hafliða Helgason sem er ritstjóri/umsjónamaður Markaðarins (viðskipta hluta  Fréttablaðsins)

Í greininni er hann að velta fyrir sér þróun mála hér á landi bæði núna og á næstunni hvað varðar stöðu efnahagsmála. Þar leggur hann sérstaka áherslu á stjórn á frjámálum ríkisins og er óánægður með hverstu fjáraukalög fóru úr böndunum.

Í grein sinni segir hann m.a.

Aðhald ríkisins hefur minnkað með samþykkt fjáraukalaga og ljóst að stjórnvöld reyna að stilla sér þannig upp að samdráttar gæti ekki fyrr en að loknum kosningum. Lausatök í stjórn efnahagsmála og mikill viðskiptahalli auka verulega líkur á því að Seðlabankinn hækki vexti á aukavaxtaákvörðunardegi 21. desember. Stýrivextir verða því orðnir 14,5 prósent og framundan er ár sem felur í sér talsverða hættu á harðri lendingu. Með slælegri stjórn efnahagsmála hefur verið tekin óþarfa áhætta á dýpri samdrætti í efnahagslífinu í nauðsynlegri aðlögun þess næstu mánuði.

Síðar segir hann:

Stýrivextir Seðlabankans mala hægt en örugglega. Eins og útlitið er nú er ljóst að sá mikli fjármagnskostnaður sem fylgir núverandi og fyrirsjáanlegu vaxtastigi mun leiða til þess að einverjir einstaklingar og fyrirtæki komast í þrot. Tekjur þeirra munu einfaldlega ekki standa undir svo miklum vaxtakostnaði. Í hve miklum mæli slíkt verður er ómögulegt að sjá fyrir, en ljóst að full ástæða er til þess að fara varlega á næstunni og reyna eftir megni að draga úr skuldsetningu.

Og grein sinni lýkur hann með:

Frestun á því að takast á við aðlögun í hagkerfinu er því næsta vafasamur leikur og nauðsynlegt að stjórnvöld séu minnt á ábyrgð sína í stjórn efnahagsmála. Við þær aðstæður er nauðsynlegt að stjórnarandstaða haldi mönnum við efnið og hvetji til skynsamlegs aðhalds í stjórn ríkisfjármála. Við afgreiðslu fjáraukalaga bar því miður lítið á slíkri aðhaldskröfu frá stjórnarandstöðunni. Það kann að þýða að í komandi kosningabaráttu verði auðvelt fyrir ríkisstjórnina að vísa gagnrýni á bug með skírskotun til þess að stjórnarandstaðan hafi verið tilbúin að eyða enn meiru.

Enda þótt nú stefni í að samdráttareinkenni í hagkerfinu verði ekki veruleg fyrr en að loknum kosningum, þá skyldu menn hafa það í huga að það er ekki óalgengt þegar kemur að aðlögun í hagkerfi að aðlögun hefjist fyrr en flestir eru búnir að spá. Það gæti því orðið kalt vor í efnahagslífinu.

Því fór ég að velta fyrir mér þegar stjórnin nú hreykir sér af því sem hún segir 22 milljarða samdrætti á næstu árum vegna skattalækkana nú á næsta ári. Um leið og hún ræðir um framkvæmdir um allt land. Allstaðar á að gera jarðgöng, 2+2 vegi, Sundabraut og tónlistarhús og ég veit ekki hvað. Er þetta eitthvað sem við ráðum við í þessu litla hagkerfi með öllum framkvæmdum öðrum sem fyrirtækin eru að fara í?(Stækkanir á álverum orkuframkvæmdir og fleira)  Eða er kannski fyrirsögn greinar Hafliða réttnefni?:

„Kosningavetur á yfirdrætti"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband