Leita í fréttum mbl.is

Ætli Þorvaldur hafi frétt af skýrslu Seðlabankans.

Svona af því að vitnað er í Þorvald Þorvaldsson smið þarna niður á Austurvelli er spurning hvort að hann hafi heyrt frá kynningu Seðlabankans á niðurstöðum úr rannsókn þeirra á stöðu heimilanna. Þar er um að ræða nákvæmustu upplýsingar sem völ er á unna úr skattskýrslum sem við skiluðum nú á þessu ár auk upplýsingar frá öllum fjármálafyrirtækjum:

Þar eru helstu niðurstöður:

  • Skuldsetning íslenskra heimila er mikil í alþjóðlegum samanburði þegar hún er mæld í hlutfalli við ráðstöfunartekjur
  • Greiðslubyrði lána virðist engu að síður vera viðráðanleg fyrir flesta en um 77% heimila þarf að verja innan við 40% ráðstöfunartekna í greiðslubyrði íbúða-, bíla- og yfirdráttarlána
    Þessi 77% heimila með viðráðanlega greiðslubyrði bera um 63% heildarskulda
  • Eitt af hverjum sex heimilum er með mjög þunga greiðslubyrði og þarf að verja meira en helmingi ráðstöfunartekna í greiðslur lána
  • Skuldir þessa hóps heimila sem eru með mjög þunga greiðslubyrði nema um 29% heildarskulda
  • Þegar litið er á stöðu barnafjölskyldna kemur í ljós að 78% hjóna með börn eru með viðráðanlega greiðslubyrði en staða einstæðra er erfiðari
  • Tæplega helmingur heimila með íbúðalán í erlendri mynt er með yfir 500 þ.kr.  í ráðstöfunartekjur á mánuði
  • Meira en helmingur heimila með íbúðalán í erlendri mynt er með viðráðanlega greiðslubyrði en tæplega fjórðungur er með mjög þunga greiðslubyrði
  • Þau heimili sem búa við þunga greiðslubyrði og viðkvæma eiginfjárstöðu um leið og þau verða fyrir tekjumissi eru í mestri hættu á að lenda í greiðsluerfiðleikum
  • Heimili í mjög neikvæðri eiginfjárstöðu í húsnæði hafa tilhneigingu til að tilheyra tekjuhærri hópunum og um helmingur þeirra er með viðráðanlega greiðslubyrði
  • Heimili sem eru með þunga greiðslubyrði lána hafa tilhneigingu til að tilheyra tekjulægri hópunum en um 68% þeirra eru enn í jákvæðri eiginfjárstöðu í húsnæði
    Um 2,5% heimila sem eiga íbúðahúsnæði eru bæði í mjög neikvæðri eiginfjárstöðu og með þunga greiðslubyrði lána 

Og svo að lokum hér athugasemd sem ég setti á blogg hjá einum sem var að velta fyrir sér hvar þau fengju þessa tölur þar sem hann sjálfur væri að borga miklu meira og þeir sem hann þekkti til hjá

"þá ert þú einn af þessum 25% sem hafa það verst. Fólk hefur almennt gleymt því að hér er stór hópur fólks sem er ekki með háar skuldir. Fólk sem eignaðist húsnæði t.d. fyrir 1980 fyrir verðtryggingu þar sem verðbólgan át um lánin þeirra

  1. Fólk sem er nú búið að greiða niður húsnæði sitt.
  2. Fólk sem hefur ekki farið í íbúðarkaup
  3. Fólk sem hefur góðar tekjur miðað við lánastöðu
  4. Fólk sem hefur ekki farið í að endurfjármagna lán og hækka til að eyða í neyslu.
  5. Aldraðir sem eiga húsin sín skuldlaus.

 

Þetta er bara miklu stærri hópur en fólk hefur haldið.

Svo er það hinn hópurinn sem keypti nú síðustu ár þegar að bankar voru að ota að þeim 100% lánum og gengistryggðum lánum. Og verð á íbúðum ruku upp Og eins þau sem var talið trú um að það væri að tapa peningum að taka ekki lán á íbúðir og ávaxta þau. Sem og þeir sem fóru á bilasölur og sáu bíl og skrifuðu undir lánasamninga án þess að lesa þá."


mbl.is Ætla að sofa í tjöldunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband