Leita í fréttum mbl.is

Þessar upphrópanir Bjarna eru að verða þreytandi.

Minni á að umsókn okkar er aðeins umsókn til ESB um að við fáum inngöngu eftir aðildarviðræður. Umsókn Norðmanna var t.d. bara nokkrar setningar. Síðan eru viðræður og markmið undirbúin. Nú boða B og D nýja tillögu þar sem að samningsmarkmið eru undirbúin af utanríksisnefnd fyrirfram og maður getur ekki séð munin á þessu. Finnst að stjórnin eigi eftir nokkra daga að bjóða að falla frá sinni og taka undir þessa tillögu D og B. Þá er næsta víst að víðtæk samstaða sé um þetta mál á þingi.

Þarf reyndar að laga þetta því að óþarfi er að gefa ESB fyrirfram hvað við væntum að fá út úr samningum. 


mbl.is Óskiljanlegt og illa undirbúið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er samt miklu betra að vita hvað menn eru að fara útí, áður en lagt er af stað. Mér finnst þessar tillögur Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks vera skynsamlegar, burtséð frá allri flokkapólitík.

Sigrún (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 11:31

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En það er ekki vænlegt að fara í viðræður og mótaðili okkar veit fyrirfram hvað við ætlum að fá út úr þessu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.5.2009 kl. 11:33

3 identicon

Hefði talið að það væri alltaf ráðlagt að vita hvert maður ætlar áður en maður leggur af stað, Össur er meira að segja búinn að setja inn í sitt frumvarp að hann megi vera á móti því.

Dóri (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 11:33

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já en ef maður setur skýr skilyrði gæti maður lent ná jafn vel enn betri árangri. Samningsmarkmið eru tilgreind í greinargerð með tillögunni og þar eru öll þau atrið sem að Framsókn lagið áherslu á.

Minni á söguna um manninn og tjakkinn. Þar sem hann var að ímynda sér niðurstöðu samninga fyrirfram:

Þannig var það nefniega að einu sinni var borgarbúinn  að keyra úti í sveit þegar dekkið á bíllum hans sprakk. Eftir að hafa stoppað áttaði hann sig á því að hann var ekki með tjakk. Er hann stóð úti i kanti og hugsað um í hvað hann gæti gert sá hann ljós í fjarska. Þar sem að þetta gat ekki verið annað en bóndabær ákvað hann að labba að bænum og spurja bóndann hvort hann gæti ekki lánað sér tjakk.

Hann labbar af stað og hugsar með sér að hér í sveitinni eru allir vinir þannig að það verður lítið mál að fá lánaðan tjakk. En eftir smá röllt koma upp efasemdir æi huga hans, það gæti nefnilega verið að bóndanum sé illa við borgarbúa og vilji þar af leiðandi ekki lána honum tjakkinn.
-nei það getur ekki verið.
Sagði hann við sjálfan sig, en svo gekk þetta hjá honum í smá tíma þar til að hann var nú samt farinn að sannfæra sjálfan sig um að sjálfsagt væri flestum bændum illa við borgarbúa og myndu ekki gera rass fyrir þá.

Þegar hann labbar upp heimkeyrsluna er hann orðinn svo rugglaður á þessu öllu að hann er farinn að segja við sjálfan sig að það væri bara lukka ef hurðinni yrpi ekki bara skellt á hann um leið og fólk áttaði sig á að hann væri frá borginni.

En svo kom að því maðurinn stóð fyrir framan hurðina og bankaði. Þegar bóndinn opnaði öskraði maðurinn á hann.
-"Þú getur bara hirt þennan djöfulls tjakk þinn sjálfur".
Eftir það strunsaði hann í burtu..

Þessi saga segir okkur að varast að gefa okkur niðurstöður samninga fyrirfram 

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.5.2009 kl. 11:47

5 identicon

Þetta er það sem við fáum við aðild að ESB =>

1) Lægri vextir
2) Lægri verbólga
3) Lægra matvælaverð
4) Aukin samkeppni, betri neytendavernd
5) Tollfrjáls aðgangur fyriri sjávarútvegs og landbúnaðarafurðir
6) Ísland tilheyrir fyrirbæri sem m.a. getur tryggt öryggi
7) Almennur annar stöðugleiki í efnhagsmálum.
8) Menningar og lýðræðislegir þættir.

 Þetta er það sem mun gerast ef við göngum ekki í ESB =>

 1.Stórfyrirtæki flytja höfuðstöðvar sínar úr landi.
2. Fáir þora að lána Íslendingum peninga.
3.Þeir sem þó þora það gera það gegn okuvöxtum.
4.Vaxtaokur, gjaldþrot og mikið atvinnuleysi verður viðvarandi.
5.Fáir útlendingar munu vilja fjárfesta á Íslandi.
6.Við munum missa af ESB lestinni næstu 10 árin
7.Gjaldeyrisshöftin verða viðvarandi og við verðum langfátækasta Norðurlandaþjóðin.
8.Yngra fólkið og þeir sem eiga auðveldast með að fá vinnu erlendis munu flýja land.

Endilega að pósta þessu um allt og spyrja fólk bara hreint út, hvort vill það. Það má líka benda fólki á að ef við göngum ekki í ESb þá þurfum við að borga íbúðalánin okkar 17 falt til baka í stað 1,5 falt. <það má líka benda fólki á að vextir á heimilin  og fyrirtækin lækka um 228 miljarða á ári, em þýðir að við þurfum að leggja minni vinnu á okkur og getum þes vegna eytt meiri tíma með börnunum okkar og þau þyrftu akki að vera 9,5 tíma á laikskóla svo við höfum fyrir okurvöxtunum. Fólk þarf að fá vitneskju um þetta svo það geti tekið afstöðu með veskinu sínu en ekki kvótagreifum eða óðalsbændum.

Valsól (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 11:48

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Valsól við erum á sömu skoðun og ég hef talað þessu máli lengi. Set þetta í færslu síðar í dag.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.5.2009 kl. 11:52

7 Smámynd: Haraldur Hansson

Umsókn okkar, eins og Norðmanna, yrði bara nokkrar setningar. En menn sækja samt ekki um bara að gamni sínu. Það hlýtur að vera í einhverjum tilgangi og Norðmenn voru búnir að skilgreina hann áður en eitt lítið A4 blað var sett í póst. Tilgangurinn kemur m.a. fram í markmiðum og því eðlilegt að þau liggi fyrir og séu öllum ljós áður en nokkrar setningar eru settar í póst. 

Haraldur Hansson, 28.5.2009 kl. 11:56

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er eins og Magnús greinarhöfundur hafi ekkert hlustað á hina snjöllu ræðu og virðingarverðu málafylgju Bjarna Benediktssonar. Það kemur ekki á óvart, eins og Magnús hefur verið innstilltur í þessu máli &#150; hefur fylgt EB-innlimun, hvort sem okkur vegnaði vel eða illa, hvort sem reglan um "hlutfallslegan stöðugleika" í aflasókn einstakra EB-ríkja hafi virzt vera (í augum Samfylkingar) eins og óbrotgjarn hornsteinn í sjávarútvegsstefnu EB eða hvort sú regla sé (sennilega) á útleið, af því að komnar eru fram aðrar tillögur um meginskipun sjávarútvegsmála þar: t.d. 12 mílna fiskveiðilögsaga (í alvöru! &#150; tillaga í mánaðargamalli Grænbók Evrópubandalagsins!) eða frjálst framsal aflaheimilda milli landa!

Hinir algerlega heilaþvegnu EB-sinnar kokgleypa hvað sem er, bara að EB segi það og vilji. En glæsilegir sóknarpunktar Bjarna Benediktssonar gegn hinni mjög svo vanreifuðu þingsályktunartillögu Össurar & Co. verðskulda að vera birtir í öllum fjölmiðlum. Það er hins vegar eðlilegt, að EB-sinnar fari á taugum við að hlusta á þá.

Jón Valur Jensson, 28.5.2009 kl. 12:11

9 identicon

það er samt verulega athyglisvert og að sama skapi ánægjulegt að Bjarni fer þvert gegn landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins því hann er greinilega sammála því að það eigi að sækja um aðilt.

Þetta er bara minniháttar spurning um útfærslu...

Víðir Ragnarsson (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 12:13

10 Smámynd: Fannar frá Rifi

alltaf gaman að sjá hversu blindir flokkshestar Magnús og Valsól eru. gott að sjá að þið hafið ákveðið að sleppa allri gagnrýnni hugsun í þágu ESB trúboðsins.

Því líkt bull sem valsól kemur með.

1) Lægri vextir - eru semsagt núverandi stjórnvöld getulaus í að ákveða stýrivexti?


2) Lægri verbólga - það verður semsagt aldrei aftur hagvöxtur með tilheyrandi launskriði?


3) Lægra matvælaverð - já flutningsverð til landsins lækkar og við fáum helling af verksmiðju framleiddu kjöti til landsins eins og kjúklingum sem eru 80 til 90% sýktir af kamfílóbakter í evrópu miðað við 1 til 2% á Íslandi.

 
4) Aukin samkeppni, betri neytendavernd - semsagt það fjölgar allt í einu smásölum á íslandi og allir fara í bullandi samkeppni bara að því bara?


5) Tollfrjáls aðgangur fyriri sjávarútvegs og landbúnaðarafurðir - það verður engin landbúnaður. meira mark takandi á bændasamtökunum en ESB sinnum. þeir vita allt um sína grein. varðandi sjávarútveg þá er engin tollur á löndun spánverja á spáni á íslenskum fiski.

6) Ísland tilheyrir fyrirbæri sem m.a. getur tryggt öryggi - NATO er þegar til staðar og Evrópa getur ekki tryggt neitt öryggi. 

7) Almennur annar stöðugleiki í efnhagsmálum. - svona svipaður og gerist á Írlandi (þjóðnýttir lífeyrissjóðir og gjaldþrota bankakerfi) og Spáni (20% atvinnuleysi)?

8 Menningar og lýðræðislegir þættir. -  að við sitjum þing sem er valdalaust og að þjóðþing íslendingar verður punt þing sem ekki verður lengur sjáflráða í eigin málefnum. 

Fannar frá Rifi, 28.5.2009 kl. 12:15

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Víðir virðist annar í hópi þeirra, sem alls ekki hafa hlustað á ræðu Bjarna.

Jón Valur Jensson, 28.5.2009 kl. 12:16

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Fannar og Jón! Nú er bara að sætta sig við að það verður sótt um ESB aðild. Nú eru allir flokkar nema Vg með aðildarumsókn að ESB! Svo nú er bara að bíða eftir niðurstöðu samningana og þá má meta niðurstöðuna. Minni ykkur á að allar Evrópuþjóðir sem hafa lent í kreppu eða alvarlegum niðursveiflum hafa sótt um aðild að ESB og gengið í ESB nema Noregur sem lenti í því að þar er öflug hreyfing NEI manna sem hélt uppi órökstuddum hræðslu áróðri.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.5.2009 kl. 12:20

13 identicon

Þú ættir kannski að minna fólkið á að þó þetta séu bara viðræður, þá er yfirleitt ekki aftur snúið. Norðmenn búnir að segja nei hvað eftir annað. Írar sögðu nei við einhverjum sáttmála. Hvað gerðist? Það var bara kokkað upp nýtt orðalag og svo var nýr kjörseðill prentaður og kosið aftur um sama hlutinn. Mikið lýðræði í svoleiðis vinnubrögðum, kjósa bara aftur og aftur þangað til rétt niðurstaða er fengin.

joi (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 12:27

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég ætla ekki að standa í þjarki við Magnús um þetta hér og nú. Blogga um þetta hér: Glæsileg frammistaða Bjarna Benediktssonar í gagnrýni á EB-tillögu Össurar & Co.

Jón Valur Jensson, 28.5.2009 kl. 12:34

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ojá, það er nú svo.

Ekki annað hægt en hlægja að þessu.

Eftir allt þá kemur uppúr dúrnum bara sisona að sjallar eru harðir stuðningsmenn aðildarumsóknar að ESB.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.5.2009 kl. 13:57

16 identicon

sjallar halda að það þurfi ekkert að gefa eftir, bara afheda ESB liðinu skuldirnar þá verða þeir sáttir og glaðir og gera allt firrir okkur.Það er eins og annað hangi á spíttunni getur verið að þjófarnir okkar bíði hinum megin við hornið.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband