Leita í fréttum mbl.is

Nú verður Ómar að endurgjalda greiðann

Það var umtalað í Kópavogi fyrir síðustu kosningar að Sjálfstæðismenn hefðu fjölmennt til að taka þátt í opnu prófkjöri Framsóknarmanna. Þetta gerðu þeir til að að tryggja Ómari Stefáns fyrsta sæti á lista framsóknar í Kópavogi. Þetta var á kostnað Samúels Arnar Erlingssonar sem sjálfstæðismenn vildu síður.

Nú mætir Gunnar á fund með Ómari og hermir þetta upp á hann. Eða að Ómari verður boðið upp á eitthvað fyrir sinn snúð. Betra starf eða eitthvað í þá áttina.

Og að lokum þá verður ekkert breytt í Kópavogi. En ég veit ekki hvort að þeir fá nokkurn frið. Það á eftir að skoða mörg mál í Kópavogi. Ég man eftir bréfum frá verktaka þar sem hann kvartaði yfir því að vera skikkaður til að skipta við Klæðningu við byggingu á knattspyrnuhúsi. Ég man eftir að ákveðnir verktakar hafa fengið alveg ótrúlega fyrirgreiðslur hér í Kópavogi. Og fullt af fleiri málum.

Ef eftir stendur að sjálfstæðismenn í Kópavogi sá ekkert athugavert við það að fyrirtæki dóttur Gunnars hafa verið áskrifendur að verkum í Kópavogi síðustu 18 árin. Þeim finnst það bara allt í lagi.


mbl.is Falið að ræða við Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband