Leita í fréttum mbl.is

Bókmenntafræðingar telja Latabæ hættulegan börnum!

Ég er náttúrulega ekki bókmenntafræðingur enda tel ég að þeir séu kannski ekki aðilar til að dæma um þetta. Ég held líka að það sé varla til það barnaefni sem ekki er hægt að setja út á. Þannig var í Bandaríkjunum haldið fram að TELETUBBIES  væru gay og Andrés Önd var bannaður í Svíþjóð áður fyrr þar sem að boðskapur hans þótti ekki víð hæfi.

Furðuleg krossferð þessa próferssors gegn Latabæ:

Vísir, 11. des. 2006 12:18


Einelti og nautnasýki í Latabæ

Latibær hefur notið gífurlegra vinsælda síðustu misseri og farið sigurför um heiminn. Nú eru hins vegar byrjaðar að heyrast gagnrýnisraddir og ásakanir um að þættirnir hvetji jafnvel til eineltis.

Dagný Kristjánsdóttir prófessor hefur skrifað um þættina og gagnrýnt þá harðlega. Hún segir neikvæða mynd af börnum lagða til grundvallar sögunni og sakleysi þeirra spillt með sykri og nautnasýki þrátt fyrir að boðskapurinn sé ekki neikvæður eða ofbeldisfullur.

Silja Aðalsteinsdóttir rithöfundur og ritstjóri tímarits Máls og menningar, þar sem ein grein Dagnýjar birtist, sagði í Íslandi í bítið í morgun að þættirnir stuðluðu að ósjálfstæðri hugsun barna, þeir þroski þau ekki, heldur láti þau hlíða og endurtekningar nálgist ofstæki. Hún segir einhliða áróður sem látinn er dynja á fólki verða ofbeldi.

Þá segir Dagný að gott barnaefni feli ekki í sér einelti eða stríðni, sem henni finnst einkenna latabæ, þar sem börnin losni ekki við uppnefnin þótt þau reyni að breyta um lifnaðarhætti.

Ekki náðist í Stefán Karl Stefánsson sem leikur Glanna glæp í þáttunum, en hann hefur barist gegn einelti á Íslandi og víðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Barkarson

Þetta er svo djúpt hugsað að það áttar sig ekki nokkurt barn á samhenginu. Það mætti víst bera víða fyrr niður í gagnrýni á það sem fyrir börnum er haft áður en ráðist er á Latabæ, hvort sem það er í barnaefni, tölvuleikjum, námskrá grunnskóla eða fæðu.

Björn Barkarson, 11.12.2006 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband