Föstudagur, 19. júní 2009
Furðuleg samstaða Íslendinga!
Held það sé nokkuð ljóst að við munum ekki komast út úr þessari kreppu eins fljótt og bjartsýni menn spáðu í upphafi. Íslendingar eru auðsjáanlega bara alls ekki tilbúnir að þjappa sér saman.
Í hvert skipti sem stigið er skref á átt að lausnum á ákveðnum málum kemur kór sjálfstæðismanna og rakkar það niður með hjálp lögmanna á eftirlaunum og svo náttúrulega Framsókn sem er alltaf í því að finna lausnir þar sem engin þarf að greiða neitt nema útlendir kröfuhafar.
Tökum dæmi.
Í gær var náttúrulega Icesave samningurinn í umræðunni. Indefence hópurinn ríkur í fjölmiðla með sína útskýringar á samningnum.Þeir láta eins og þeir séu sérlega útvaldir sérfræðingar í milliríkjadeilum og samningum þó enginn þeirra hafi gert slíka samninga áður. Þeir tala um að þetta og hitt ákvæði sér algjör kúgun en síðan hefur verið bent á að þetta er algengt atrið í svona lánasamningum. Og 16. gr gengur út á eins og stendur á www.mbl.is
Lokaákvæði samninganna, sem kallast afsal friðhelgi fullveldis, fjallar um aðstæður sem skapast ef til greiðslufalls kemur af hálfu ríkissjóðs Íslands, sem þýðir í raun að ríkissjóður væri gjaldþrota. Þá gætu lánardrottnarnir gengið að eigum ríkisins erlendis
Já þetta ákvæði þýðir ef við verðum gjaldþrota þá geti þeir gegnið að eignum okkar. Sorry hvað héldu menn að ríkisábyrgð þýddi. Og ef við verðum gjaldþrota þá erum við náttúrulega ekki sjálfstæð lengur og kröfuhafar vilja náttúrulega fá eitthvað upp í lán sín.
Og sjálfstæðismenn flokkurinn sem var búin að gera drög að samningi um lán til 10 ára með 6,7% vöxtum og greiðslum eftir 3 ár er nú á því að þessi nýi samningur gangi ekki. Það væri nú kannski rétt að spyrja félaga þeirra sem voru í ríkisstjórn fram í maí hvernig samningsaðstaða okkar er.
Og bloggarar gleypa allt hrátt upp.
- Ríkisstjórnin á að vera að taka hagsmuni fjármagnseigenda fram fyrir fólkið í landinu. Hvern djöfulinn á fólk við? Ríkð á allar fjármálastofnanir í dag.
- Ríkisstjórnin á að vera að gera þessa samninga við Holland og Bretland til að auðvelda inngöngu í ESB. Hvað er að fólki. Man engin eftir því að enginn vill lána okkur fé nema að þetta sé frágengið.
- Ríkið á að fara dómstólaleiðina í IceSave. En ríkisstjórn Geirs Haarde var búinn að láta þjóðréttarfræðinga erlendis kanna þá leið í október. Og þeir hafa ekki talið málstað okkar nógu sterkan. Sem og að þá hefðum við ekki fengið neina aðstoð.
- Ríkið á að lækka öll lán og láta erlenda kröfuhafa taka það á sig. Og jafnvel ef það er ekki hægt þá á ríkið bara að greiða það. Já hver andskotinn. Fólk er á því að við séum nú að fara á hausinn vegna Icesave lánsins. Nú en fólki finnst allt í lagi að bæta þá bara við lánum til að greiða niður lán í landinu. Hvernig eigum við að borga það?
- Ríkisstjórnin á ekki að hækka skatta!
- Ríkisstjórnin á að skera niður en ekki í velferðar, samgöngu eða heilbrigðissviði. En það eru kannski um 75 til 80% af útgjöldum ríkisins. Nú hvar í andskotanum á þá að skera niður.
Nú síðustu rúm 2 ár hafa allir flokkar á Alþingi verið við völd nema borgarahreyfingin. Og Sjálfstæðisflokkurinn og framsókn hönnuðu og hrintu í framkvæmd þessu kerfi sem hrundi í andlitið á okkur nú fyrir 8 mánuðum. Mér sýnist að fólk sé leynt og ljóst að vinna að því að þau komist aftur að völdum.
En fólk skildi athuga það að ég fullyrði að ef skipt verður um stjórn eru sama hverjir verða þar og jafnvel þó það yrði utanþingsstjórn, það verður að ganga til samninga um icesave og það verður að hækka skatta og það verður að beita niðurskurði. Og það verður borga af lánum sínu og það verða heimili sem verða gjaldþrota.
Og ég leyfi mér að halda því fram að þegar nefndir alþingis hafa fjallað um Icesave þá fari þingmenn að breyta hægt og hljóðlega um skoðun
En talandi um Alþingi. Þá minni ég fólk á að það var Sjálfstæðisflokkurinn sem stóð gegn því að sett væri í stjórnarskrá ákvæði um að auðlindir yrðu þjóðareign. Og nú hefði það verið sterkt að hafa í þessum samningum.
En ef þjóðin er ekki tilbúin að treysta einum né neinum þá komumst við ekki út úr þessu með góðu móti.
Minni líka á það sem Göran Persson sagði:
Svíar þjóðnýttu bankana, segir Persson og á endanum fengu þeir allar krónunnar til baka sem sænska ríkið greiddi fyrir skuldir bankanna. Það sé hins vegar erfiðara fyrir Ísland.
Næst var tekið á fjárlögunum. Það var erfiðast að sögn Perssons. Hann sagði að á Íslandi muni hlutirnir verða erfiðari. Greiði Íslendingar alla verga þjóðarframleiðslu til að leysa bankakreppuna muni greiðslubyrðin aukast gríðarlega og vextirnir ofan á það.
Næstu ár verða erfið
Persson sagði, að menn verði að reikna með erfiðum árum á næstunni þar sem verg þjóðarframleiðsla muni minnka umtalsvert. Neyslan muni minnka sem og innflutningur. Atvinnuleysið mun hins vegar aukast og skera verði niður fjárlögin.
Persson sagði, að Íslendingar gætu endað á því að fá lán til að greiða vextina af þeim lánum sem þeir fengu til að greiða niður skuldir bankanna. Það muni kalla á hærri skatta eða minni opinber útgjöld. Hins vegar sé ekki hægt að fá endalaust lán til að greiða vexti af öðrum lánum. Markaðurinn myndi á endanum refsa krónunni harkalega ef það gerist. Málið snúist um trúverðugleika og menn verði grípa til skynsamlegra aðgerða.
Persson sagðist hafa gert það og orðið um leið hataðasti maður Svíþjóðar. Það hafi hins vegar verið þess virði. Ákveði Íslendingar að grípa til raunhæfra aðgerða sendi það út þau boð, að Ísland vilji ráða örlögum sínum sjálft.
Icesave: Útgönguákvæði ekki afdráttarlaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:44 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 969459
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Hvenær, á síðustu 2 árum, hafa Borgarahreyfingin og Framsókn verið við völd?
Sigurður (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 08:38
Sorry þetta fór á bloggið öðruvísi en ég hugsaði það. Það sem ég vildi sagt hafa og hef nú breytt þessu var:"Nú síðustu rúm 2 ár hafa allir flokkar á Alþingi verið við völd nema borgarahreyfingin. "
Magnús Helgi Björgvinsson, 19.6.2009 kl. 08:45
Góð færsla. Vondur veruleiki. Við erum út í horni.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 08:50
P.s. bendi fólki sem hlustað á Magnúsar Thoroddsen í gæri
Magnús Helgi Björgvinsson, 19.6.2009 kl. 08:51
Loksins les maður færslu sem maður getur verið sammála.
Andrés Kristjánsson, 19.6.2009 kl. 08:59
Frábær pistill, gaman að lesa loksins eitthvað af skynsemi um þetta mál.
Oddur Ólafsson, 19.6.2009 kl. 09:09
Hvenær, á síðustu 2 árum, hefur Framsókn verið við völd?
Sigurður (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 09:17
fram að stjórnarskiptum um mitt ár 2007. Voru til dæmis með embætti viðskiptaráðherra þegar Icesave banki opnaði bretlandi.
Andrés Kristjánsson, 19.6.2009 kl. 09:22
Mikið til í þessu. Malið er náttúrulega að Holland og UK er að lána íslandi peninga. Þetta er lánasamningur.
Líklega er samningurinn bara svipaður og slíkir samningar eru almennt. Munurinn etv. að um stóra uphæðir er að ræða og nú sér fólk hvernig slíkir gjörningar líta út.
Veit ekki, mér finnst þessi Indefense hópur frekar ósannfærandi í málflutningi sínum. Td. í Kastljósi í gær. Hef frekar trú á Indriða.
En auðvitað er icesave málið ljótt mál. Það er ekki spurningin.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.6.2009 kl. 09:25
Mikill sannleikur í þessari færslu. Það er vont að vera í vondri stöðu og ekki bætir þessi hráskinnaleikur í þinginu stöðuna.
Páll Geir Bjarnason, 19.6.2009 kl. 09:40
Andrés: Semsagt, Framsókn hefur ekki verið við völd síðustu 2 ár, eins og Magnús hélt fram.
Sigurður (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 09:57
Þetta er ákvæðið í tilskipun ESB sem ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og í kjölfarið Samfylkingar og VG hafa guggnað á að láta reyna á fyrir dómstólum:
"Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfir-völd þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun."
Sigurður (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 09:57
Sigurður, nei þetta er röng þýðing á klausunni í direktívinu.
Merkingin er að: Óvíst sé (þ.e ef tryggingarsjóður er til staðar) að ríkin sjálf muni þurfa að sitja uppi með baggann. Og þá í meiningunni að tryggingarsjóður borgi lágmarkið en ef hann getur það ekki mun ríkið að sjálfsögðu bera ábyrgðina.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.6.2009 kl. 10:10
Sigurður ekki fara rangt með ég sagði "rúm 2 ár" Það eru semsagt 25 mánuðir síðan að framsókn var við völd síðast.
Magnús Helgi Björgvinsson, 19.6.2009 kl. 10:24
Þetta er opinber þýðing klausunnar, eins og hún birtist í Stjórnartíðindum. Hvaða þýðingu hentar þér að nota?
Sigurður (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 10:54
Jón Jósef! Á að fara í margara ára baráttu fyrir dómsstólum án þess að gera sér grein fyrir afleiðingum þess. Við vitum að þa fáum við ekki lán hvorki frekari lán frá AGS né norðulöndum. Við getum reiknað með að svona mál standi í 3 ár. Við værum kannski í aðstöðu til þess ef hér væri allt í lagi. En svo er ekki. Við erum með gjaldþrota Seðlabanka, óvirka banka, og krónu sem færi í frjálst fall þar sem vð eigum nær engan gjaldeyri til að greiða fyrir viðskipti né þeim sem eiga peninga í bréfum hér.
Svona milliríkja mál gætu tekð 10 ár. Ert þú tilbúinn að hoppa kannski 50 ár aftur í tíman í kaupmætti og lifsgæðum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 19.6.2009 kl. 10:56
Í margfrægri tilskipun ESB stendur orðrétt:
"Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun."
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur og í kjölfarið Samfylking og VG tóku meðvitaða ákvörðun um að láta ekki reyna á þetta ákvæði. Hverjar ástæðurnar eru, verða þessir flokkar að svara fyrir. Enn er ekki orðið of seint að láta reyna á það fyrir dómstólum. Það verður hinsvegar of seint um leið og Icesave samningurinn er samþykktur.
Þá er ekki ljóst hvernig við ætlum að borga þessar Icesave innistæður.
Jóhanna Sigurðardóttir staðfesti á Alþingi í gær að ekki sé víst að hægt sé að rástafa 50 milljörðunum sem sitja í Englandsbanka, fyrr en eftir hefðbundna gjaldþrotameðferð Landsbankans. Þetta er þvert á orð Steingríms J. Sigfússonar, fyrir 12 dögum síðan.
Jóhanna gat ekki staðfest að Innistæðutryggingasjóður hefði neinn forgang umfram aðra kröfuhafa í eignir Landsbankans til að greiða Icesave skuldbindingarnar. Hún sagði orðrétt:
"Það er líklegt að samkvæmt neyðarlögunum séu þessar Icesave-kröfur hærra settar og njóti þar ákveðins forgangs. En eins og ég sagði, þetta verður bara að koma í ljós."
Það er semsagt "líklegt" að við höfum forgang í eignir Landsbankans, en það verður bara að koma í ljós.
Og á þessum forsendum ætlast hún til að skrifað sé upp á 730 milljarða lán með veði í eignum ríkisins!
Sigurður (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 10:58
Samkvæmt þessum sömu aðilum er þú landráðamaður og vilt leggja börnin okkar í ánauð, auk þess að gefa auðlyndirnar og fiskinn til ESB.
Gamli (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 11:00
Í fyrsta lagi þá skilur maður ekki alveg hvert menn eru að fara með þennan málflutning. Hér er um lán að ræða. Halda íslendingar að þegar lánadrottnar lána peninga að þá standi í samningnum að lántaki(í þessu tilviki íslenska ríkið) þurfi ekkert að greiða til baka lánið nema þeir vilji það sérstaklega og þaðan af síður að einhverskonar eignir sé lagðar þar að veði??????????????????
Nú er mér nákvæmlega sama hvort Alþingi samþykkir þennan samning eða ekki. Helst hefði ég viljað halda þessu drama áfram, Alþingi hafni samningnum, stjórnin springi, Sjálfstæðisflokkur, framsókn og VG fari í stjórn saman, og þeir muni síðan bera fyrir okkur nýjan samning, hálfu verri en sá sem er nú í boði svo íslendingar sjái hverskonar popúlisma þeir eru að elta hérna. En ef Alþingi samþykkir samninginn þá mun þetta á einhvern hátt vera samfylkingunni og ESB að kenna.
Jón Gunnar Bjarkan, 19.6.2009 kl. 11:01
P.s. hver segir að við getum hrakið þetta fyrir dómi? Stefán Már er segir þetta nú og maður virðir skoðun hans því hann er sérfróður um Evrópurétt. EN þetta er bara hans skoðun. Eigum við á þessu grundvelli að fara í mál sem gæti kostað okkur hundruð eða 1000 milljarða í glötuðum viðskiptatækifærum, gjaldeyrisþurð, og lítilli fyrirgreiðslu erlendis. MInni þig á að 28 ríki Evrópu eru á annarri skoðun en við. Og þau eru væntanlega með sérfræðingar í kippum í Evrópurétti líka. Og ef við sætðum vel eins og t.d. 2002 eða 3. Þ.e. skulda lítil hefði kannski komið til greina að taka þennan slag. Við erum hér með gjaldþrota seðlabanka sem þarf að leggja í 3 til 500 milljaða á næstunni. Banka sem þarf að leggja til 3 til 400 milljaraða til að koma þeim í gang. Og svo vilja menn fara í stríð við alla þá aðila sem eru til í að lána okkur til að koma okkur upp úr kreppunni.
Magnús Helgi Björgvinsson, 19.6.2009 kl. 11:04
Siguðrur þú sleppir að vitna í yfirlýsingar Geirs Haarde í október síðast liðinn:
Magnús Helgi Björgvinsson, 19.6.2009 kl. 11:11
Við eru með ekkert mál í höndunum. Það er búið að rugla svoleiðis með fólk að það hálfa væri nóg.
Grunntónninn er nefnilega alltaf í þessu icesavemáli: "borgum ekki"
ú ætla menn td. að færa fram til sönnunar því viðíkjandi klausu sem nákvæmlega segir að við eium að borga !!
"og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun"
Ef einstaklingar fá ekki bætur, þ.e lágmarkið, er ríkið ábyrgt. Halló ! Ef lágmarkið er tryggt og einstaklingar fá það borgað er ríkið ekki ábyrgt. Understand ?
(Þessvegna gæti nefnilega mismunun (milli ísl. og erlendra) umfram lágmarkið haldið.)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.6.2009 kl. 11:13
Þessi Indefence hópur er orðin ótrúverðugur vegna veru Sigmundar Davíðs í hópnum, hvað, eru þetta litlir Framsóknarstrákar sem eru búnir að gleyma ábyrgð sinni á málinu?
Gleymum því aldrei hverjir það voru sem komu okkur í þessa stöðu. Gleymum því aldrei að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gáfu bankana í hendur fjárhættuspilurum og leyfðu þeim svo eftirlitslaust að veðsetja þjóðina. Gleymum aldrei hverjir það voru sem með heimsku sinni og barnslegri trú á frjálshyggju settu landið á hausinn.
Svo koma frammámenn úr þessum tveimur flokkum og láta mikinn, alveg eins og þeir hafi hvergi komið nálægt. þetta er kallað að kunna ekki að skammast sín. Það á reyndar við um bloggara líka sem fylgja þessum tveimur flokkum eins og um trúfélag væri að ræða. Það má velta því fyrir sér hverjir eru landráðamenn í þessu hruni öllu saman.Valsól (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 11:20
Held að vandamálið sé það, að það er búið að ljúga að þjóðina að við munum ekki nota þessi lán sem við erum að fá frá AGS, norðurlöndum og Rússum, að þau séu bara til að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn, sem er auðvitað helvítis kjaftæði. Ef það væri tilfellið þá þyrftum við ekkert á þessum lánum að halda og værum ekki að fara með betlistaf í hendi út um allar trissur. Þessi lán eru til þess ætluð að endurfjármagna skuldir Landsvirkjunar og sveitarfélaga, svo ekki sé minnst á öll ríkisfyrirtækin sem er nú orðinn, en ef okkur tekst það ekki, ÞÁ FALLA ÞAU HVORT EÐ ER Í HENDUR LÁNADROTTNA. Það er engum hagfræðingi sem dettur í hug að það sé hægt að endurfjármagna þessar skuldir öðruvísi en með erlendu fjármagni. Og hverjar eru svo tillögur sjálfstæðisflokksins til að endurfjármagna þetta, ójá hlífum helbrigðiskerfinu, menntakerfi, félagskerfi.....trompið: Hagræða innan landhelgisgæslunnar eða einhver álika helsteypa. Ef fólk fellur fyrir svona bulli þá hljótum við að vera heimskasta þjóð í heimi.
Jón Gunnar Bjarkan, 19.6.2009 kl. 11:31
Er sammála mörgu þarna enda er hálfgerð hystería í gangi(skiljanleg þó) sem er farin út fyrir kortið eins og varðandi skatta sem var augljóst að hver sem tæki við, yrði að hækka. Aftur á móti er ég ekki þessu sammála með heimilin. Frekari aðgerðir í þágu heimilanna er grundvöllur þess að hér náist einhver samstaða og sátt, ásamt stjórnlagaþingi til að leggja grunninn að heilbrigðu samfélagi.
Og ef það sé einhver raunverulugr vilji af hálfu stjórnvalda til að ná fram samstöðu og þjappa þjóðinni saman, þá er aðeins eitt sem þarf að gera: lýsa yfir formlegu stríði gegn útrásarvíkingunum og bankamönnum vegna IceSlave og annara mála. Hefja strax algjöra eignaupptöku á eigum Björgúlfana, bankastjóra og bankastjórn Landsbankans sem útbjó IceSlave, til að ná upp í skuldina ásamt ákærum um landráð.Það yrði góð byrjun.
AK-72, 19.6.2009 kl. 11:41
Valsól; eins og talað frá mínu hjarta. Það sama verður að gilda um okkur öll gagnvart fjórflokknum að engin okkar má festast í að fara að verja hvert það rugl sem upp kann að koma hjá einhverjum þeirra.
Karl Löve, 19.6.2009 kl. 12:52
Þegar stigin voru fyrstu skrefin í þessu Icesave dæmi var viðskiptamálaráðherra úr röðum Samfylkingar á vaktinni. Ekki gleyma þætti þess annars ágæta stjórnmálaflokks í þessu rugli öllu.
En nú ert þú líkt og sjálfsagt helmingingur þjóðarinnar búinn að lesa þennan "samning" sem er í raun bara samþykki á öllum kröfum Breta og Hollendinga. Það hlýtur að hafa farið um þig að lesa sumar greinarnar ... eða? Það er kannski ekki klárt og kvitt að þeir hafi aðgang að öllum eignum íslenska ríkisins verði greiðslufall hjá okkur en eigum við ekki að láta afkomendur okkar njóta vafans og reyna að gera þetta aðeins betur. ESB er ekkert að fara neitt er það?
Hér er talað um hysteríu í sambandi við Icesave og ég er alveg sammála - þessi hystería að við verðum úrkast í samfélagi þjóðanna ef við samþykkjum ekki þennan nauðungarsamning og að við verðum bara að skrifa undir núna sama hverju við fórnum. Þetta er hystería. Við erum réttarríki eins og Bretar, Hollendingar og "vinaþjóðir" okkar (hverjar sem þær eru). Það hlýtur að vera hægt ganga frá þessu máli eins og gengið er frá öllum deilumálum á milli siðaðra þjóða: í gegnum dómstóla. Amk er algjörlega fáránlegt að það verði látið á það reyna. Sagt er að Bretar og Hollendingar og Evrópusambandið óttist dómstólaleiðina því það gæti haft ófyrirsjáanleg áhrif á bankakerfi Evrópu. Þar er nefnilega ekki ríkisábyrgð á innistæðum. Það sjáum við best á því að undanfarið hafa nokkrar þjóðir farið að bjóða upp á banka með ríkisábyrgð. Ef þetta er raunin þá ættum við nú að geta knúið fram betri samning en þessa hörmung sem nú hangir yfir okkur.
Soffía (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 15:47
Eins og ég hef sagt, mér er alveg sama hvort Alþingi samþykkir þetta eða ekki. Við erum út í horni þannig að það er sama hvorn veginn það verður þá verða báðar niðurstöður slæmar.
Ein leiðin er að neita borga. Ef flugvélar frá ríkisfyrirtækinu Icelandair verða gerðar upptækar erlendis, flott, þá er nóg af Breskum og Hollenskum flugvélum sem millilenda hér á hverjum degi sem hægt væri að taka upp í staðinn. Menn tala um að sendiráðsbyggingar verði gerðar upptækar, okei, flott þá losnum við að þurfa skera niður sjálf í utanríkisþjónustinni. Satt best að segja þá trúi ég að þetta yrði ekki þetta dramatískt. Og að sest verður aftur við samningsborðið, niðurstaðan verður engu betri, mesta dramatíkin væri kannski að stjórnin springi, VG, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur myndu stofna stjórn og Framsókn og Sjálfstæðismenn þurfa éta allann sinn málflutning um landráð ofan í sig með því að bjóða þjóðinni upp á sama samning. Á meðan þá nálgast gjalddagar sveitarfélaga, landsvirkjunnar og fleiri félaga á erlendum lánum og engar evrur eða dollarar til í landinu fyrir þeim og þá fer þetta allt til fjandans hjá okkur. Helsta ráðið í þessari stöðu er að biðja frændur okkar á norðurlöndum afsökunar á hrokaskapnum undanfarinna ára og hreinlega grátbiðja þá um að bjarga okkur með lán eða eitthvað annað. Ef að Bretar setja okkur í sömu fjárhagskví og áður, þá verður bara að setja viðskiptabann á þá þannig að vörur frá íslandi streymi ekki alltaf til þeirra án endurgjalds. Þetta þýðir auðvitað að EES samningurinn er fokinn út um gluggann. Marel, Össur, CCP og fleiri fyrirtæki munu auðvitað ekki sætta sig við þetta allt saman og flytja úr landi. Ef enginn lán fást, og utanríkisviðskipti er svo löskuð væri hægt að núllstilla íslenskt efnahagslíf og niðurfella öll lán og segja erlendum kröfuhöfum að fara norður og niður og bíða storminn af sér.
Það mun bara enginn stjórnmálaflokkur leyfa ástandinu að þróast í þessa átt svo að Icesave samningurinn verður samþykktur, ef ekki í þessari runu, þá eftir næstu samninganefnd kemur til landsins. Helst hefði ég viljað að samfylkingin stæði fyrir utan ríkisstjórn þegar það gerist því annars fara menn að kenna ESB sinnum um þennan samning, en það kemur þessum samning ekki nokkuð skapaðan hlut við. Sumsé, samfylkingin á að láta undan þrýstingnum um að keyra ekki samninginn í gegn, áður en langt um líður verða Framsókn og Sjálfstæðisflokkur byrjaðir að kalla eftir því að samningurinn verði samþykktur, þá er samfylkingin laus allra ábyrgðar og málið mun verða allt hið vandræðalegasta fyrir sjálfstæðisflokk og framsókn
Jón Gunnar Bjarkan, 19.6.2009 kl. 16:29
En allavega ef það á að samþykkja þennan samning þá er það lágmark að við fáum að sjá yfirlit yfir þessar eignir landsbankans sem standa þarna að baki. Það er óþolandi og óskiljanlegt með öllu ef það á að vera einhver feluleikur með hvaða eignir þetta eru. Mér er nákvæmlega sama hvað AGS eða bresk endurskoðenda skrifstofa segir hversu mikið sé hægt að fá fyrir þetta, að treysta einhverju "fólki út í bæ" fyrir því mati er ekki líðandi. Svo þarf að fá bambalingana í Sjálfstæðisflokki og Framsókn til að samþykkja Icesave samnginginn, annars verði bara ekkert skrifað undir þannig að þeir fari ekki að pota sér áfram á einhverjum popúlisma um landráð eða annað kjaftæði. Afhverju ekki þjóðstjórn núna?
Jón Gunnar Bjarkan, 19.6.2009 kl. 16:49
Jón Gunnar. Ég held að það sé sama hvaða stjórn er við völd núna. Hún þarf að ganga að þessu. Var að hlusta á viðtal við Svavar Gestsson áðan og hann sagði að í haust reyndu stjórnvöld allar leiðir til þess að þetta mál fyrir dóm en báðar þjóðir neituðu. Og þegar eru milliríkjadeilur og mótaðili vill ekki fara með mál fyrir dóm þá er bara allt stopp. Og alþjóðasamfélagið sagði okkur að við yrðum að taka ábyrgð á þessum innstæðum við hefðum ekkert val. En í samningum náðum víð þó að losna við að borga allar innistæður eins og krafist var fyrst. Og enduðum með innistæðutryggingu upp á 20 þúsund evrur á hvern reiking einstaklinga. Vegna stöðu okkar þykja 5,5% vextir ekki háir þar sem lánshæfi okkar er nánast komð niður til andskotans.
Indrið Þorláksson segist ekki vilja fara í þá samninga sem tækju við ef við höfnuðum þessum samning. Svavar telur að við fáum þá ekki að samningaborðinu. Og ég held að við verðum þá bara þvínguð með aðgerðum til að að sæta afar kjörum.
Held reyndar að þingmenn sem nú eru á móti eigi eftir að fá nett sjokk þegar þeim verður kynnt mögulegt framhald ef við samþykkjum ekki ríkisábyrgð.
Eins þá bendi ég á að þetta eignasafn var verðmetið í febrúar s.l. þá voru aðeins tekin þau lán sem mundu innheimtast að mestu eða öllu leyti með veðum í fasteignum og fleira. og þá var þetta um 1200 milljarðar. Í Október var þetta eignasafn metið á um 4.000 milljarða þannig að það hefur verið reiknað niður um 75% en samt á það að duga fyrir skuldunum.
Það má víst finna eitthvað um samsetningu þessara eigna inn á vef landsbankans en ég hef ekki leitað. En ég spyr hverju eru þingmenn bættari með að sjá þessi lánasöfn. Væri ekki vitrænna að Alþingi fengi einhverja sérfræðinga til að meta þetta safn aftur. Hvað halda menn að þeir græði á því að sjá hvaða erlend fyrirtæki skulda Landsbanka. Ég held að það yrði bara til þess að þingmenn byrjuðu að sverta og rægja þessi fyrirtæki og telja að þau geti ekki borgað.
Minni á að nú þegar hafa verið borgaðir yfir 50 milljarðar af þessum lánum á 7 mánuðum. Sem eru um 8% af heildar lánsupphæðinni. Svo þessar eignir eru að skila tekjum
En ég dáist að Steingrimi og Jóhönnu að þorfa að taka við stjórn landsins á svona tímum. Þetta verður ekki til þess að afla vinsælda.
Magnús Helgi Björgvinsson, 19.6.2009 kl. 17:44
Soffía hér að ofan: Þegar fyrstu skrefinn voru stiginn í Icesave var framsóknarflokkuinn með viðskiptaráðuneytið. Og viðskiptaráðuneytið fór ekki með eftirlitskildu í þessum málum heldur FME. FME starfði sjálfstætt og viðskiptaráðherra átti ekki að hafa bein afskipti af því.
Karl Löwe hér að ofan: Getur ekki verið að við höfum unnið saman í Slippnum hér í gamladaga?
Magnús Helgi Björgvinsson, 19.6.2009 kl. 19:19
Við munum ekki ná okkur út úr þessari fjármálakrísu nema að snúa bökum saman ,hætta þessu karpi um einskisverða hluti sem tefja hlutina .
Við þurfum að ná í þessa menn sem komu okkur á kaldann klakann það er alltaf að koma betur og betur í ljós að þessir menn voru samviskulausir fjárglæframenn ekki bara í einkageiranum heldur og hjá því opinbera .
Við þurfum að herða rannsóknir á bankahruninu til þess að draga þessa menn til ábyrgðar fyrr kemst ekki ró á fólk.Fólk horfir agndofa á og alltaf er að koma upp nýr og nýr skandall.
Icesave samninga á að samþykkja ,við vitum hvað við höfum nú ,ef þeir verða ekki samþykktir munum við ekki vita hvað muni gerast ,það er þó ljóst að það mun verða erfitt að ná hagstæðum samningum ,spurning um trúverðleika sem ekki er beysin fyrir . Við skulum átta okkur á því að þessar upphæðir eru smáhjóm eitt miðað við Evrópu og að þeir skuli yfirleitt ljá máls á því að semja sýnir að þessum þjóðum er ekki sama um okkur .
Nei snúum bökum saman og við munum sigrast á þessu sem og við höfum gert við hverja þá óáran sem hefur dunið á okkur.
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 20.6.2009 kl. 10:13
Það þýðir ekkert að horfa á þessa ríkistjórn og gjörðir hennar eins og það sé allt slæmt eða allt gott sem hún gerir.
Icesave samningurinn er klúður. Erlendir sem og íslenskir lögfræðingar og aðrir fræðimenn hafa trekk í trekk útskýrt það. Þau rök að slíkur samningur sé samt góður af því að við hefðum geta gert verri eru nátúrulega enganvegin gild. ég bendi þér á að lesa nýustu færslu láru hönnu. menn verða bara að viðurkenna að þeir skildu ekki samngin rétt og fara að samninga borðinu aftur. Eða taka sambærileegt lán frá lífeyrisjóðunum þegar menn hafa þorað að láta reina á dómstólaleiðina. en ég tel það mjög líklegt að þegar jarpur viðurkenndi á fyrir spurnartíma breska þingsins á sig það lögbrot að hafa misbeitt ags til þess að þvinga fram betri samninga fyrir breta hafi sú þvingun falið það í sér að loka á dómstólaleiðina en okkur ber að öllum líkindum ekki að greiða meira en innstæðunni sem til er í tryggingasjóði og eignir landsbankans en ekki krónunni meir.
Það má svo tala um niðurskurðin en í honum er að finna margt gott en líka margt slæm. td gott mál að fækka sendiráðum en mjög slæmt að hækka tryggingagjöldin en mikið nær væri að hækka virðisaukaskatt um sem næmi sömu summu og láta það renna beint í atvinnuleysissjóð.
Aron Ingi Ólason, 21.6.2009 kl. 14:12
Aron þú gerir þér grein fyrir að með dómstólaleiðinni getur verið að allar innistæður í IceSave verði undir. Því að allar innistæður á Íslandi voru tryggðar í neyðarlögunum. Þannig að ef við töpum því máli þá situm við uppi með kannski 1200 til 1500 milljarða. En það voru innistæður á IceSave upp á. Þá erum við að tala um bæjarfélög, góðgerðafélög og fleiri sem í dag skv. þessu sita upp með skaðan.
Magnús Helgi Björgvinsson, 21.6.2009 kl. 16:08
P.s. Aron bendi þér líka á að lesa færstu Láru Hönnu alla. Og bendi þér á þessa klausu í svari hollenska samninganefndamannsins:
En ef þú telur eina möguleikann vera að opinbera samningana væri ég tilbúinn til að íhuga það. En það verður að vera ljóst að við getum ekki endursamið."
Þetta þýðir eins og þar segir að þeir eru ekki tilbúinir að fara í samningaviðræður við okkur aftur. Og hvað þá?
Magnús Helgi Björgvinsson, 21.6.2009 kl. 16:12
Það er ótrúlegt að sjá hvernig hægt er snúa staðreyndum á hvolf. Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir upphæðunum og þeirri staðreynd að þó að 80% fengist upp í þetta úr eignum landsbankanum þá erum við samt að tala um 400-500 miljarða sem þarf að greiðast á 8 árum. Það er engin önnur leið ef við ætlum að búa í þessu landi en að hafna. Við borgum ekkert annað. Þetta mun leiða stórkostlegs niðurskurðar hjá hinu opinbera til að borga tap einkafyrirtækis sem er út hött
Frímann þú verður að fara undirbúa 80% niðurskurð á bótunum. Það er greinilega það sem þú vilt
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 21.6.2009 kl. 18:32
Gunnar það virðist vera erfitt fyrir menn að átta sig á að ef við göngum að þessum samningum getum við greitt lánið jafn óðum og eignir seljast eða af tekjum af þeim. Þannig að þessi leikur með að bæta alltaf vöxtum við er náttúrulega ekki réttur. Þú verður líka að gera þér grein fyrir að eignirnar bera vexti. Og það er óþarfi að ýkja málin svona. Þórólfur Matthíasson hefur reyknað út að afborganir af láninu ef að 75% fæst upp í það af eignum komi til með að nema sem svarar til 1% af þjóðarframleiðslu fyrsta árið sem við borgum þ.e. með vöxtum. Og ef allt færi á besta veg þá væri ekki eftir nema um 5% af láninu eftir 7 ár. Og ég ætla rétt að vona að gengi krónunar hafi hækkað eitthvað þá.
Magnús Helgi Björgvinsson, 21.6.2009 kl. 19:18
Magnús
Ég hef talað við bankamenn sem þekkja til eigna Landsbankans úti í Bretlandi. Þeir seigja mér að síðan matskýrslurnar komu út hefur orðið gífurlegur eignabruni á þeim vegna lækkandi verðs á mörkuðu. Eins er útlitið mjög dökkt í Bretlandi. Þegar tekin eru öll þau viðvörunarlaus sem blikka held ég að við verðum heppin ef eignirnar dugi 25%. Sum fyrirtækin eru þegar gjaldþrota en voru það ekki þegar skýrslan var gefin út. Novator er einn stærsti skuldunauturinn í þessu en hann er ekki búinn að fjármagna mjög stóra afborgun sem er á næsta leiti. Hver heldurðu að fjármagni það og þá er stór hluti af þessu glatað. Ég ætla ekki að fara að tala um málsóknir annarra aðila.
Þetta getur hæglega endað í mörgþúsund milljónum og líkurnar eru ekki okkur í hag.
Finnst þér það þess virði eða er það ESB sama hvað það kostar?
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 22.6.2009 kl. 00:29
Ég vil líka benda á að þegar (vinaþjóðir) okkar og ESB var að kúga okkur til að semja um mál sem mátti ekki dæma í vegna augljósrar niðurstöðu vorum við i miðju kafi að reyna að fá IMF hér til halda krónunni á floti En þessar svoköllaðu vinaþjóðir komu í veg fyrir að IMF kæmi nema við myndum semja. Það mistókst að halda krónunni á floti og við komnir með gjaldeyrishöft og þar með er forsendan fyrir IMF brostinn. Við eigum bara að skila láninu og biðja nágranna okkar vel að lifa. Þeir geta sótt málið ef þeir vilja. Okkur verður hótað öllu illu og viðskiptaþvingunum. Það er miklu betra að taka refsinguna út strax og eiga smá von heldur en þetta eilífðar svartnætti sem þessi nauðungarsamningur biður upp á
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 22.6.2009 kl. 00:52
Minni þig á að við erum ekki enn búin að fá nema smá hluta gjaldeyrislánsins frá AGS. En við þurfum samt sem áður öll þessi lán ef við ætlum að vera með krónuna. Því að annars verða hér gjaldeyrirhöft að eilífu. Og þar sem enginn vill skipta með krónu í dag þá verðum við smátt og smátt að sýna fram að við höfum gjaldeyri til að standa að baki henni.
Ég minni þig á að í febrúar var búið að lækka matið á eignum Landsbankans út 4000 milljarða í 1200 milljarða. Þessar eignir sem eftir eru samanstanda af lánum til sterkra aðila að stórum hluta og eru að skila tekjum núna. Dæmi um það er að nú þegar eru í Bretlandi um 50 milljarðar sem hafa safnast upp vegna tekna af þessum lánum. Það er bara um 8% af heildar lánininu sem við tökum. Það má vera að sum þessara lánasafna seljist ekki. En þá skila þau tekjum innn. Og flest þeirra verða að fullu greidd eftir 7 ár. Þannig að þar koma inn tekjur þó þau seljist ekki.
Magnús Helgi Björgvinsson, 22.6.2009 kl. 01:14
Maggi minn, ég rek eigið fyrirtæi og þegar ég skrifa undir skuldbindingar lít ég á "worst case scenario" ef ég tel að ég geti staðið við skuldbindingarnar þrátt fyrir að allt fari á versta veg skrifa ég undir með ró í sinni. Ef við skoðum Icesave samningana þá er hugsanlega mögulegt að við getum staðið við skuldbindarnar i "best case scenario" að skrifa undir slíkt er í besta falli óábyrgt og í versta falli glæpsamlegt. Að aðrir hafi laggt drög að jafnvel enn verri samningum eru ekki rök fyrir vitleysunni. Það að einhver sé heimskari en ég gerir mig ekki gáfaðari. Þessi færsla þín lyktar af flokksaga, allt sem flokkurinn minn gerir er gott, allt sem öðrum flokkum dettur í hug er slæmt. Hættum að hugsa í flokkum, kynnum okkur staðreyndir, setjum markmið og dæmum eftir afrakstri.
Með von um betri tíð og lægri vexcti
Kjartan Björgvinsson, 22.6.2009 kl. 01:29
Jón Frímann, hversu mörg ríki í suður Ameríku eru útskúfuð úr alþjóðlegum viðskiptum?
Flest ríki þeirrar heimsálfu hafa gengið í gegnum byltingar og neitað að greiða kröfur.
Af hverju heldur þú að samningamenn breta og hollendinga vilji halda innihaldi samningsins leyndum?
Þeir vita sem er að almenningsálitið mun snúast á sveif með íslendingum þegar fólki, jafnvel í þeirra eigin löndum verður ljóst hvílíka afarkosti er verið að setja íslensku þjóðinni.
Kjartan Björgvinsson, 22.6.2009 kl. 01:37
Kjartan þú verður kannski að horfa til þess að ríki Suður Ameriku eru lönd þar sem stærstur hluti manna lifir sjálfsþurftarbúskap sem er óháður inn og útflutningi að mestu. Því gátu þessar þjóðir komist af. Eins vegna þess að þær hjálpuð hvor annarri.
Fyrst að þú rekur fyrirtæki þá veistu þú líka að ef að þú værir kominn með stóra kröfuhafa sem væru tilbúinir að beita þig hörðu til að ganga til samninga. Og spurningin væri sú að það væri spurning hvort að þeir kæmu í veg fyrir rekstur hjá þér eða þú semdir við þá. Þá held ég að þú mundir semja.
Magnús Helgi Björgvinsson, 22.6.2009 kl. 03:14
Síðan væri ágætt að menn skoðuðu það að nú síðustu mánuði hafa 3 flokkar verið við stjórn hér á landi. Fyrst samfylking og sjálfstæðisflokkur. Geir Haarde sagði að Bretum og Hollendingum væri velkomið að fara með mál Icesave fyrir dómsstóla í byrjun Október. Það tók ekki nema nokkrar vikur að fullvissa stjórn Geirs að það væri ekk möguleiki. Það er nokkuð ljóst að 28 þjóðir beittu sér nær allar af fullum mætti gegn okkur af fullri hörku og Geir gafst upp á dómstólaleiðinni. Gert var samkomulaga um að við öxluðum ábyrgð á innistæðurtryggingum upp á 20 þúsund evrur í Bretlandi og Hollandi gegn því að þeir lánuðu okkur fyrir þessu. Þannig að nú er aðeins um að ræða að ganga frá því láni.
Vg talaði um að ekki ætti að semja um Icesave. En þegar þeir komustu í stjórn og gátu kynnt sér allar forsendur hefur foramaður þeirra snúið við blaðinu. Þeir einu sem ekki hafa enn komið að þessum samningum eru framsókn og borgarahreyingin en ég held að þó þau kæmust í stjórn yrðu þau líka að láta yfir sig ganga að semja.
Magnús Helgi Björgvinsson, 22.6.2009 kl. 03:24
Að sjálfsögðu myndi ég semja, en ekki um hvað sem er, til að eitthvert gagn sé af samningi verður að vera mögulegt að uppfylla hann. Ég hef heldur enga trú á að ríki Evrópu muni útiloka Ísland þrátt fyrir að við neitum að taka á okkur skuldaklafa sem ómögulegt er að rísa undir. Það er hins vegar bráðnauðsynlegt að útskýra stöðu Íslands fyrir almenningi í Evrópu. Krafan um að íslenskur almenningur taki á sig að greiða skuldir einkabanka er álíka gáfulegt og ef við ættum að taka á okkur að afplána refsingu sem annar íslendingur er dæmdur til vegna lögbrota. Að sætta sig við kúgun og þvinganir er ekki rétta leiðin til að byggja upp nýtt og betra samfélag, það verður að takast á við vandann strax. Frestur er á öllu verstur. Auðvitað verður það erfitt en það lagast ekki við að neita að horfast í augu við staðreyndir. Að segja að ríki suður Ameríku séu óháð inn og útflutningi að mestu er bull.
Með von um betri tíð og lægri vexti
Kjartan Björgvinsson, 22.6.2009 kl. 03:42
Það væri líka verulega áhugavert að fá skýringu frá Steingrími á sinnaskiptum hans. Hvernig dettur ráðherrum í hug að krefjast þess að þjóðin taki á sig stærstu skuldbindingar í sögu landsins án þess að gefa skýringar á því til vinnuveitenda sinna. Hvernig má það vera að fulltrúar Íslands meta hagsmuni viðsemjandanna um leynd hærra en réttláta kröfu þeirra sem þeir semja fyrir um að fá upplýst hverjar skuldbindingarnar verða. Hvernig var mögulegt að semja svona hratt um Icesave og gera mat á eigum Landsbankans þegar ekki hefur enn tekist að gera eignauppgjör á milli gömlu og nýju bankanna. Það væri kannski ráð að setja samningafólkið í það verkefni, þá þarf kannski ekki að fresta því enn einu sinni.
Kjartan Björgvinsson, 22.6.2009 kl. 03:53
Þú verður að athuga að þessar þjóðir í Evrópu eru líka að með skuldaklafa. Gæti sem best trúað því að bæði Holland og Bretar hafi þurft að taka lán til að greiða þetta icesave dæmi. Og því eru þeir í raun að endurlána okkur. Og miðað við stöðu okkar er nú ekki mjög hátt að rukka 1% álag ofan á það sem þeir þurfa að greiða fyrir lánin.
Þetta með einkabanka og almennig er náttúrulega þreytt dæmi. Hvað heldur þú að öll ríki í heiminum nærri því hafi verið að gera? Jú leggja í bankana gríðar fé frá ríkinu. Svo mikla að mikið af því skilar sér ekki til baka. Því að margir bankar vor síðan ríkisvæddir. T.d. í Bretlandi. Þó bönkunum hafi verið bjargað frá því að hrinja alveg annrstaðar þá eru þeir flestir meira og minna háðir fé frá ríkisvaldinu til að ganga í dag.
Varðandi Argentínu t.d. þá eru um mikilmeirihluti Argentíun bændur sem lifa á því sem þeir framleiða. Vöruskiptum við aðra bændur. Hélt að allir vissu þetta. Þetta er eins og var hér í sveitum á Íslandi fyrir 50 árum eða minna. Þar sem að menn þurftu ekki að fara í kaupstað nema nokkrum sinnum á ári því þeir framleiddu flest allt heima við. Það er bara allt annar lífsstandard þar. Því finna þeir minna fyrir viðskiptaþvingunum. Argentína lenti í því í 3 ár eftir að þeir neituð að greiða af lánum. Og þá var samt heimurinn að springa af peningum sem þurfti að ávaxta. Upp úr 2000
Magnús Helgi Björgvinsson, 22.6.2009 kl. 04:03
Og svo kannski má bæt einu við þegar menn eru að tala um að við semjum ekki um hvað sem er! Hvað eiga menn við? Halda menn að við getum bara farið út í samningaviðræður og sagt: " Ja við vitum að þið eruð búnin að borga öllum innistæðueigendum skv. samninginum sem við gerðum við ykkur hér í haust. En við viljum ráða hvernig sá samningu verður!" Halda menn að við séum í einhverri stöður til að gera það? Og miðað við samningsdrögin áður um 6,7% vexti, og fyrstu greiðslur eftir 3 ár þá erum við komin með mun betri samnig sem þýðir að samningaðilar okkar hafa gefið eftir. Eins að fá að ráðstafa eignum upp í lánið er líka framför og eftirgjöf af þeirra hálfu. Eins að það sé í samningnum vilyrði fyrir að skoða samningin af að aðstæður hjá okkur verða enn slæmar eftir 7 ár. Þannig mér þykir að það hafi verið komið á móts við okkur
Magnús Helgi Björgvinsson, 22.6.2009 kl. 04:13
Það er hárrétt hjá þér að bankarnir eru háðir ríkisvaldinu og hvert ríki verður að sinna hagsmunum eigin þegna. Hvernig geta bretar réttlætt að þeir haf pumpað milljörðum punda í Royal Bank of Scotland meðal annars til að tryggja innistæður þar en þær bresku innistæður sem voru í Landsbankanum eiga íslendingar að borga. Megin málið er hins vegar að þó að það komi Mr. Brown vel að geta kynnt samning við íslendinga þá verður ekki hjá því komist að í samningnum verða að vera ákvæði sem tryggja að skuldbindingarnar yfirstígi ekki greiðslugetu þjóðarinnar. Það er enginn gengur að það litla sem eftir er af hagkerfinu hrynji á nýjan leik.
Kjartan Björgvinsson, 22.6.2009 kl. 04:14
Samkvæmt ýmsum pistlum á Bloomberg og FT eru verulega miklar líkur að bankakerfið í Evrópu hrynji. Sennilega ekki á þessu ári en næsta. Þá er talað um lönd eins Bretland, Sviss, Austurrík, Svíþjóð og fleiri lönd. Það er byggt á þeirri staðreynd að þessar þjóðir eru búnar að pumpa svo sórum fúlgum að þau geta ekki meir en það er ekki ennþá búið að hreinsa eitraðar eignir út nema að litlum hluta. Fræðingar segja að ónýtar eignir séu hlutfalllega miklu meiri í Evrópu en í USA. Eins eru afleiðingar af þessum mikla framleiðslu samdrætti 8-12 mánuði að koma fram. Samanber okkur: bankarnir hrynja í fyrra og kreppan er rétt að byrja að bíta núna og fyrir alvöru næsta vetur. Domínó áhrifin koma svo enn síðar. Fjörið er bara rétt að byrja
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 22.6.2009 kl. 09:48
50 milljarðar inni á vaxtlausri bók í Englandsbanka. Síðan skrifað var undir hefur skuldin vaxið um 70-80 milljarða vegna gengisfalls og vaxta sem eru 100 milljónir á dag.
það verður ærið verkefni að losa þessar 700 milljónir sem voru jöklabréf en eru lausafé núna inn í Íslensku nýju bönkunum í eigu erlendra aðilla. Þar bjargar krónan frá endanlegu gjaldþroti allavega ennþá
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 22.6.2009 kl. 10:06
Gunnar skuldinn gæti líka lækkað ef gegnið hækkar. Ef að gengið hækkar hjá okkur um hva 5 til 7%% þá er skuldin komin í það sama og hún var þegar skirfað var undir. Og ef krónan fer ekki að hækka fljótlega er þetta icesave lán minnst málið. Því að þá far innflutningfyrirtæki snarlega að fara á hausinn og vöruverð að hækka gríðarlega í viðbót. Og talið er að raun gengi krónunar ætti að vera a.m.k. 30% hærra en það er í dag. Þannig að menn bíða eftir því að krónan fari að styrkjast. Enda skiptir höfðu máli hvað gengi krónunar verður þegar við förum að borga af láninu eftir 7 ár. Ætla rétt að vora að það verði hærra þá því annars verða engir búandi hér. (nema ég og nokkrir aðrir vitleysingar)
Magnús Helgi Björgvinsson, 22.6.2009 kl. 10:30
En annars tek ég undir þetta hjá þér. Nema að ég held að bankakerfið í Evrópu fari ekki alveg á hliðina. Held aftur á móti að það geti orðið miklir erfiðleika hjá ríkisstjórnum vegna allra þeirra peninga sem þeir hafa dælt inn í bankana og spurning hvenær þær geta losað þessa peniga aftur út og hversu mikið.
Magnús Helgi Björgvinsson, 22.6.2009 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.