Leita í fréttum mbl.is

Hér er verið að nota eðlilega spurningu. Enda niðurstaðan skýr

Það er eins og ég segi að fólk ætti ekki að trúa skoðanakönnunum Heimssýnar. Þar er notast við loðnar spurningar sem fólk á erfitt með að átta sig á og lesið út úr könnunum á skrýtinn hátt. Eins og t.d. hér:

Hversu mikla eða litla áherslu finnst þér að ný ríkisstjórn eigi að leggja á að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið?

21,9%

20,0%heimsyn

Út úr þessu gátu þeir lesið að meirihluti vildi ekki leggja áherslu á aðildarviðræður

Og svo síðasta spurning þeirra sem er svo loðin að ef fólk er að svara símakönnun þá er það sennilega ekki vist um hverju það er að svara

 Hversu miklu eða litlu máli finnst þér skipta að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu?

Þarna hefur fólk sem ekki hugsaði út í spurninguna mörg hver verið að svara því að þau telji mikilvægt að fara í aðildarviðræður sem svo á að vera þjóðaratkvæðagreiðsla um.

13,8%

11,9%

32,3%

Mjög mikla áherslu Frekar mikla áherslu Hvorki né Frekar litla áherslu Mjög litla áherslu


mbl.is 58 prósent fylgjandi ESB-viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Sammála, þetta var undarlega flókin könnun hjá Heimsýn. Í raun alveg fáránlegt orðalag.

Páll Geir Bjarnason, 13.6.2009 kl. 14:58

2 identicon

Sammála því að könnunin sem Heimssýn gerði var loðmolluleg og villandi og hafði það yfirbragð að vera frekar skoðanahönnun en skoðanakönnun.

En málið er að það á nækvæmlega líka við um þessa skoðanakönnun. Vegna þess að þar er líka spurt hálfra spurninga  því aðeins er spurt um hvort fólk vilji aðildarviðræður, þegar það er alls ekkert eitt og sér í boði. Alveg eins og hægt sé að fara í einhverjar könnunarviðræður og fá einhvern pakkadíl sem svo megi skoða. 

Því staðreyndin er sú að til þess að geta hafið aðildarvirðæður við ESB þá þarf fyrst að vera búið að sækja formlega um inngöngu í ESB.

Eina spurningin sem væri væri réttmæt og nálgaðist þetta mál með heiðarlegum og upplýsandi hætti væri svona:

"Viltt þú að Ísland sækji um aðild að ESB og í framhaldi af því hefji síðan aðildarviðræður við Sambandið á grundvelli fyrirliggjandi þingsályktunartillögu utanríkisráðherra Íslands"

JÁ eða NEI

Þangað til svona alvöru skoðanakönnun verður gerð þá tek ég ekkert mark á niðurstöðum þessara kannanna, sem ég vil reyndar kalla skoðana-hannanir.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 15:24

3 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þú getur tekið þetta lengra og jafnvel endalaust hnýtt við spurninguna Gunnlaugur:

"Vil(t)t þú að Ísland sæk(j)i um aðild að ESB og í framhaldi af því hefji síðan aðildarviðræður við Sambandið á grundvelli fyrirliggjandi þingsályktunartillögu utanríkisráðherra Íslands [með það að markmiði að ná sem bestum samningi fyrir íslensku þjóðina sem lagður verður fyrir hana í þjóðaratkvæðagreiðslu?]"

Páll Geir Bjarnason, 13.6.2009 kl. 16:54

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Samála þessu. Kannski auðveldara að spyrja:

  • Á grundvelli skýrra samingingmarkmiða frá Alþingi á Ísland að ganga til aðildaviðræðna við ESB ef tryggt er að samningurinn verði borinn undir þjóðaratkvæði?

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.6.2009 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband