Mánudagur, 1. júní 2009
Eitthvað eru þessar fréttir á skjön við málflutning Heimsýnar
Skv. því sem maður hefur heyrt frá fólki innan Heimssýnar hefði mátt halda að Írar væru allir í að finna leiðir út úr ESB! En nú þegar þeir hafa skoðað þessi mál í 2 eða 3 ár er orðinn meirihluti fyrir því að samþykkja Lissabonsáttmálann.
Eins hef ég verið að velta því fyrir mér ef að það sé rétt hjá Heimssýnarmönnum að ESB sé að þróast í átt að þvi að verða eitt sambandsríki sem ég get nú reyndar ekki séð. En segjum að svo sé - hver verður þá staða okkar. Örríki á milli tveggja heimsvelda þ.e. ESB og USA. Og nær engar þjóðir í næsta nágreni okkar sem ekki tilheyrðu öðru hvoru. Við erum bundin ESB í gegnum EES samningin og verðum að taka þar upp lög og reglur varðandi flest allt sem snertir um 60% af þvi sem að ESB ákveður. Og þar höfum við engin áhrif. Menn tala alltaf um að við hefðum sennilega aðeins um 3 fulltrúa á Evrópuþinginu en gera sér ekki grein fyrir að framgangur mála þar byggir á samvinnu og samstarfi þar sem að hópar fulltrúa frá ýmsum ríkjum sameinast um framgang mála. Svipað og má sjá hjá Sameinuðuþjóðunum. Og nú þegar hafa Finnar, Svíar og Danir lýst því yfir þeir mundu fagna okkur í hópinn sem mundi styrkja áhrif Norðurlanda í ESB.
Svo smá að lokum um krónuna! Menn hafa talað hér um að ekki megi kenna krónunni sem slíkri um stöðu efnahagsmála hér. Krónan sé aðeins birtingarmynd á stöðu efnahagsmála. En menn gleyma því að á meðan að krónan var sem styrkust voru hér háir stýrivextir sem hafa alltaf verið skýrðir út með því að krónan sem hávaxtamynt vegna stærðar sinnar sem og stærðar okkar. Og á meðan króna er gjaldmiðill okkar verða alltaf hærri vextir hér en í nágranalöndum okkar. Þetta sögðu menn löngu fyrir hrun.
Írar hallast að Lissabonsáttmálanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Það var líka meirihluti í skoðanakönnunum fyrir samþykkt Stjórnarskrár Evrópusambandsins nokkrum vikum fyrir þjóðaratkvæðið í Írlandi á síðasta ári. Síðan tókust andstæðar fylkingar á og niðurstaðan var önnur.
Við undum hag okkar annars ágætlega á milli tveggja stórríkja í kalda stríðinu. Hefðum við s.s. átt að ganga í annað hvort Bandaríkin eða Sovétríkin? Væntanlega samkvæmt þinni kenningu.
Hjörtur J. Guðmundsson, 1.6.2009 kl. 13:26
Ef þú veist ekki um hvort ESB sé að þróast í sambandríki, þá ættir þú að lesa Lissabonsamninginn. Einnig ættir þú að fylgjast með umræðunni um EVRUNA í ESB löndum. Umræða um að EVRAN endurspegli ekki efnahagslíf allra þjóða, og því sé gjaldmiðillinn farinnað kyrkja þjóðirnar. Evran nær ekki sínum tilgangi sem gjaldmiðill ESB fyrr en búið er að sameina þjóðirnar undir eitt sambandsríki. Ríki sem byggir á sinni eigin löggjafarvaldi, sinni sameiginlegu skattastefnu. Til þess að ESB getur þrifist er þessi áætlun um sambandsríki eini möguleikinn fyrir tollabandalagið ESB til að lifa áfram. Að öðrum kosti mun Tollabandalagið liðast sundur innan frá.
Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 13:55
Fyrir kosningarnar 2008 var allur gangur á útkomu skoðannakannanna. Öðruvísi en núna þr sem sívaxandi stuðningur er við Umbótasáttmálann.
Why ? jú einfaldlega vegna þess að búið er að leiðrétta allar rangfærslur andsinnanna. Málflutningurinn sem þeir heldu uppi var meir og minna skrípaleikur.
Einngig var það að stuðningshliðin var ekkert skipulögð og engin barátta í gangi í rauninni. Andsinnar fengu að leika bara lausum hala í bulli sínu.
Hvað getur ísland lært af þessu ? Jú, Já-hliðin hér verður að skipuleggja sig og taka á rangfærslum andsinna á skipulegan hátt. Þröngsýn er td. búin að valda þó nokkrum skaða aðeins með því einfalda trikki að flytja sömu rangfærslurnar og ruglið 100 sinnum eða oftar.
Svo er eg ekki alveg að fatta þetta hjá mogga: "Þeim hefur síðan verið lofað að tekið verði aukið tillit til sjónarmiða þeirra"
Hvað er verið að tala um þarna.
Hins vegar veit eg að ESB gaf einfaldlega út yfirlýsingu að málflutningur andsinna væri mestan part bull og Libon sáttmálinn snerist ekkert um það sem haldið væri fram:
The necessary legal guarantees will be given on the following three points:.
• nothing in the Treaty of Lisbon makes any change of any kind, for any Member State, to the extent or operation of the Union's competences in relation to taxation;
• the Treaty of Lisbon does not prejudice the security and defence policy of Member States, including Ireland's traditional policy of neutrality, and the obligations of most other Member States;
• a guarantee that the provisions of the Irish Constitution in relation to the right to life, education and the family are not in any way affected by the fact that the Treaty of Lisbon attributes legal status to the EU Charter of Fundamental Rights or by the justice and home affairs provisions of the said Treaty.
In addition, the high importance attached to the issues, including workers' rights, set out in paragraph (d) of Annex 1 will be confirmed.
In the light of the above commitments by the European Council, and conditional on the satisfactory completion of the detailed follow-on work by mid-2009 and on presumption of their satisfactory implementation, the Irish Government is committed to seeking ratification of the Treaty of Lisbon by the end of the term of the current Commission.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.6.2009 kl. 14:02
Eggert þér væri holt að velta fyrir þér hvaða lönd það eru sem eru í ESB og reyna að ímynda þér hvort að þau séu ekki fullvalda og sjálfstæð. Og hvort að þau komi ekki til með að vera það áfram. Minni t.d. á að þarna fara þjóðir eins og Norðurlöndin flest, Frakkaland sem kom lýðræði hjá sér með blóðugum byltingum. Þjóð sem hikar ekki við að beita sér gefn stjórnvöldum ef að þeim finnst á lýðræðið hallað hjá sér. Og öll hin löndin. Það segir mér engin að þau láti þessa samvinnu og samstarf þróast út í sambandsríki. En þau gera sér grein fyrir því að sameinuð á ákveðnum sviðum verða þau miklu sterkari eins og á viðskiptasvið t.d.
Magnús Helgi Björgvinsson, 1.6.2009 kl. 14:09
Sæll Magnús.
Ég held að það sé nú of snemmt hjá ykkur ESB sinnum að fagna því að Írar samþykki Lissabons sáttmálan (Stjórnarskrá Evrópsusambandsins) þrátt fyrir að vera nú þrengt inní enn aðra atkvæðagreiðslu til þess að þóknast möppudýrunum sem nú eyða milljónum EVRA í auglýsingar og kynningar í Írskum fjölmiðlum úr áróðusrsmálasjóðum ESB elítunnar til þess að boða fagnaðarerindið.
Þið ESB sinnar hérlendis virðist allir vera því marki brenndir að þið viljið kolgleypa þetta allt saman og drekka þennan ESB bikar alveg í botn líka Lissabon sáttmálann sem er ekkert annað en sáttmáli um að gera ESB að enn sterkara miðstýrðu Ríkjasambandi.
Þið eruð í þessu trúboði ykkar eins og gömlu Sovét kommarnir í gamla daga sem sungu; "Sóvét Ísland óskalandið hvenær kemur þú" algerlega bláeygir eins og þið og áttuðu sig ekkert á þvi hvurslags rugl og bull þeir voru að biðja um.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 14:14
Það er nefnilega það Magnús fólkiið í Frakklandi hafnaði líka Lissabon sáttmálanum í þjóðarartkvæðagreiðslu og í Hollandi líka og þá hætti miðstýringarvaldið við að bjóða uppá það að fólkið fengi nokkuð að kjósa um þetta. Það var einungis í Írlandi sem ekki var hægt vegna gömlu stjórnarskrár landsins að breyta þessu og þar varð þó að kjósa. ESB sinnar í Írlandi og ESB valdið í Brussel ræddu meðal annars um það breyta þessari gömlu stjórnarskrá Írlands til þess að komast hjá að þurfa að láta kjósa aftur um þetta í Írlandi.
Lissabons sáttmálin er valdboð VALDAELÍTUNNAR Í ESB um meiri völd sér til handa til þess að komast endanlega meira og meira framhjá sjálfu lýðræðinu.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 14:24
Hvað áttu við með "Valdaelítu í ESB"? Svona miðað við þau ferli sem við þekkjum eru forstætisráðherrar og eins 27 fulltrúar í framkvæmdaráði sem ráða og þar er einn fulltrúi frá hverju landi.
Bendi þér á að skoða eftirfarandi varðandi þróun mála á Íslandi frá seinna stríði
- Marshall aðstoðinn þar fengum við meira en nokkur önnur þjóð hlutfallslega og keyptum hér full af fiskiskipum fyri hana og lögðum vegi.
-Norðulandaráð. Þegar við gengum þar inn fengum við ýmsa styrki sem aðrar þjóðir fengu ekki og virkaði sem vítamínssprauta.
- EFTA: Við fengum háa styrki frá EFTA til að laga þjóðfélagið að nýjum aðstæðum. Andstæðingar sögðu að EFTA væri bara að semja við okkur til að stela fyrirtækjum og fiskinum í sjónum.
-EES: Við fengum inn í þann samning undaþágur fyrir okkur sem engin annar hefði fengið.
Allir þessir samingar um samstarf hafa skilað okkur hagsæld. Og menn segja að ef við hefðum ekki gengið til þessarar samvinnu þá værum við hér enn með skömtunarseðla og nauðsynjar skammtaðar til okkar.
Við höfum góða samningsstöðu þar sem að við erum lítil og undanþágur ekki það stórar að þær mælist í 500 milljón manna sambandi eins og ESB.
Magnús Helgi Björgvinsson, 1.6.2009 kl. 14:52
Ég er ekki viss um að þú hafir kynnt þér yfir höfuð hvað ESB stendur fyrir. Ég var staddur í Frakklandi þegar stjórnarskrárkosningarnar fóru fram 2005 og það var alveg ótrúlegt að þeim skuli hafa verið hafnað. Hvers vegna, jú vegna þess að í fjölmiðlum var nær einstefna í áróðrinum fyrir stjórnarskránni. Kosið var um stjórnarskránna á Spáni, í Frakklandi og Hollandi. Spánverjar samþykktu, en Frakkar og Hollendingar höfnuðu henni. Þegar afstaða Hollendinga og Frakka lá fyrir, þá var snarlega hætt við að láta kjósa annarsstaðar þar sem menn vildu ekki fá nei, eins og til dæmis hjá Bretum, en þar var nær öruggt að henni yrði hafnað ar. Allstaðar þar sem hún var samþykkt, þá var það á þingum landanna og almenningur hafði ekkert um það að segja.
Í kjölfar höfnunar á stjórnarskránni, þá var settur saman hópur undir leiðsögn Valéry Giscard d'Estaing fyrrum forseta Frakklands. Markmiðið var að ná fram öllu varðandi stjórnarskránna, en án þess að kjósa þyrfti um það (maður getur ekki annað en dáðst að lýðræðisástinni þarna í ESB). Valéry sagði sjálfur að Lissabon sáttmálinn væri stjórnarskráin í því formi að hægt væri að koma henni í gegn án þess að kjósa um hana. Þar er hvergi minnst á orðið stjórnarskrá og því hægt að segja að þetta sé ekki stjórnarskrá sem slík og svo er sáttmálinn í raun bara svona bandormur á íslenska vísu þar sem þetta eru bara breytingar við ríkjandi ákvæði hinna og þessa sáttmála, reglna og laga. Markmiðið er hins vegar það að sameina evrópsk ríki í sambandsríki.
það er nefnilega markmið bjúrókratanna, að mynda evrópskt sambandsríki. Það hefur komið fram áður.
Varðandi Frakka og blóðuga byltingu þeirra. Þeir hafa reglulega mótmælt bullinu frá Brussel og nú síðast voru franskir sjómenn að mótmæla sjávarútvegsstefnu ESB enda er hún að ganga af frönskum sjávarútveg dauðum. Það er nær alveg búið að drepa þann breska og Írar vita varla hvað fiskiskip er.
Svo eru það bændurnir. Þeir eru ekki beint grúppíur þessa sambands. Þeir eru búnir að vera að mótmæla þessu sambandi í áratugi og hafa ekki fengið neitt út úr því. Þegar talað er um styrki sambandsins til landbúnaðar og hvernig þetta hjálp bændum þá er athyglisvert til þess að hugsa að særsti styrkþeginn í Hollandi heitir Grovenor og er breskur, reyndar betur þekktur sem Hertoginn af Westminister, já þessi eini sanni sem á allar dýrustu lóðirnar í London og einn ríkasti maður landsins. Í Frakklandi er það svo Prinsinn af Monaco sem fær flesta styrkina. Ekki beint þeir sem sjúpa dauðan úr skel.
ESB kemur ekki til með að hjálpa neinum hér á Íslandi sem ekki ætlar að fara í vinnu í Brussel eða komast á spenann að öðru leiti. Ég yrði hissa ef Írar samþykkja sáttmálann, en maður veit svo sem ekki því það er margt sem fólk gerir í þrengingum, enda er verið að nýta sér það hér á landi sem og annarsstaðar.
Hvað okkur varðar, þá er alveg augljóst að ef vera Íra í ESB og eurozone kom ekki í veg fyrir efnahagssamdrátt hjá þeim, þá kemur það ekki heldur til með að koma í veg fyrir það hjá okkur í framhaldinu. Það kemur heldur ekki til með að hjálpa okkur úr því núna.
Ég þekki ástandið í Frakklandi og það er ekki upp á marga fiska í dag og almenningur er þreyttur, reyndar mjög þreyttur og hefur margur hver fengið nóg af þessu sambandi. Litið er til þess sem klíkusamkomu og spillingabælis.
Já og varðandi þetta með að við séum svo lítil að undanþágur fyrir okkur skipti ekki máli í heildarsambandinu, þá er það bara þannig að þetta er klúbbur sem ekki mismunar neinum, þ.e. enginn fær sérmeðferð. Annað hvort förum við inn og tökum því sem þar er, eða stöndum utan við þetta. Þetta er ekki flókið og þarf ekki neitt inngöngu ferli til að sjá það.
Jón Lárusson, 1.6.2009 kl. 16:51
Umbótasáttmálinn var einfaldlega nauðsynlegur vegna þess að svo mörg ný ríki höfðu bæst við að það þurfti að laga og betrumbæta ýmislegt.
Það er ekkert leyndardómsfullt við sáttmálann. Ekki neitt.
Í rauninni engin meginbreiting á núverandi fyrirkomulagi nema að verið er beisikallí að auka lýðræðið og vald aðildrríkja.
Það er ekki verið að stofan ESB ríki.
ESB er samvinna fullvalda ríkja að sameiginlegum hagsmunum. Þau hafa fundið út að best er að sinna sumum af sínum hagsmunum í samvinnu allra ríkjanna. Allt og sumt. Öll ósköpin.
Andsinnar eru sér til stórskammar með þessu eilífa þvaðri sínu útí loftið af engri þekkingu og litlu viti. Þvílíkar langlokur um ekki neitt sem frá þeim koma.
Sem betur fer fækkar þeim óðum sem taka minnsta mark á andsinnadellunni.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.6.2009 kl. 17:19
Jón Lárusson alltaf gaman þegar svona beservissar villast hingað inn. Ég hef kynnt mér bara þó nokkuð hvað ESB stendur fyrir og ég veit að það er ávallt einhver hópur fólks sem getur ekki hugsað sér svo náið samstarf við aðrar þjóðir. Ég reyndar fylgdist ekki með hvernig kosningar um Lissabonsáttmálann fór í Frakklandi á sínum tíma gott að vita það. En bendi þér á að bændur í Frakklandi voru farnir að mótmæla löngu áður en Stál og Kolabandalagið var stofnað sem nú er orðið að ESB.
Bendi þér á að hér á landi eru búið að sína fram á að styrkir til bænda og fólks í dreifbýlinu verða áfram þeir sömu. Þ.e. að Ísland fær aðgang að reglunni um Landbúnað á Norðlægum slóðum eins og Svíar og Finnar og gefur það kost á að ásamt styrkjum frá ESB þá hefur ríkið heilmildir til að styrkja landbúnað sérstaklega.
Varðandi Íra þá bendi ég þér á að þar hrundu bankarnir ekki alveg. Fólk þar þurfti ekki að upplifa gengisfall sem hækkaði skuldir þeirra um allt að 100%. Og fólk þar þarf ekki að borga 15% vexti ofan á allt annað. Eða leggja seðlabanka til 3 til 400 milljarða vegna útlána hans til banka eða taka lán upp á 2,1, milljarð dala til að eiga gjaldeyrisvarasjóð.
Magnús Helgi Björgvinsson, 1.6.2009 kl. 18:28
Á vef fastanefndar ESB gagnvart Noregi og Íslandi má lesa um helstu markmið Lissabon Sáttmálans þar segir m.a.
Nánar má finna ýmsar upplýsingar á www.esb.is
Magnús Helgi Björgvinsson, 1.6.2009 kl. 18:32
"Ákvæði um beina þátttöku borgaranna til að hafa áhrif á ákvarðanatöku hefur verið komið inn."
Þetta er eina setningin (marklaus þó) um lýðræði borgaranna sem á að vera inni í sáttmálanum. Allt annað er miðstýrt vald.
Mér sýnist þú sína lítilmennsku þegar þú kallar Jón Lárusson "beservisser"þegar þú hefur engar málefnalegar skýringar á innleggi hans til þessarar umræðu, og skellir fram á síðuna þína texta frá e-h. esb síðu, líklega vegna þess að þú hefur verið heilaþveginn og illa lesinn um málefni og markmið ESB. Þá er ég að tala um stefnu ESB til ríkjasambands.
Ef fþeim tekst það ekki þá líður tollabandalagið í sundur og evrópugjaldmiðillinn EVRA hverfur drottni sínum
Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 21:32
Ég ætla ekki að fara að munnhöggvast um einhverjar persónulýsingar. Hins vegar þá er ég ánægður að heyra að þú hafir kynnt þér ESB. Hins vegar vil ég benda þér á að það hefur aldrei verið kosið um Lisbon sáttmálann í Frakklandi. Reyndar aldrei verið kosið um hann nema á Írlandi, þar sem honum var hafnað. Hins vegar var kosið um stjórnarskrá ESB í Frakklandi 2005, þar sem henni var hafnað.
Hvað Írland varðar, þá er ég sammála þér að þeir standa ekki frammi fyrir gengisfellingu sem hækkað hefur erlend lán. Hins vegar standa þeir frammi fyrir hátt skrifuðu euro sem gerir það að verkum að þeir eru ekki að fá þær þjóðartekjur sem þeir þurfa til að auka innkomu erlends fjármagns. Því hefur verið fleigt fram í umræðunni á Írlandi að Írland standi verr að vígi en Ísland þar sem þeir geti ekki fellt gengið eins og gerðist á Íslandi. Það er nefnilega ekkert betra að vera með of hátt skrifað gengi heldur en of lágt skrifað.
Ein helstu rökin fyrir inngöngu í ESB eru að við fáum mun stöðugra efnahagsumhverfi og að það ástand sem við erum að fara í gegnum núna hefði ekki komið til hefðum við verið í ESB og með euro. Það sem ég hins vegar vil benda á með vísan til Írlands, er að þeir eru í mjög miklum vandræðum og ESB aðild og euro hjálpaði þeim ekkert. Það er meira að segja spurning hvort það sé ekki að hefta þá í að vinna úr sínum málum. Málið er að ESB er engin lausn, hvorki fyrir okkur eða Íra. Það sem skiptir máli er að við leysum okkar mál sjálf á okkar eigin forsendum. Það er eina leiðin fyrir okkur.
ESB er samband þar sem sérþarfir eru ekki teknar fyrir. Þess vegna eru Írar í þessum vandræðum, þeir falla ekki inn í heildina. Svo eru þeir reyndar ekki mjög vinsælir innan ESB þessa dagana þar sem þeir felldu Lisbon sáttmálann í fyrra. Þeir eru ekki vinsælir innan ESB, þessir sem sýna sjálfstæðan vilja. Ef þú ert þarna inni þá átt þú að fylgja línunni frá Brussel. Ekki ósvipað og þetta fræga flokksræði sem hefur verið svo tíðrætt hérna heima undanfarið.
Jón Lárusson, 2.6.2009 kl. 11:39
Bara svona vegna þess efsta fyrst. Þá líkar mér illa þegar fullyrt sé að ég hefi ekki kynnt mér málin.
Og svo við víkjum aftur að því seinasta sem þú nefnir þá eru Írar reyndar að átta sig á því að Lissabon sáttmálinn er alls ekki svo slæmur og skoðunarkönnunin sýnr það. Enda var þar eins og hér haldið upp látlausum áróðri gegn þessum sáttmála. M.a. var því haldið fram að Írland mundi fyllast af erlendum verkamönnum mörgu öðru fáránlegu sem ekkert er talað um í samningnum. Og eins að Írar þyrftu að borga muna meira og ráða engu.
Og með þetta allra síðasta þá er það rétt hjá þér að í ákveðnum málaflokkum þyrftum við að fylgja meginlínum. T.d. hvað varðar verslun og viðskipti, umhverfismál og þessháttar. Held að í höfuð atriðum fylgjum við þeim leiðum hvort eð er.
Og aftur vegna Írlands þá eru þeir sjálfstæð þjóð sem rekur sitt eigið efnahagslíf. Þeir eins og við gættu ekki að þvi hvað bankarnir voru að gera. Og lentu í því að þurfa að leggja bönkunum til fé. Það er engin að segja að ESB mundi koma og bjarga okkur út úr öllum vitleysum sem við ættum eftir að gera.
Við inngöngu í ESB fáum við rauhæfustu framtíðarstefnu í peningamálum sem við eigum völ á til að fá hér stöðugleika. Við losnum við tolla á innflutum matvörum og öðrum vörum sem skapar neyendum betri kjör. Við fáum aðkomu að allri ákvarðanatöku varðandi t.d. mál sem við höfum hingað til þurft að gleypa hrá frá ESB í gengum EES. Við fáum styrki beint í dreifbílið sem hjálpar okkur að losa um framleiðslustyrki og breyta þvi kerfi.
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.6.2009 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.