Leita í fréttum mbl.is

Gunnar er ekki að ná þessu.

Fólk er að gera athugasemdir við að dóttir hans virðist hafa verið með fastar greiðslur frá Kópavogi um áraraðir. Þó að bænum sé heimilt að kaupa verk án útboðs ef þau eru undir ákveðnum mörkum eru við skipti við dóttur hans með öll óeðlileg. Og fjöldi viðskipta bendir til að hún hafi verið á nærri föstum launum frá Kópavogi. Rauðir reitir sýna mánuði sem Frjáls miðlun fékk greiðslur frá Kópavogi

FM

fm2

Sjá nánar á http://www.tidarandinn.is/dotturfelagid

Ps.

Kópavogur: Bærinn keypti föt af bróður bæjarstjórans fyrir 7 milljónir

Kópavogsbær keypti fatnað fyrir starfsfólk bæjarins fyrir 7 milljónir króna í tveimur aðskildum kaupum af fyrirtæki sem er í eigu bróður Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra í Kópavogi.

Samkvæmt heimildum Pressunnar áttu fyrri kaupin sér stað árið 2002 og hin síðari árið 2005. Heildarupphæð viðskiptanna milli Kópavogsbæjar og fyrirtækis í eigu Sigurðar Blöndal, bróður Gunnars nam 7 milljónum króna. Leitað var verðtilboða í bæði skiptin og reyndist fyrirtæki bróður bæjarstjórans með hagstæðustu tilboðin.

Viðskipti Kópavogsbæjar við Frjálsa miðlun, fyrirtæki í eigu dóttur bæjarstjórans, hafa verið mikið í umræðunni síðustu vikur og ekki síður viðskipti Lánasjóðs íslenskra námsmanna við sama fyrirtæki, en Gunnar var þá stjórnarformaður Lánasjóðsins. Samtals er þar um að ræða viðskipti upp á tugmilljónir króna.

Hart hefur verið deilt á Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi fyrir viðskipti við venslafólk bæjarstjórans og fyrir helgi bauð Gunnar Framsóknarflokknum, sem myndar meirihluta í bæjarfélaginu ásamt Sjálfstæðisflokki, afsögn sína sem bæjarstjóra. Sjálfstæðismenn eru margir hverjir hins vegar á því að Gunnar eigi að sitja áfram. Engin samstaða hefur heldur náðst um mögulegan arftaka hans. Hugmyndir hafa líka komið upp um að Gunnar fari í veikindaleyfi sem bæjarstjóri.

(www.pressan.is )


mbl.is Var ekki skylt að bjóða verkin út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband