Leita í fréttum mbl.is

Auðvita voru við kúguð til að til að skrifa undir.

Hvað héldu menn! Að við gætum unnið áróðursstríð við við Breta? Aðvið hefðum efni á að standa í ára eða áratugastríði við Breta Hollendinga og fleiri? Það hefði lítið tekið á þessar þjóðir þær höfðu allar aðrar þjóðir studdu þær og þetta eru ekki svo háar upphæðir fyrir þau. En málið var að ef við hefðum haft okkar fram þá hefði verið hætta á kerfisfræðilegu hruni víða um Evrópu. Svo við vorum kúguð. Og áróðursstríð hefði ekki dugað.

Við erum 300 þúsund manna þjóð svo við vorum dæmd til að verða kúguð til að hlýða. Og þetta er ekki hægt að bera saman við Þorskastríðin. Þau snérust um allt annað.

Og svo væri rétt að  Sigmundur reyndi að skoða hvað hefði kostað okkur að standa í nokkra ára málaferlum við Breta með allar eigur okkar í Bretlandi frosnar.

Og all flest ríki á sömuskoðun og Bretar og Hollendingar. Við áttum okkur ekki viðreisnar von. Ef að hér hefðu ekki allir bankar hrunið og þjóðin samstæð hefði verið grundvöllur fyrir baráttu en ég held að margir hefðu ekki veirð tilbúnir að leggja á sig þær fórnir sem þessu hefðu fylgt. Við hefðum upplifað að fá enga aðstoð frá IMF, Norðurlöndum, ESB þjóðum. Og því hefðum við orðið að harka hér um tíma (einhver ár) án þess að hafa aðgang að ýmsum vörum. Við hefðum væntanlega ekki komið bönkum í gang og gerð hefði verið lögfræði árás á okkur vegna

  • Icesave
  • Neyðarlaga
  • Eins frá kröfuhöfum

Þannig að við hefðum sennilega misst bankana í stopp. Og það var það sem allir vöruðu okkur við að láta ekki gerast.


mbl.is Hvert klúðrið hefur rekið annað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Sæll Magnús Helgi

ég ætla ekki að kommentera á þessa færslu heldur færslu frá 3. maí sem mér var bent á áðan, þar sem þú segir:

„Fólki með erlend lán býðst nú að fara í bankann og semja um að greiðslubrigðin verði ekki meiri en hún var í maí 2008 þannig að það er ekki hægt að segja að greiðslubrigðin eigi að vera vandamál í dag. Svo sé spyr hvað er vandamálið?“

Þó greiðslubyrðin verði ekki meiri en hún var í maí 2008 segir það ekki nema hluta sögunnar. Því fasteignalán upp á 20 milljónir tekið síðsumars 2007 með gjaldeyrisviðmiði er nú komið í 48 millur eða þar um bil og sjónhverfingin sem boðið er upp á er að færa þessar viðbótar 28 milljónir aftur fyrir lánstímann sem lengist sem því nemur -- en lántakinn á eftir sem áður að borga 48 millur fyrir þessar 20 fyrir utan vexti.

Það er þetta sem ekki er viðunandi og ekki sanngjarnt.

Þú hefur kannski þegar áttað þig á þessu og sé svo bið ég forláts á þessari athugasemd núna.

Sigurður Hreiðar, 8.6.2009 kl. 18:15

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jú Sigurður ég hef alveg áttað mig á þessu. En ég hef talað fyrir því að fólki sé tryggt að það geti búið áfram í húsum sínum með skaplega greiðslubirgði á meðaðn við komumstu út úr mestu kreppunni. Og eins þá vær möguleiki á að á nokkrum árum þá hækkaði gengið aftur og lánin minnkuðu á niður.

En eftir kannski 3 ár væri síðan farið í að takast á við þá sem væru verst settir og sérstaklega þeir sem væru með gengistryggð lán. Þá værum við á uppleið vonandi og þá væri hugsanlega eitthvað fjármagn til að bæta þessu fólki þetta ömurlega ástand.

Annars fyrst við erum að tala um gegnistryggð lán. Þá þekki ég mann sem keypti sér íbúð 2002 á gengistryggðuláni. Þetta var lítil íbúð og hann fékk lán á mjög lágum vöxtum. Á fimm árum var hann með því að borga inn á höfuðstólinn og með hækkandi íbúðarverði nærri kominn með lánið nærri niður í ekki neitt. Veistu hvað hann gerði. Hann tók nýttgegnistryggt  lán á íbúðina til að velta peningum í skuldabréfasjóði. Þetta var síðla árs 2007. Hann tapaði held ég 35% af þessum peningum og lánið er komið upp fyrir verðmæti íbúðarinnar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.6.2009 kl. 22:03

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Viðar minni þig á að það var Árni Matt sem skirfaði undir drög að samkomulagi við Hollendinga, og svo nú Svavar Gest og Steingrímur Joð sem gera þetta nýja samkomulag. Þetta er ömurlegt en ég held að þegar heimurinn eins og hann leggur sig (a.m.k. allflest lönd sem við eigum í samskptum við) snýst gegn okkur þá eigum við fárra kosta völ. Ég er ekkert viss um að þetta hjálpi við að komast í ESB því miður. Þó þetta lán sé munstrað á Innistæðusjóð þá held ég samt að þetta hamli t.d. möguleikum okkar á að komast í myntsamstarfið.

En ég spái því að ef við stæðum í svipuðum deilum og nú og værum ekki í EES þá hefðum við fengið öll ríki ESB og EES á okkur af enn meiri þunga og enn meiri óbilgirni.

En samt held ég að alþjóðasamfélagið sé heldur að horfa í fordæmið. Það var talið að þetta gæti framkalla kerfishrun í Evrópu og víðar þar sem erlend bankaútibú starfa.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.6.2009 kl. 22:14

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þakka þér fyrir svarið.

Við getum ekki haft oftrú á að gengið eigi eftir að batna mikið -- eða hvaða vonir standa til þess? Og -- ef svo færi, væri þá nokkru tapað þó höfuðstóllinn væri færður aftur nú þegar til þess sem eðlilegt má teljast? Og allir fengju sitt?

Það var nefnilega vitlaust gefið þegar bankarnir véluðu fólk til að taka þessi lán og notuðu til þess ráðgjafa sína, væntanlega hámenntaða.

Eflaust má finna einhverja eins og þú nefnir sem spiluðu af fífldirfsku. Flestir gerðu þetta þó af yfirvegun og að bestu manna ráði.

Sigurður Hreiðar, 8.6.2009 kl. 22:49

5 Smámynd: Sigurbjörg Kristmundsdóttir

sæll. ég fór inná linkinn hjá þér: Rétt og rangt um Evrópusambandið. Þar er náttúrulega talað um samninga, en allir sérsamningar við ESB eru ætlaði einungis í nokkur ár, svona aðlögunartima, á þeim forsendum finnst mér fáránlegt að vera sífellt að tala um hvaða samningum við náum.

Sigurbjörg Kristmundsdóttir, 9.6.2009 kl. 00:05

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sigurbj0rg ég er ekki sammála þér. Nýjustu samningar t.d. við Norðulönd fela í sér varanlegar undanþágur varðandi landbúnarð. Það er talað um landbúnað á norðlægum slóðum. Og felur í sér t.d. að Svíar og Finnar hafa leyfi til að styðju sérstaklega við sinn landbúnað. Og það má taka dæmi um sérstök ákvæði fyrir Möltu varðandi landhelgi þeirra. Öll slík ákvæði sem ekki eru tímasett öðlast sama gildi og sáttmálar Evrópu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.6.2009 kl. 08:13

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sigurður aðalatriði er að fólk geti búíð í húsi sínu og greiðslubyrgði þannig að það ráði vel við það. Staða eignarhluta skiptir ekki máli nema að fólk ætli að selja eignina núna.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.6.2009 kl. 08:15

8 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Magnús

staða eignarhluta skiptir verulegu máli til þess að fólk geti skipulagt líf sitt og fjárhag og haldið áfram að vera til. Það er eins með greiðslubyrði eins og aðrar byrðar að þeir sem þær bera verða að sjá til lands og vitað að ef þeir gera svona og svona geti þeir innan viðunandi vegalengdar lagt frá sér byrðina. Sá sem ekki getur selt eign sína þegar honum hentar er langt frá því að vera frjáls.

Sigurður Hreiðar, 9.6.2009 kl. 09:22

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nei það er greiðslubirgði nú næstu árin. Ef að greiðslubirgði af húsnæðisláni er t.d. um eða undir 30% þá hefur fólk það ágætt. Láttu mig vita það. Ég gafst upp við að eignast íbúð eftir 2 tilrauni frá 1988 til 95. Og keypti mér í staðinn búseturétt í Búseta of hef verið þar síðan. Ég á búseturéttinn sem er um 10% og eignast aldrei meira. Ég borga einagreiðslu sem dekkar viðhald, vinnu við sameign, og viðhald á húsi og þryfa á sameign. Þetta er það sem ég þarf til að lifa. Get ekki séð hvað hækkandi eignarhluti skiptir þar nokkru máli.

Veit að það er fólk sem vill eignast sín hús og eiga sem mest í þeim en það er ekki skilyrði nú næstu árin. Aðalatrið að fólk hafi tryggt húsnæði á með hóflegri greiðslubirgði og nóg til að lifa sæmilegu lífi.

Fólk borðar ekki eignarhluta. Það getur tekið auknin lán út á hann en kemst þá í frekari vandræði.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.6.2009 kl. 09:42

10 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Nei. Það sem skiptir máli er ef þú tekur 20 milljónir að láni sértu ekki neyddur til að skrifa upp á það fáeinum mánuðum seinna að þú ætlir möglunarlaust að borga það með 50 milljónum fyrir utan vexti.

Allt annað er fyrirsláttur.

Þess utan: Hvað þýðir „birgði“?

Sigurður Hreiðar, 9.6.2009 kl. 17:50

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sorry ásláttarvilla eins og oft þegar ég er að nota fartölvuna. Þú væntanlega ert að tala um gengistryggt lán. Það var einmitt það. Gengistryggt. Frá 2002 til 2007 var fólk að græða gríðarlega á gengistryggðum lánum. Krónan styrktist, lánin lækkuðu og íbúðir hækkuðu. Það voru ýmsir sem vöruðu fólk við að gengið gæti ekki hækkað endalaust. Og aðrir að íbúðaverð gæti ekki hækkað svona mikið. Það sem réð því var náttúrulega að fólk var tilbúið að bjóða mun hærra en markaðsverð á löngum köflum. Þannig þekkti ég til manneskju sem átti kompu í 101 sem hún hafði keypt fyrir 7 til 8 milljónir 2000. Hún seldi hana 2007 á 18 eða 19 milljónir. Það var slegist um þessa íbúð og að lokum fékk hún 5 eða 6 milljónir yfir ásettu verði. Þetta var náttúrulega brjálæði.

En þetta gengisfall var náttúrulega meira en fólk gat séð fyrir. Og því er ég á því þegar ljóst er hvernig við stöndum og endurreisn landsins er komin almennilega af stað þá verðir þessi lán færð yfir í verðtryggð lán og reiknað þá út frá upphafi árs 2008.

En þangað til er mest um vert að greiðslubrigðin verði ekki hærri en hún var 2008.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.6.2009 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband