Leita í fréttum mbl.is

Skipulagsslys í uppsiglingu í Kópavogi

Framkvæmdagleðinn er náttúrulega alveg að drepa Bæjarstjórann í Kópavogi sem telur að heill bæjarbúa þar sé fólgin í því að fjölga sem mest hann má bæjarbúum. En það sem hann gleymir oft er það að þetta fólk þarf að komast á milli sem og að bæjarbúar með börn hræðast þessa stífu umferð sem sker oft hverfin. Sagt er að verktakar hafi mikil áhrif í öðrum bæjarfélögum en í Kópavogi er bænum stjórnað af verktökum.

Nú stendur til að fjölga íbúum í Vesturbæ Kópavogs um meir en helming. Einnig stendur til að byggja stórskipahöfn yst í þeirri byggð. Það sem gleymist er að gera ráð fyrir umferð sem því fylgir bæði vegna fjölgunar sem og vegna stórskipahafnar. Allar akstursleiðir liggja í gengum íbúðarhverfi og fólk er þvi uggandi.

mynd
Tölvuteiknuð mynd af fyrirhugaðri landfyllingu og byggingum á Kársnesi.
MYND/frá Kópavogsbæ
Vísir, 12. des. 2006 20:04

Íbúum kynnt nýtt og umdeilt skipulag Kársness

Íbúum Kársness í Kópavogi verður kynnt nýtt rammaskipulag á íbúafundi á morgun, þar sem gert er ráð fyrir endurnýjaðri höfn á tæplega 5 hektara landfyllingu og þéttskipaðri fjölbýlishúsabyggð vestast á nesinu. Íbúar á Kársnesinu eru margir uggandi yfir því að hverfið muni þróast frá þeirri lágreistu og kyrrlátu íbúðabyggð sem það hefur verið.

Miklar breytingar hafa þegar verið samþykktar og eru hafnar með mikilli uppbyggingu á landfyllingu Fossvogsmegin á nesinu, og á Kópavogstúni við Sunnuhlíð og Landsspítalann í Kópavogi. Því er boðað til íbúafundar í Salnum annað kvöld klukkan 20:00 þar sem rammaskipulagið og fyrirhugaðar breytingar verða kynntar.

Nánari upplýsingar eru í fréttatilkynningum frá Íbúasamtökum Kársness annars vegar og annarri frá Kópavogsbæ hér að neðan.
Íbúðasamtök Vesturbæjar hafa sent frá sér eftirfarandi ályktun:
 

Stórskipahöfn á nýrri landfyllingu og helmings fjölgun íbúa fyrirhuguð á Kársnesi í Kópavogi.

 

 

Fréttatilkynning
frá Íbúasamtökum vesturbæjar í Kópavogi
þriðjudaginn 12.12.2006

 

Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa unnið nýtt rammaskipulag fyrir Kársnes þar sem gert er ráð fyrir stórskipahöfn á nýrri, nærri 5 hektara landfyllingu og þéttskipaðri fjölbýlishúsabyggð vestast á Kársnesi í Kópavogi.

Mikill titringur er meðal margra íbúa á Kársnesinu þar sem þessar skipulagstillögur munu þýða grundvallarbreytingu á því umhverfi og samfélagi sem þróast hefur á Kársnesinu.  Hverfið hefur byggst upp á hálfri öld sem gróin, lágreist íbúðabyggð með þröngum götum og rólegu yfirbragði.  Miklar breytingar hafa þegar verið samþykktar og eru hafnar með mikilli uppbyggingu á landfyllingu Fossvogsmegin á nesinu, og á Kópavogstúni við Sunnuhlíð og Landsspítalann í Kópavogi.

 

Miðvikudagskvöldið 13. desember nk. kl. 20:00

boða bæjaryfirvöld til kynningarfundar fyrir íbúa og aðra áhugasama

í Salnum í Kópavogi

 

Þar verða kynntar hugmyndir um gríðarlega uppbyggingu vestast á Kársnesi.

 

Ø      Stórskipahöfn á nýrri landfyllingu - 54 þúsund fermetra athafnasvæði

Ø      Fjölbýlishúsahverfi kring um smábátahöfnina, m.a. á landfyllingu.

Ø      Fjölbýlishúsahverfi á Hafnarbraut, Bakkabraut og Vesturvör

Ø      Stóraukin byggð norðan Vesturvarar

Ø      8 hæða hótel beint fyrir ofan gömlu höfnina

 

Þetta mun hafa veruleg áhrif á umhverfi og líf íbúa á Kársnesi

 

Ø      Umferð einkabíla og atvinnufarartækja mun aukast gríðarlega um þröngar götur þar sem skólabörn eru mikið á ferð.

Ø      Íbúum í vesturbæ fjölgar um 2500 - 3000 (Nú búa um 4300 manns á Kársnesi)

Ø      Þessi fjölgun er  til viðbótar þeirri fjölgun íbúa sem verður með uppbyggingu Bryggjuhverfis og Kópavogstúns

Ø      Alls er gert ráð fyrir um tvöföldun á íbúafjölda í vesturbæ Kópavogs auk atvinnuhúsnæðis.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband