Laugardagur, 6. júní 2009
Það er nú spurning hvað hann á við skv. þessari frétt?
Skv. www.ruv.is er haft eftir honum:
Tryggingasjóðurinn sé sjálfstæð stofnun sem ríkið beri ekki ábyrgð á. Stefán telur að sjóðinum beri skylda til að greiða reikningana þó ekki sé til nógir fjármunir í honum. Evrópusambandið sé ábyrgt vegna klúðurs í innlánatilskipana því það hafi verið ESB sem hafi komið þeim í umferð.
Hann hlýtur að vera búinn að kynna sér þetta eða þá að hann hefur sagt þetta áður en eftirfarandi kom fram:
- Það er skilanefnd Landbankans sem gefur út skuldabréf fyrir þessari upphæð. Tryggingarsjóður innistæðna kemur þarna að.
- Ríkð kemur aðeins að þessu með ríkisábyrgð.
Bendi á góða fræslu um þetta frá Friðriki Jónssyni þar sem hann segir m.a.
"Samkomulag íslenskra stjórnvalda við Breta og Hollendinga vegna ICESAVE-reikninganna gerir ráð fyrir að skilanefnd Landsbankans gefi út skuldabréf upp á tæplega 630 milljarða króna á núverandi gengi sem tryggt verður með veði í öllum eignum bankans í Bretlandi."
Hvet fólk til að lesa greinina hans í heild. Hann vitnar líka í fyrri færslur sína og segir m.a.
Í stuttu máli þýðir þetta að innistæðueigendur í Hollandi og Bretlandi eru í fullum rétti til þess að fara í mál fyrir íslenskum dómstólum og krefjast þess að fá alla upphæð ICESAVE innistæða greidda að fullu. Það er skuldbinding upp á líklega 12 14 hundruð milljarða, eða rúmlega tvöfalt meira en þetta samkomulag gerir ráð fyrir og allt með fullri ríkisábyrgð!
Og síðar segir hann:
Hvað varðar þá röksemdafærslu að hugsanlega, mögulega, kannski sé hægt að komast undan ICESAVE ábyrgðum fyrir dómstólum:
"Þrátt fyrir að lagatæknilega sé hægt að halda því fram að hugsanlega megi komast undan þessum ábyrgðum eru líkur á því að sú lagatæknilega túlkun næði fram að ganga hverfandi. Hagsmunum þeim sem yrði fórnað til lengri tíma, ekki bara á meðan að málaferlum stæði, heldur einnig til langrar framtíðar í kjölfarið, væru miklu mun meiri en svo að slíkt gæti talist ábyrgt."
Og til að fyrirbyggja misskilning vil ég taka fram að Friðrik var í framboði í forvali Framsóknar. Og hann er sérfræðingur í Alþjóðasamskiptum og Alþjóaviðskiptum. Ólíkt öðrum sem gaspra um þetta mál.
Ósáttur við Icesave-lausn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Hvað sem þú reynir að bera í bætifláka fyrir þetta samkomulag þá stendur það upp úr að við eigum að standa skil á 11-földum stýrivöxtum breska seðlabankan og greiða upp höfuðstól milljarðamæringa sem enn eiga eignir á Íslandi. Ef það fylgdi þessum samningi viljayfirlýsing til að þjóðnýta actavis sem og allar aðrar eigur Björgúlfsfeðga og vextir af láninu væru hóflegir væri kannski hægt að taka þetta í mál en sem staðan er mun þetta samkomulag jafngilda efnahagslegur stríði ríkisstjórnarinnar fyrir hönd erlends fjármagnsauðvalds gegn þjóð sinni og við munum svara fyrir okkur. Við getum vellt bönkunum þeirra, farið í verkföll, minnkað stórfelldlega skattgreiðslur okkar eða farið beint í að stöðva afgreiðslu málsins á þingi með beinum aðgerðum. Þetta verður ekki liðið. Friður er óafturkræft rofinn á Íslandi
Héðinn Björnsson, 6.6.2009 kl. 13:47
Þetta eru fastir vextir og stýrivextir í Bretlandi eiga eftir að hækka. Sem og að þetta eru betri kjör en okkur bjóðast annarstaðar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 6.6.2009 kl. 13:50
Hér ertu að rugla saman samkomulaginu sem ESB-stjórnin er að fara að skirfa upp á og svo þeim sem krafan beindist upphaflega að. Þegar að Landsbankinn fór á hausinn þá er það Tryggingarsjóðurinn sem tekur við kröfum.
Annars er ég ósammála Friðrik um að hér sé bara um lagatæknilegt atriðið að ræða sem hugsanlega megi koma okkur undan ábyrgð en líklega mun ekki gera það, eins og hann orðar það. Orð lagagprófessors vega þyngra hjá mér en mans sem hefur enga sérþekkingu á lögum og ruglar þar að auki saman upphaflegu kröfunni við samning sem ríkið gerir seinna.
Þetta lyktar allt að því að vera inngöngumiðið í ESB þar sem Ísland missir fullveldi sitt, þrátt fyrir óskhyggju manna um annað.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 13:59
Ég sé nú ekki hverju ég er að rugal. Það var almennt viðhorf hjá öllum sem við leituðum til að að til þess að lönd væru tilbúin að aðstoða okkur þyrfti að ná landi í IceSave. Og eftir árangurslausa fundi hér á landi og London og allt var að fara til andskotans m.a. engin gjaldeyrir til landsins. Þá var sest niður að frumkvæði ESB í París þar sem að samkomulag náðist um málsmeðferð varðandi IceSave.
Bendi þér svo á að við komum ekki til með að greiða þetta lán. Það verður skilanefnd Landsbankans. Lansbankinn fór aldrei á hausinn. Hann er í gangi enn skv. neyðarlögum. Heitir núna Gamli Landbanki og heldur utan um eignir og skuldir Landsbankans eins og þær voru.
Lagaprófessor hér á landi getur horft í einhverjar glufur sem honum finnst vera. En það er spurning hvort og þá hvað við mundum græða á því að rjúfa nokkurnvegin viðskiptatengsl okkar við öll Evrópuríki. A.m.k. tímabundið. Og ef að Eignir Landsbankans hækka og duga fyrir þessu þá borgum við í raun ekki neitt. Því ef við miðum við að hann hefði farið í gjaldþrot þá hefðu þessar eignir ekki orðið að nema broti af þvi sem hægt er að gera þær með tímanum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 6.6.2009 kl. 14:48
Það var þá lámark að greiða með fyrirvara.
Sigurður Þórðarson, 6.6.2009 kl. 15:22
Mikið líður mér nú betur þegar Magnús er búinn að lofa því að við þurfum aldrei að borga þetta.
Það er nú alltaf gott að vita það að ríkisstjórnin er bara að skrifa undir þetta í plati og að við séum ekki að borga þetta til að komast í ESB.
Þungu fargi af mér létt....
Þórður G. Sigfriðsson (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 16:34
Það er náttúrulega algjör þvæla að tala um að Landsbankinn hafi ekki farið á hausinn þó sett hafi verið um hann neyðarlög. Bankinn stóð ekki undir þeim skuldbindingum sem hann hafði tekist á hendur og átti ekki eignir til að láta á móti. Þar með er ekki hægt að halda því fram að bankinn hafi ekki farið á hausinn.
Það er regla í siðuðum ríkjum að menn fari með ágreiningsmál sín fyrir dóm til að fá skorið úr um þau álitamál sem deilt er um. Afstaða ESB og Breta var og er bundin við þá hræðslu að Ísland á alla möguleika á að vinna slíkt mál og þar með setja innstæðutryggingakerfi ESB á hliðina. Það er auðvitað siðferðislega rangt að láta skattgreiðendur borga fyrir skuldbendingar annarra en það er bara eins og með svo margt sem er siðferðisbrestur á í vinstristefnum. ESB klikkar hins vegar á því að setja ekki skýra löggjöf um tryggingarkerfi innstæðureikninga og getur ekki nema með þvingunum fengið Ísland til að greiða þessar upphæðir. Nú er upphæðin ekki há fyrir Breta og Hollendinga þetta er svipað og við værum að neyða Færeyjar til að greiða okkur 300 milljónir, það liggja því annarleg sjónarmið að baki hjá þessum blessuðu „vinaþjóðum“ okkar.
Mér finnst þú skauta ansi létt yfir þá staðreynd að lagaprófessorar og lögfræðingar hafi bent á að Ísland beri ekki ábyrgð á þessum skuldbindingum. Þú lætur eins og um rof á samskiptum við ESB sé í húfi, svo er ekki og hefur aldrei verið. Þú telur líka að eignir Landsbankans muni dugar fyrir skuldunum og það vona ég en það eru engar forsendur sem gefnar hafa verið sem gefa það til kynna. Það er nokkuð ljóst af þessu máli að Samfylkingin er að kaupa frið við ESB til að greiða fyrir leið Íslands í ESB. Þar fer þá endalegt fullveldi landsins til möppudýra í Brussel, glæsileg framtíðin sem við eigum í vændum.
Smá fræðslumoli í lokin: Vissir þú að 380 þúsund embættismenn vinna hjá ESB og þar af 50 þúsund bara hjá framkvæmdarráðinu og þinginu.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 17:56
Fara rétt með Vilhjálmur:
Og hvað heldur þú að það séu margir prófessorar bæði hér og erlendis sem halda öðru fram? Og hvað heldur þú að það hefði tekið langan tíma að fá út úr þessu skorið? Og hvað heldur þú að það hefði kostað okkur fyrir utan álitshnekki sem við hefðum hlotið erlendis? Og þú mannst væntanlega að það var ráðin lögfræðistofa til að kanna möguleika okkar gegn Hryðjuverkalögm sem sett voru á okkur sem og ábyrgðum okkar á IceSave og þeir töldu þetta vera svo mikið vafaatrið auk þess sem þetta þurfti að reka fyrir breskum dómsstólum. Síðan fyrir Evrópudómstólnum. Og það var talið að við líkur á sigri okkar væri lítill.
Þórður bendi þér á að lesa fréttirnar. Það verður á ábyrgð skilanefnda að hámarka eignir Icesave og menn hafa fært að því líkur að á nokkrum árum verði þær verðmætari og dugi fyrir þessum skuldum. Þetta hefur veirð sagt í 6 mánuði. Í versta falli erum við að tala um einhverja tugi milljarða sem lenda á okkur. Það er mat erlendara sérfærðinga að eignir komi tll með að duga fyrir allt að 95 til 100% þessarar skuldar. Strax í næstu viku þegar hryðjuverkalögni verða afnumin þá losnar um 60 milljaðra í Icesave sem veldur því að lánið verður í raun ekki nema 560 milljarðar miðað við gengið í dag Og ef gengi krónunar styrkist um 30% lækkar þessi skuld um 200 til 250 milljarða og þá eru eftir kannski 300 milljarðar.
En þið megið hanga í þessum patent lausnum ykkar að við þurfum ekkert að borga og lækkum bara lánin eins og okkur sýnist.
Magnús Helgi Björgvinsson, 6.6.2009 kl. 18:27
Já við skulum fara rétt með og byrjum á því að benda á að upplýsingarnar þínar koma frá Evrópusamtökunum sem berjast fyrir því að selja fullveldi landsins til Brussel eða viltu kannski líka reyna að halda því fram að innganga í ESB sé ekki framsal á fullveldi?
Það er rétt það vinna bara rétt 50 þúsund manns við framkvæmdastjórnina og þinginu en þá er auðvitað ekki talið með allur sá fjöldi embættismanna sem starfa hjá aðildarríkjunum að málefnum sambandsins en samkvæmt Heimsýn er það alls um 380 til 400 þúsund. Þá má til gamans geta að Danir leigja fjölda véla á ári til að fljúga með embættismenn frá og til Danmörku til og frá ESB.
Nú það eru fleiri upplýsingar sem eru villandi eða rangar á www.evropa.is t.d. segja þeir að Ísland hafi tekið upp 2/3 af löggjöf ESB en sannleikurinn er að við höfum tekið upp innan við 10%. þessar tvær skýrslur frá Alþingi staðfesta það
http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Ymislegt/Altingi_-_EES_tengd_loggjof.pdf
og
http://www.althingi.is/altext/131/s/1373.html
Það er greinilegt að lítið er marktakandi á upplýsingum frá þessari síðu. Svo ég legg til Já að menn fari rétt með.
Magnús nú hafa lagaprófessorar á Íslandi og lögfræðingar talið að best sé að fara með þetta mál í dóm og láta skera úr um það hvort við eigum að bera ábyrgð á þessum skuldum. Ef þú ert ósammála því fólki og telur að slíkt sé vitleysa þá vænti ég þess að þú komir með einhverja lagalegar forsendur fyrir því að allir þessir lögmenn hafi rangt fyrir sér.
Það er vonandi að þú hafir rétt fyrir þér og að til verði eignir til að greiða skuldirnar en það hafa engar upplýsingar komið fram um það og engir sérfræðingar viljað setja nafn sitt við slíkar spár, ekki nema þú sért sérfræðingur.
Það segir sig líka sjálft að krónan styrkist ekki við það að þurfa að greiða 35 milljarða á ári út úr hagkerfinu í vexti.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 21:21
Það er ríkjana að ákveða hversu margir starfa við þessi mál. Það eru líka flest öll stór félög og sveitarfélög með starfsmenn í Brussel ég veit það. En samt sem áður erum við líka að tala um samstarf þar sem málefni rúmlega 500 milljóna eru á dagskrá. M.a. stóriri þættir varðandi viðskipti og fleira. Aðrir starfsmenn þjóðana þar eru m.a. að vinna að framgangi málefna sinna umbjóenda. M.a mikð af styrkjum og fleira sem þarf að vinna að þarna.
Þessi sami lögfræði prófessor sagði líka að hann teldi skv. EES samningi gætum við tekið upp Evru einhliða á einhverju atrið sem hann fann þar. Sé ekki að það gangi því það var hlegið að okkur þegar við fórum og spurðum.
Efalaust er hægt að rökstyðja lögformlega að við hefðum ekki þurft að borga. En manni finnst að eftir að Geir Haarde lýsti því yfir að allar innistæður í Íslenskum bönkum væru tryggðar og tók fram reyndar að hann væri að tala um innistæður Íslendinga þá um leið vorum við ábyrg fyrir innistæðum erlendra aðila sem geymdu fé í Íslenskum bönkum. Því IceSave voru íslensk innlán rekin á ábyrgð Landsbankans undir Íslenskum lögum og ég biði ekki í það ef við færum að gera upp á milli innistæðueigenda eftir þjóðerni.
Þetta er líka pólitík. ESB hræddist mjög að ef við kæmumst undan því að tryggja þessa reikninga þá mundi allt bankakerfi Evrópu hrynja því þar starfa bankar í mörgum löndum með sín útibú. Og fordæmið næði út fyrir ESB þannig að flestar þjóðir yrðu á moti okkur. T.d. Norðmenn sem eiga griðarlegar eignir um allan heim í bönkum
Og við gætum rakið þetta mál fyrir dómsstólum, Fyrst í Bretlandi og svo fyrir Evrópudómstólnum. Á meðan væri tryggt að viðkomandi lönd mundu frysta allar okkar eignir með lögbönnum og svona málaferli tækju mörg ár. Og síðan er óvíst með útkomuna. Hversu miklu værum við búin að eyða í þau að lokum?? Hversu miklu værum við búin að tapa í töpuðum útflutningtekjum? Og þegar málinu yrði lokið með sigri eða ósigri okkar þá yrðum við fræg með réttu eða röngu fyrir að vera þjóð sem með öllum ráðum reynir að komast undan sínum skuldbindingum.
Vilhjálmur við borgum enga vexti fyrstu 7 árin. Lánið lækkar eftir nokkrar vikur í 560 milljarða vegna penga sem til eru í Icesave nú þega. Og þegar við förum að borga eftir á vexti eftir 7 ár þá verða eignir væntanlega búinar að dekka frá 75 upp í 100% af láninu þannig að vaxtagreiðslur verða væntanlega ekki háar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 7.6.2009 kl. 00:15
Þú fullyrðir ansi mikið um málarekstur og gidli orða Geirs og ábyrgð skattgreiðenda á Íslandi. Ég ætla ekki að draga í efa áhuga þinn á þessu máli eða þekkingu en með fullri virðingu fyrir þér þá tek ég orð lagaprófessors fram yfir þín þegar kemur að lagalegum ágreiningsefnum. Þú segir líka að ég sé að tala fyrir því að víkjast undan því að við greiðum skuldbindingar okkar. Þetta eru ekki mínar né þínar skuldbindingar og hvorki ég né þú eigum að greiða þetta í gegnum okkar skatta, nóg er byrgðin fyrir. Þú hlýtur að vera sammála mér að það er ekki siðferðislega réttlætanlegt að ætlast til þessa að nokkur maður sé ábyrgur á skuldum annarra nema þá sjálfviljugur.
Þetta er líka pólitík og það er hárrétt hjá þér en hér á landi snýst þetta um það að komast inn í ESB. Mig grunar að þú viljir þangað inn og takir því upp hanskann fyrir þessum gjörning stjórnvalda. ESB eða ekki þá er þessi samningur mjög óhagstæður þ.e. hann er happadrættismiði. Það er ekkert vitað hvað við fáum fyrir eignir bankans, vonandi sem mest, hugsanlega eru þessar eignir samt eins og með annað í eignasöfnum banka um allan heim algjörlega handónýtt. Gengi krónunar er alls ekki öruggt, ekki nema við tökum upp hrávörufót og það sé ég ekki fyrir að muni gerast. Þú gerir svo lítið úr þessum mæta lagaprófessors vegna þess að hann bendir á að forsendur séu fyrir upptöku Evru í gegnum EES. Það er alveg rétt hjá honum að forsendurnar eru fyrir hendi en það er pólitísk ákvörðun ESB að leyfa það ekki.
Ég sé að þú hefur áhuga á ESB, ég hafði það líka þangað til að ég kynnti mér sambandið. Mæli með þessum linkum: http://www.openeurope.org.uk/research/energybriefing.pdf http://www.baltic-course.com/eng/markets_and_companies/?doc=13077 http://ec.europa.eu/fisheries/reform/index_en.htm# http://tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/ http://www.fullveldi.is/
http://www.youtube.com/watch?v=pFxpaoTnBz4&feature=channel_page
http://www.youtube.com/watch?v=MCDl8zPNar8&feature=channel_page
http://www.youtube.com/watch?v=TGKkfKhbrDM&feature=channel
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.