Leita í fréttum mbl.is

Er Sigmundur að fara með rétt mál?

Var að kýkja á vef persónuverndar þar sem að Lánstraust skilar inn niðurstöðum úr kerfi sínu ársfjórðungslega og þar eru þessar tölur frá 3 ársfjórðungi 2007

Sigmundur segir:

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á Alþingi í dag að 18.733 einstaklingar væru á vanskilaskrá. Átti hann við þá einstaklinga sem komnir eru í alvarleg vanskil og hefðu ekki sótt um frystingu lána. Þetta væru tölur frá Creditinfo. Sigmundur sagði að þó staða einstaklinga og fjölskyldna væri slæm, væri staða fyrirtækja enn svartari. www.visir.is

En skv. Lánstrausti voru í sept 2007

Á vanskilaskrá Lánstrausts hf. eru 16.238 einstaklingar og 6.177 fyrirtæki.

Magn einstakra upplýsinga er eftirfarandi:

Árituð stefna, ábm. - 1.727

Árangurslaust fjárnám - 42.496

Árituð stefna - 15.051

Dómur, ábm. - 87

Dómur - 886

Fyrirtaka nauðungarsölubeiðni - 4.686

Gjaldþrotaúrskurðir - 4.250

Innkallanir - 7.282

Greiðslustöðvun - 14

Auglýst uppboð - 10.570

Skiptalok - 3.721

Vanskil við áskrifendur LT - 110.999

Og á vef viðskiptablaðsins í mars 2008 má lesa

Alls voru 15.777 einstaklingar á vanskilaskrá í lok febrúar og 6.330 lögaðilar, þ.e. fyrirtæki og félög. Hefur einstaklingum á vanskilaskrá heldur fækkað á milli ára, en þeir voru 281 fleiri í janúarlok í fyrra, eða alls 16.058 talsins, en lögaðilum hefur hins vegar heldur fjölgað á milli ára, eða um 159 frá janúarlokum 2007 til febrúarloka 2008.

Það sem vekur hins vegar mestu athygli er að heildarfjöldi skráninga hefur aukist til muna. Þær voru alls 3.015 í janúar 2007, alls 3.847 í janúar 2008 og alls 4.266 í febrúar.

Ef þetta er rétt hjá Sigmundi þá mundi ég álykta sem svo að  fólki á vanskilaskrá hafi fjölgað um 3000 frá árunum 2007 og 2008. Miðað við að hér eru um 15 þúsund atvinnulausir þá er þetta miklu minna en maður gæti haldið og ég sé ekki hvar hann finnu 7 földun.


mbl.is Fjöldi alvarlegra vanskila hefur sjöfaldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband