Leita í fréttum mbl.is

Gætt að þvi hvað þú gerir maður!

Held að Einari og fleirum á Alþingi ættu nú heldur að halda sig á mottunni. Væri ekki vit hjá þeim að fá til sín sérfræðinga og kanna hvaða möguleika við eigum áður en við ögrum Bretum og Hollendingum aftur. M.a. hefur maður heyrt t.d.

  • EES samningurinn hafi hangið á bláþræði. Komumst við af án hans?
  • Engin þjóð í EES eða ESB hafi viljað stand með okkar málstað. Hvað gerum við þá?
  • Bretar og Hollendingar hafi neitað að fara með þetta fyrir dóm. Og í milliríkjadeilum er ekki hægt að stefna örðulandi í svona deilum nema að bæði samþykki. Og hver verður staða okkar þá.

Og þá bendi ég þessum ágætu Alþingismönnum á að ef þeir skrifa ekki undir ríkisábyrgð á þessu láni þá eru þeir orðnir ábyrgir fyrir framtíð okkar. Ef hér kæmi upp efnahagsþvinganir frá Bretum og Hollendingum þá er engin þjóð sem stæði með okkur sem hefur einhver áhrif.

Þetta þurfa þingmenn að hugsa út í. Fáið færa sérfræðinga til að fara yfir þessi atriði vel með ykkur. Ef þeir segja að við eigum von á:

  • Betri samningum. Sem maður hefur litla trú á. Held að Bretar sem fallast þarna á ákveðna málamiðlun sú tilbúnir að byrja aftur upp á nýtt. Og sérstaklega ekki nú þegar kosningar nálgast hjá þeim. Þá er einmitt tími fyrir Brown og co að sína mátt sinn og meginn og við yrðum "Falklandseyja" björgun þeirra.
  • Þurfa ekkert að borga: sem mér finnst enn ótrúlegra.
  • Að við getum fengið lægri vexti. Nú eru líkur á að Breska stjórnin þurfi að taka lán til að lána okkur. Mér skilst að þeir séu að fá lán á tæplega 4,5% vöxtum. Manni skilst að 1% álag sé með því allra minnsta sem gerist.

En ef að eitthvað af þessu er hægt að bæta þá endilega að drífa sig.

En að hafna samkomulaginu af því að menn halda kannski að hægt sé að fá eitthvað annað er algjört glapræði. Og þar með yrðu þeir þingmenn sem greiða atkvæði gegn þessu orðnir persónulega ábyrgir fyrir þeim ótíðindum sem þessu fylgdu.


mbl.is „Fullkomin óvissa um Icesave-samninginn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Magnús

Nú þekki ég ekki þinn bakgrunn, en les orðið bloggið þitt reglulega og finnst það eitt það besta sem rekist á á íslensku (viðurkenni samt að samkeppnin mætti alveg vera meiri :-)

Tek undir hvert einasta orð hjá þér hér að ofan, vildi við hefðum svona rökfast og skynsamt fólk á Alþingi okkar Íslendinga.  Mig langar líka að taka undir hvatningu þína til þeirra þingmanna sem ætla sér að hafna samkomulaginu og bið þá að velta mjög vandlega fyrir sér mögulegum afleiðingum þess.  Því eins og þú bendir réttilega á þá eru þeir með því orðnir ábyrgir fyrir því sem gerist í framhaldinu, og það gæti orðið mjög "ljótt".  Ég segi fyrir mitt leyti að myndi ekki þora að taka "sjensinn" ef ég gæti kosið um málið.

Takk fyrir mig (í alvöru oft reddað skapinu að rekast hingað inn :-)

ASE (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband