Miðvikudagur, 10. júní 2009
Heimsýn ætti nú kannski að segja okkur hvað framtíðarsýn hún hefur fyrir okkur!
Við vitum að þeir eru á móti aðild að ESB. Þeir koma líka með spurningar þar sem fólk þarf virkilega að hugsa sig um hveru þau eru að svara! Þetta á við um fyrri könnun þeirra líka.
- En hvaða framtíðarsýn boðar Heimsýn okkur?
- Hvað á að gera varðandi gjaldmiðil?
- Hvað á að gera varðandi laskaðan Seðlabanka?
- Hvað á að gera til að koma hér á efnahagslegu jafnvægi til framtíðar.
- Og hvernig við verðum virk í að móta framtíðina í Evrópu sem skiptir okkur jú máli verandi í miklu samstarfi við þau lönd.
Væri ágætt að fara að heyra eitthvað um það. Er búinn að fá upp í háls af málflutningi þeirra um að ef við göngum í ESB missum við fullveldi okkar, vondir menn komi og steli orkunni okkar og fiskinum okkar og eyðileggji landbúnaðinn. Þeir hafa hingað til ekki getað nefnt mörg dæmi um það frá öðrum löndum. Nema skoðanir einhverja öfgamanna.
Meirihluti vill þjóðaratkvæði um aðildarumsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:36 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Jahh sjávarútvegurinn í ESB svæðinu er í rúst vegna offjárfestingar og ofveiði auk þess sem sjómannsstéttin er lágtekjustétt.
Annars er nógu góð ástæða fyrir mig til að hafna inngöngu að engin endurskoðunarskrifstofa hefur viljað skrifa upp á ársreikning evrópusambandsins í yfir 10 ár. Þetta er spillingarbatterí, mun verra en á Íslandi.
Svo tala íslenskir fréttamenn lítið um þau lönd sem telja evruna vera að drepa efnahag sinn sbr. Litháen, Ítalíu og Spán. Þessi lönd hafa öll talað um að slíta gjaldmiðlasamstarfinu.
Blahh (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 15:15
Við andstæðingar ESB aðildar erum bara afgreiddir sem "öfgamenn" og að við höfum enga framtíðarsýn af því að við höfum aðra sýn en þið sem viljið ganga ESB VALDINU á hönd.
Rökin gegn ESB aðild Íslands eru fjöldamörg og gríðarlega sterk. Ég ætla ekki að fjölyrða um þau hér Magnús en skora á þig og aðra að kynna þér þau mál vel og vandlega áður en þið festið ykkur á þá skoðun að Ísland gangi þarna inn.
Staðreyndin er líka sú að fólk er eðlilega mjög tortryggið á þetta ESB apparat.
Það virðist engu vera að skila nú í efnahagshruninu fyrir mörg aðildarríkin. Ekki heldur Evran. Lýðræðið er á hröðu undanhaldi og svo framvegis og framvegis.
Þeir stóru í Sambandinu reyna nú að ginna okkur þarna inn í þetta ESB-búr með þeim. Við verðum meðfærilegri fyrir þá þannig.
ESB - NEI TAKK !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 15:16
Vondir menn sem koma og stela okrinu Geðveikt Freudísk slip En annars svo ég svari fyrir mig sem er ESB-skeptískur en ekki meðlimur í Heimssýn:
Gera heiðarlegt uppgjör við erlenda kröfuhafa í þjóðarbúið sameiginlega þar sem sýnt er fram á að við getum ekki ráðið við skuldsetningu okkar og finna þar sameiginlega lendingu. Krónunni höldum við með gjaldeyrishöftum í nokkur ár eins og Malasíumenn gerðu með góðum áragnri í Asíukreppunnni og Seðlabankinn verður settur undir lýðræðislega kjörið efnahagsráð sem samtvinnar fjárlagaramma ríkis og sveitarfélaga, útlánastefnu ríkisbanka og opinberra lánasjóða og landsskipulagsmál er varðar mörg sveitarfélög. Reyndar má vel gera alla þessa hluti hvort sem sótt er um aðild að ESB eður ey og held ég að ef látið væri af þeim málflutningi að ESB-umsókn sé efnahagsstefna væri hægt að fá umtalsvert fleiri til að gefa því séns.
Hvað varðar mótun á framtíð Evrópu að þá held ég að við ættum að leyfa öðrum þjóðum að taka það verkefni að sér enda augljóslega betur til þess fallin en við. Reyndar held ég að við gætum nokkuð örugglega lýst yfir 100% stuðningi við norska fulltrúa í öllum málum á erlendum vetvangi og fengið umtalsvert betri hagsmunagæslu fyrir íslenska þjóð að jafnaði en við að fylgja utanríkisþjónustunni. Ef við fáum að búa til nýja stjórnarskrá áður en farið verður í að keyra þetta ESB-mál í gegn er líka mun líklegra að við getum haldið stuðningi við umsóknarferlið á þingi út allt ferlið. Það er varla okkur til hagsbótar að skiptast á að sækja um og draga umsókn okkar til baka púra umsóknarfarsa.
Héðinn Björnsson, 10.6.2009 kl. 15:23
Magnús af hverju telja Samfylkingarmenn að breyta þurfi stjórnarskránni ef ekki er um fullveldisframsal að ræða? Hvernig getur það ekki verið framsal á fullveldi að færa æðsta löggjafarvald úr landi og til Brussel eða æðsta dómsvald og takmarka verulega sjálfstæði okkar til að gera viðskiptasamninga við önnur ríki??????
Mér finnt að þú að aðrir sem vilja ganga í ESB-ríkið skuldið fólki almennileg svör hvers vegna við eigum eitthvað erinid þarna inn.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 15:57
Magnús: Þyngdarpunkturinn í spurningum þínum er evran. Það er í takt málflutning Samfylkingarinnar í ESB málum, sem Ingibjörg Sólrún sagði vera "stefnu í peningamálum". Þetta varðar miklu meira þá þætti sem Vilhjálmur nefnir hér að ofan.
Nú er ég ekki í Heimssýn, sem þú rukkar um framtíðarsýn fyrir Ísland. Innan þeirra samtaka er fólk úr öllum flokkum, það sá ég þegar ég sótti fund þeirra eftir áramótin. Þetta fólk hefur mismunandi skoðanir á ýmsum þjóðmálum, en er sammála um að hag Íslands sé best borgið með því að halda sig fyrir utan Evrópusambandið.
Haraldur Hansson, 10.6.2009 kl. 16:11
Meir að segja er fólk sem er flokksbundið í Samfylkingunni í Heimssýn.
Axel Þór Kolbeinsson, 10.6.2009 kl. 16:30
Vilhjálmur maður spyr á móti getur þú nefnt mér land innan ESB sem ekki er fullvalda.
Við erum bara ´330 þúsund manna þjóð. Við erum langt frá því að vera sjálfbær. Við erum háð viðskiptum og samskiptum við önnur lönd. Nema að við ætlum til framtíðar að vera land sem sé aðallega í fiskveiðum og stóriðju. Við eru líka að finna óþyrmilega fyrir því að gjaldmiðlill okkar er valtur og veikur og það kostar okkur milljarða hundruð nú að halda honum gangandi og í framtíðinni ef við höfum hann áfram þá verðum við að kosta til hundruðum milljarða Seðlabankan.
Við höfum nú kynnst því að vera hér ein í ballarhafi með krónuna. Við getum ekki varið hana auk þess sem svona lítl mynnt er kölluð hávaxtamynnt og því verða hér hærri vextir til framtíðar. Það var einmitt rökin fyrir lánum í erlendum gjaldeyri hér. Þ.e. vextirnir. Eins er komið í ljós að við erum orðin voðalega ein hér á hjara veraldar. Þegar á reinir erum við gjörsamlega vinalaus eins og sýndi sig í deilum við Breta.
Manni finnst líka furðulegt að nær allar þjóðir evrópu eru komnar eða á leiðinni inn í ESB, nema þær ríkustu. Þ.e. Sviss sem borgar víst háar upphæðir í tvíhliðasamningum og svo Norðmenn sem halda EES gangandi með háum upphæðum.
Ef að lýsingar ykkar Heímsýnarmanna og félaga væri rétt þá efast ég ekki um að t.d. Finnar, Danir og Svíar væru að leita allra leiða til að komast þaðan út. En í dag hvetja þeir okkur til að ganga þarna innn.
Magnús Helgi Björgvinsson, 10.6.2009 kl. 17:23
Ekkert land innan ESB er fullvalda. Það liggur í hlutarins eðli; að ríki "deila fullveldi sínu" eins og það heitir á pólitísku.
Svíþjóð er ekki sjálfstætt ríki.
Hér er ég ekki að lýsa "skoðun minni" heldur greina frá niðurstöðu sænskra fjölmiðlamanna, sem hafa atvinnu af því að fjalla um sænsk stjórnmál.
Í aðdraganda kosninga til Evrópuþings skoraði Atfonbladed á Svía að kjósa, því Brusselvaldið hefði miklu meiri um dagleg mál Svía að segja en nokkurn tímann sænska þingið.
Aðrir fjölmiðlar hvöttu kjósendur til að sitja heima og láta þannig í ljós óánægju sína með allt of mikil ítök Brusselvaldsins í lagasetningu og daglegri stjórnun landsins.
Niðurstaða beggja aðila var sú sama: Svíþjóð getur er ekki lengur litið á sig sem sjálfstætt ríki.
Í Danmörku eru menn, jafnvel úr hópi harðra Evrópusinna, sem tala um að Danir hafi verið blekktir (eða að þeir upplifi sig þannig). Þeir hafi á sínum tíma gegnið í efnahagsbandalag. Það hafi breyst mikið og nú séu þeir í rammpólitísku ríkjasambandi, sem heldur áfram að þróast í átt til sambandsríkis. Það sé einfaldlega ekki það samband sem þeir gengu í á sínum tíma.
Haraldur Hansson, 10.6.2009 kl. 18:21
Var það ekki einn blaðamaður sem skrifar pisla í Aftonbladet sem hélt þessu fram?
Hef nú heyrt að það sé sterk umræða í Danmörku um að taka upp Evru.
Og ég spyr eru þeir sem stjórna ESB ekki fulltrúar ríkjana sem þar eru? Ef að ríkin vilja ekki þessa þróun þá breyta þau henni væntanlega?
Og svona ef þú skoðar málin. Við kjósum að vera í nánu samstarfi við Evrópu í Nató. Ef það ekki borðleggjandi að Heimssýn beiti sér fyrir að við segjum okkur þar úr. Það er væntanlega fólgið í því valdaframsal og fullveldi að vera háð þeim um varnir Íslands. Eins erum við í Sameinuðuþjóðunum þar sem að skuldbindandi ákvarðanir eru teknar sem við þurfum að fylgja. Held þessi meinloka að ESB sé sjálfstætt batterí sem sé drifið áfram í þróun sem sé aðildarríkjunum ekki að skapi geti bara ekki átt sér stað. Þessi 27 ríki og fleiri kjósa að hafa með sér mjög náið samstarf en ég held að fá þeirra séu á því að þetta verði sambandsríki. Ég kaupi það ekki þar sem þau eru mörg hver gömul og gróin og hafa engan hag af því.
Ég trúi ekki að forsætisráðherrar aðildarríkjana siti í Brussel í ráðherraráðinu og stefni að þvi að leggja ríki sín niður. Kaupi ekki svona rök. En það er örugglega hægt að finna fullt af mönnum sem halda þessu fram en ekki þeir sem sitja í þessum ráðum. Og þar til að einhver forstætisráðherra kemur fram og segir þetta markmið ESB til framtíðar þá trúi ég ekki svona rökum. Ef að ESB hefur of mikil áhrif á daglegt líf í aðildarlöndum þá væntanlega verður fulltrúum landana gert að fara á Evrópuþingið og berjast fyrir að fá því breytt. Maður heyrir nú ekki þessa fulltrúa almennt tala hátt um að ESB eigi að verða sambandsríki, eða ráða öllu í aðildarríkjunm.
Magnús Helgi Björgvinsson, 10.6.2009 kl. 19:34
Ég þekki lítið til blaðamennsku í Svíþjóð, en það voru blaðamenn fleiri fjölmiðla sem þarna áttu í hlut.
Það er aldrei hægt að leggja þátttöku í Nato og SÞ að jöfnu við inngöngu í ESB. Það þarf ekki að framselja hluta löggjafarvaldsins til að vera með í þeim samtökum og þau hafa ekki pólitískt vald yfir daglegri stjórnun þátttökuríkja. Það er himinn og haf þar á milli.
Það sem þú kallar meinloku nefna aðrir raunsæi. Þróun sambandsins er ekki leyndarmál. Lissabon samningurinn opnar fyrir enn frekari pólitískum samruna. Menn á Evrópuþinginu hafa sannarlega sett sig á móti en ekki fengið miklu áorkað, ekki nema því að blái fáninn verður ekki opinberlega "þjóðfáni" Evrópusambandsins og Óðurinn til gleðinnar ekki "opinber þjóðsöngur".
Haraldur Hansson, 11.6.2009 kl. 10:07
Ég vil byrja á því að taka það fram að ég tel mig ekki vera öfgamann, frekar en skoðanabræður mína og systur um Evrópumálin, þó svo ég sé mótfallinn aðild að ESB, allavega næstu árin. Ég er heldur ekki félagi í Heimsýn.
Sérstaða Íslands er mikil meðal Evrópuþjóða og því er kannski ekkert óeðlilegt að ekki sé hægt að benda á hliðstæður innan ESB í þeim málum sem þú nefnir.
Ég er búsettur í Danmörku og þekki þannig málið örlítið frá þeirri hlið. Hér tala menn helst um það þegar ESB ber á góma að Danir hafi þurft að draga til baka fjölda lagasetninga, þar sem þau stangist á við lagasetningar ESB. Þeir náðu að þrýsta á undanþágu með reglur um sumarbústaðarbyggðir hérna í Danmörku, þar sem fjársterkir þjóðverjar komu hingað upp í hrönnum og fjárfestu í gríð og erg í sumarbústaðabyggðum dana. Nú mega danir einir kaupa sumarhús í Danmörku. það skýtur svo örlítið skökku við, því danir hafa verið duglegir við að fjárfesta í sumarhúsum annars staðar, en það er önnur saga. Fyrir um ári síðan, að mig minnir, kom upp mál þar sem sýkt kjöt var flutt inn til Danmerkur frá þýskalandi. Reglur Evrópusambandsins komu í veg fyrir að hægt væri að stöðva þennan innflutning. Ekkert hef ég heyrt nefnt sem danir nefna kosti við ESB.
Að gangast undir löggjafavald ESB er að sjálfsögðu ákveðið afsal á fullveldinu og sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar og það er hlutur sem aðildarþjóðir Evrópusambandsins hafa þurft að sætta sig við. Það er þó ekkert sjálfsagt að við ættum að fella okkur við það og óvíst við núverandi aðstæður að það yrði okkur til góðs. Við inngöngu i EES misstu Íslendingar reyndar ákveðinn hluta af fullveldi sínu, þegar við gengumst undir ¾ af reglugerðarverki ESB, sem varð ma. til þess að það opnaðist leið fyrir íslensk fjármálafyrirtæki að færa starfsemi sína erlendis þar sem eftirlit var erfiðara og afleiðingin varð hörmuleg. Ekki ætla ég þó að mæla EES samningnum allt til foráttu, því ég tel að við höfum fengið margt af því besta úr ESB með þátttöku í EES. En með 3 atkvæði í 600 manna ráði höfum við ekki sjáanlega mikil áhrif.
Ég prófaði að fara inn á tengilinn hjá þér þar sem sett er fram það sem haldið er fram að sé rétt og rangt um Evrópusambandið. Margt af því sem þar kemur fram er sjálfsagt rétt, nokkuð af því er villandi þar sem haldið er fram að við öðlumst eitthvað við inngöngu sem við þegar höfum, og sumt er beinlínis rangt, td að verðlag á nauðsynjavörum sé umtalsvert hærra á Íslandi en í nágrannalöndunum. Ef miðað er við gengi íslensku krónunnar gangvart dönsku krónunni fullyrði ég að undanfarin ár hefur verð á nauðsynjavörum hér í Danmörku verið svipað ef ekki hærra en á Íslandi. Sama má segja um eldsneyti. Kaupmáttur á Íslandi undanfarin ár hefur þó verið með því hæsta sem þekkst hefur í veröldinni þó svo það sé sjálfsagt farið að breytast í dag. Ég tel hann sé í dag svipaður á Íslandi og hann er í Danmörku.
Helstu rök þeirra sem vilja inni í ESB varða gjaldmiðilsmálin og upptöku evrunnar. Önnur rök hef ég reyndar ekki séð. Þó er ljóst að upptaka evrunnar er ekki raunhæfur möguleiki næstu árin, gætu orðið 10, 20 eða 30 ár þangað til við uppfyllum skilyrði fyrir upptöku evrunnar. Það hafa fjölmargir erlendir sérfræðingar innan ESB staðhæft. Við þurfum að byrja á því að koma málunum í lag á Íslandi áður en við getum látið okkur dreyma um að taka þátt í myntbandalagi Evrópu. Þess vegna eigum við fyrst að einblína á að koma okkar málum í lag áður en við förum að eyða tíma sjórnmálamanna í umræðu sem er tímaskekkja. Við núverandi aðstæður er mikilvægt að við höfum sjálfsákvörðunarvald á sem flestum sviðum en séum ekki undir hælnum á reglugerðarverki ESB.
Þú nefnir kostnað við að halda íslensku krónunni úti og ég hef séð þetta sett fram áður, ma. í stefnuræðu forsætisráðherra, þar var reyndar margt og flest reyndar sem hægt er að hrekja. Ég hef hins vegar hvergi, og átta mig ekki á því hvaða kostnaður það er, hvernig hann er tilkominn og hvernig hann ætti að hverfa með inngöngu í ESB, að því gefnu að upptaka evrunnar sé ekki raunhæf í náinni framtíð, sem almennt er viðurkennt. Hins vegar, ef svo ólíklega vildi til að upptaka evrunnar á Íslandi yrði samþykkt, hvernig yrðu þá eignir Íslendinga metnar inn í hið evrópska efnahagskerfi ?? Svo ég miði nú út frá dönsku krónunni sem er fastbundin evrunni og stendur núna í rúmlega 24 ISK, (evran er í um 180 ISK), ætti þá svo ég nefni dæmi, 160m2 hús sem gæti kostað um 30 millj ISK á Akureyri, eða 1.25 millj DKK. Eða hús, sem ég sá í Reykjavík á 46 millj. ISK að fara á 1.9 millj DKK ? Á Kaupmannahafnarsvæðinu voru hús af þessari stærðargráðu uþb. Frá 3 millj. DKK upp í 6.5 millj DKK eða 72 millj upp í 156 millj. Hér í Álaborg sem er ódýrt svæði væri líklega hægt að fá hús af þessari stærðargráðu frá 1.8 millj DKK eða 43 millj.ISK upp í 2.5 millj DKK eða 60 millj. ISK ódýrast sá ég slíkt hús á rúmlega 1 millj DKK eða 24 millj ISK í litlu þorpi hér á norður Jótlandi.
Hvað með laun?? Byrjunarlaun verkfræðinga eru hérna um 30 þús á mánuði eða 720 þús ISK á Íslandi er hægt að reikna með 350 til 400 þús að mér skilst. Kennarar eru kannski með um 350 þús á Íslandi (ekki nákvæmar tölur) myndu þeir þá fara niður í 14 þús DKK ? Kennarar hérna yrðu ekki hressir með þau laun þar sem eftir því sem ég kemst næst, eru með um 25 þús. DKK. Nú veit ég ekki hvernig þessir
Ef við horfum á matarkörfuna þá kostar smjör hérna ódýrast um 10 DKK en algengari týpa er á 14 DKK lítil dós og 25 DKK 500gr. Dós eða frá 240 upp í 336 fyrir samsvarandi dós og smjörvinn er á íslandi sem kostar um 200 ISK skv. Könnun ASI, nýmjólk kostar hér um 10 DKK eða 240 ISK kostar um 97 ISK í dag á Íslandi. Brauð kostar hér um 17 DKK eða 408 ISK (frekar dýrt og gott brauð, hægt að fá ódýrt brauð á um 10 kr. Eða 240 ISK) samsvarandi og brauðið á 17 DKK er á ca 250 ISK. Matvöruverð hefur einnig hækkað hérna undanfarið. Þennan mismun nefni ég í ljósi þess að til þessa að verðlag á Íslandi verði í takt við evrópusambandið verður íslenska krónan annað hvort að styrkjast verulega, sem ekki eru mikil teikn á lofti núna um, eða gífurleg verðþennsla að eiga sér stað. En við eigum að sjálfsögðu að nýta okkur þennan mun sem nú er með því að auka útflutning og virkja ferðaþjónustuna.
Við eigum að slíta lánskjaravísitöluna frá neysluvísitölunni og setja hana frekar með launavísitölunni. Það myndi skapa jafnvægi í efnahagslífinu og auðvelda fyrirtækjunum og heimilunum að komast á skrið á nýjan leik. Það er ekki nokkur hemja að hækkanir á olíuverði auki verðmæti útlána bankanna.
Ísland er mjög sveigjanlegt samfélag, ríkt af náttúruauðlindum til lands og sjávar, ríkt af velmenntuðum og harðduglegum mannauði og ríkt af veluppbyggðu, tæknilegu og nútímavæddu samfélagi og velferðarkerfi sem á sér fáar hliðstæður í heiminum. Þrátt fyrir að erlendis hafi mörgum sjálfsagt með réttu, fundist við oft frekar hrokafull og sjálfhverf, þá hefur þessi þjóð haft í gegnum tíðina gott orðspor fyrir glaðværð og bjartsýni, dugnað og þrautseigju, atorkusemi og framsýni. Við höfum hingað til sem þjóð, náð að sigrast á þeim vanda sem orðið hefur á vegi okkar og við getum það enn.
Ekkert bendir til þess að innganga í ESB færi okkur fjölbreyttara atvinnulíf eða leysi sjálfkrafa þann efnahagsvanda sem við stöndum núna fyrir, en eigum eftir að komast út úr með tíð og tíma. Þolinmæði og bjartsýni er það sem við þurfum að halda í og við þurfum að standa saman og hlúa að þeim gildum sem gera okkur að sjálfstæðri þjóð.
Lifðu heill
Ásbjörn Kristinsson, 11.6.2009 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.