Leita í fréttum mbl.is

Blindir fái skotleyfi

Varð bara að setja þessa frétt hér inn ef einhver skildi hafa misst af henni  á mbl.is .

Erlent | Morgunblaðið | 12.12.2006 | 05:30

Blindir fái skotleyfi

Blindir bætast innan skamms í fjölmennan hóp veiðimanna í Texas ef nýtt frumvarp um veiðiréttindi þeirra verður að lögum. Felur hið óvenjulega frumvarp í sér, að blindum veiðimönnum verði heimilt að beita svokallaðri "laser-sjón" við veiðarnar, hjálparbúnaði sem þeim sjáandi er nú bannað að nota.

Blindum verður engu að síður gert að hafa með sér fylgdarmann, sem hefur fulla sjón, á veiðunum. Er honum ætlað að tilgreina blindum um hversu marga þumlunga þeir þurfi að hreyfa skotvopnið til að hitta bráðina.

Ekki fylgdi sögunni hvort Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, hefði áhuga á slíku starfi þegar hann hverfur af vettvangi stjórnmálanna, en hann skaut sem kunnugt er veiðifélaga sinn óvart í andlitið og bringuna með haglabyssu við kornhænuveiðar í Texas fyrr á árinu.


mbl.is Blindir fái skotleyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband