Leita í fréttum mbl.is

Misjafnt hafast þau að

Sá þetta á ruv.is. Ég er að velta fyrir mér með Sigurrósu sem er reyndur stjórnmálamaður. Hvað var hún að gera á þingi. Hefur hún ekki skoðun á neinu. Var ekkert sem hún vildi tjá sig um. Halda þessir þingmenn að við séum að kjósa embættismenn. Nei við erum að kjósa fólk sem heldur á lofti þeim skoðunum sem þeir og flokkar þeirra kynntu okkur þegar við kusum þau:

www.ruv.is

  • » Fréttir
  • » Frétt
  • Alþingi: Talaði í 2 mínútur á haustþingi

    Þeir tala svo sannarlega misjafnlega mikið alþingismennirnir. Þingið er að öllu jöfnu frekar vettvangur stjórnarandstöðunnar og sést það líka á því að stjórnarflokkarnir hafa á haustþinginu talað næstum helmingi minna en stjórnarandstöðuflokkarnir. Það eru vinstri-grænir sem tala hlutfallslega mest, fimm þingmenn flokksins tala miklu meira en allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins.

    Flokkar sem tala mest:
    Vinstri grænir: 44 klst. 55 mín.
    Sjálfstæðisflokkur: 35 klst. 22 mín.

    Ræðukóngur þingsins hefur í áravís verið Steingrímur J. Sigfússon, sem hefur bókstaflega átt titilinn. En nú ber svo við að honum er skákað af samflokksmanninum Jóni Bjarnasyni, sem talaði samtals í rúman hálfan sólarhring.

    Þeir töluðu mest:
    Jón Bjarnason:13 klst. 40 mín.
    Steingrímur J.: 10 klst. 37 mín.
    Og hvað talaði Jón um? Heilmikið um fjárlögin og fjáraukalögin en líka um Landsvirkjun, landbúnaðarmál og siglingamál. En þau eru til sem töluðu varla nokkuð, og þau koma flest úr Sjálfstæðisflokknum.

    Þau töluðu minnst:
    Sigurrós Þorgrímsdóttir 2 mín.
    Kjartan Ólafsson 8 mín.
    Þingmaðurinn Sigurrós Þorgrímsdóttir, sem ekki náði öruggu þingsæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nýlega, steig aðeins einu sinni í pontu á haustþinginu og þá til að tala um aðgerðir gegn ofsaakstri í umferðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband