Leita í fréttum mbl.is

Ég tel að ASÍ hafi sitthvað til síns máls.

 ruv.is

ASÍ: Stjórnvöld ábyrg fyrir fátækt

Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að fátækt barnafjölskyldna á Íslandi eigi ekki að koma stjórnvöldum á óvart. Þau beri ábyrgð á fátækt á Íslandi. Þau hafi ekki nýtt tækifæri til uppræta fátækt heldur kosið að afnema hátekjuskatt. Fyrir helgi skilaði forsætisráðherra tveggja ára gamalli skýrslu OECD um fátækt en þar kemur í ljós að 6,6% íslenskra barna teljast búa við fátækt eins og hún er skilgreint hjá OECD. Samkvæmt þeirri skilgreiningu búa yfir 4.600 börn við fátækt hér á landi. Mest er fátæktin hjá einstæðum foreldrum undir tvítugu.

Það er alveg merkilegt að við þetta ríka land höfum lítinn áhuga á að reyna að umbylta kerfinu hjá okkur til að útrýma að mestu fátækt. Aðrar norðulandaþjóðir hafa gert þetta. Þar eru t.d. fataekt1barnabætur mun hærri en hér. Og barnabætur koma fátækustu börnunum best til góða af mögulegum aðgerðum. Skv. skýrslu um fátækt eru það börn einstæðra foreldra sem eru særsti hluti þessa 4600 barna sem lifa við fátækt.

Nei þessi í stað eru verið að gera vel við hátekjufólk og eignarfólk með því að fella niður eignarskatta og hátekjuskatta. Barnabætur eru skertar eða ekki látnar fylgja vísitölu.

Það virðist vera að hér metum við fólk sem á eignir og peninga hærra en börn og látekjufólk.

Þannig er það alveg með ólíkindum að öyrkjar sem fá lífeyrir frá ríkinu (TR) fá kannski um 100.000 en þurfa að borga af því 10 - 15 þúsund í skatt til ríkisins. Eins að allar tekjur sem þau hafa draga úr lífeyri þeirra þannig að þeim er eiginlega fyrirmunað að auka það fjármagn sem hafa handa á milli.

En nei hér eru það fyrirtækin og eignafólkið sem við látum ganga fyrir. Og svo má ekki gleyma að alþingismenn passa að gera vel við sjálfa sig í ellinni og við flokkana sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband