Leita í fréttum mbl.is

Heyrði af því í dag að umræða sé um að Gunnar siti áfram sem bæjarstjóri.

Nú má kannski segja að í þessu tilfelli hafi menn verið sammála um að ávaxta þessa peninga hjá Kópavogsbæ í óvissunni í vetur. Eins og venjulega erum við bara búin að heyra aðra hliðina. En finnst óþarfi hjá bæjarstjóra að koma með svona yfirlýsingu í anda Davíðs Oddssonar í endann:

Vonandi verður fallið frá þessu enda er þetta algjört smámál í samanburði við það sem FME ætti að vera vinna við.“

Og svona fyrst ég er að rifja upp viðbrögð Gunnars er kannski rétt að rifja upp hvernig Gunnar brást við kæru Skógræktarfélagsins þegar Kópavogur lagið vatnsveituna í gegnum Heiðmörk. Þá sagði Gunnar m.a.

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir kæru skógræktarfélagsins óskiljanlega. Framkvæmdirnar séu unnar í samráði við alla sem málið varðar, m.a. skógræktarfélagið og Kópavogsbær hafi lýst því yfir að bærinn muni bæta fyrir þann skaða sem verði vegna lagningar vatnsleiðslunnar. "Það var búið að ákveða leiðina í samráði við þá. Síðan kemur þessi nýi framkvæmdastjóri sem er greinilega með allt aðrar skoðanir en forveri hans. Þetta kemur mjög flatt upp á okkur. Ég veit ekki hvern hann ætlar að kæra og fyrir hvað," segir Gunnar. Hann segir að klúður málsins liggi í því að Reykjavíkurborg sé ekki búin að gefa út framkvæmdaleyfi.

Gunnar var spurður hvort hann vissi hvað hafi orðið um trén. "Ég veit ekki hvað varð um þau en það var alltaf ljóst að það þyrfti að farga trjám og við ætluðum náttúrlega að bæta það með því að setja niður önnur tré í staðinn.

Tréin fundust á athafnasvæði Klæðningar og nú um daginn var Kópavogur dæmdur til að greiða skógræktarfélaginu 30 milljónir vegna skaða sem bærinn olli.

En nú í dag heyrði ég að líklegast sé að Gunnar verði áfram sem bæjarstjóri í Kópavogi. Ég lýsi því yfir ef svo verður að Framsóknarflokkurinn er þá algjörlega ábyrgur fyrir því sem og aðrir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Þeir eru að leggja blessun sína yfir að kjörnir stjórnendur bæjarins beini viðskiptum bæjarins til ættingja. Og þetta verður kannski normið í stjórn bæjarins í framtíðinni. Kannski bara að bærinn verði settur í framtíðinni undir stjórn fjölskyldna núverandi bæjarfulltrúa og Ömar styðji svo bara allt klabbið eða komi sinni fjölskyldu að.


mbl.is Sjóðsbjörgun kærunnar virði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er svona ofstæki eins og ítrekað kemur fram hjá þér í garð Gunnars Birgissonar sem gerir mann algjörlega fráhverfan því að kjósa Samfylkinguna í Kópavogi. Að vera með Gunnar  á heilanum, ber vott um mikla lotningu. Það voru margir Sjálfstæðismenn sem fengu líka Ingibjörgu Sólrúnu á heilann á tímabili, mér fannst að alltaf vera af vanmáttarkennd og dulbúinni aðdáun. Mér fannst hún mjög merkilegur leiðtogi.

Sigurður Þorsteinsson, 21.6.2009 kl. 00:43

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Æji Sigurður! Ég bara bendi þér á að ég er ekki virkur félagi í Samfylkingunni. Ég hef mætt þar samtals á 3 fundi í þau 3 ár sem ég hef verið skráður í flokkinn. Ég aftur á móti er á því að tími Gunnars og þeirra stjórnunar hátta sé liðinn.  Og ítreka að ég tala alls ekki fyrir hönd samfylkingarinnar.

Ég er sammála þér með Ingibjörgu Sólrúnu en aftur á móti er ég á móti stjórnmálum sem byggjast á einhverjum leiðtogum eingöngu. Ég lít svo á að stjórnmál og stjórn bæja, landa og bara almennt eigi að vera samvinna fólks með svipuð lífsgildi. Og því lít ég t.d. svo á að það sé enginn einn sem eigi að stjórna Kópavogi. Þannig t.d. að bæjarfulltrúar sem mynda meirihlutan eigi að vera þeir sem stjórna en ekki að þeir séu bara að bakka upp mann sem á köflum fer með bæinn eins og sitt einkafyrirtæki. 

Minni þig t.d. á þegar bærinn fór að kaupa 40 ára hesthús á einbýlishúsaverði. Til að byrja með var ekkert búið að skipuleggja þarna þegar verktaki byrjaði að kaup þessi hús. En hlýtur að hafa haft einhver vilyrði fyrir því að fá að byggja þar. Hann fer svo á hausinn með þetta og bærinn kaupir þetta á okurverði. En þá vantaði lóðir fyrir hesthús. Gunnar ríkur í að skipuleggja það en athugar ekki að lóðirnar eru settar inn á vatnsverndarsvæði Garðabæjar. Þá fer Gunnar í að redda þeim vatni og ríkur með framkæmdi í gegnum Heiðmörk og þar eru skemmdir en sýnilegar í dag. Og svo er staðreynd að við borgum hærra fyrir þetta vatn en Garðabær í dag.

Svo minni ég þig á áhuga Gunnars á stórskipahöfnini sem engin þörf var á og stríðið hans við Kársnesbúa. 

Eins æði hans fyrir Óperuhúsi sem átti að klessa þarna í Borgarholtið. Við getum nú í kreppunni andað léttar yfir að hann kom þessu ekki í gang eins og hann vilidi. 

Það getur vel verðið að Gunnar sé framkvæmdaglaður og sumum finnist það fínt. En ég horfi kannski til þess að það þurfi að hugsa hlutina aðeins betur. Minni á að það voru teknar skóflustungur fyrir nýju hjúkrunarheimili 3 eða 4 sinnum. Knattspyrnuhúsið í Kórnum sem rekið er með bullandi tapi. Þar var kynnt að yrður landsleikir og fleira sem kom svo í ljós að alþjóðasamtök semþykkja ekki.

Og svo allan ágreining sem hefur verið vegna þess að verktakar hafa næstum ráðið því hvað þeir gerðu á þeim lóðum sem þeir eignuðust.

Þannig að ég óska eftir stjórnanda í bæinn sem framkvæmir það sem bæjarstórn (a.m.k. meirihluti) vill en ekki að bæjarstjórn samþykki það sem bæjarstjóri vill.

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.6.2009 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband