Leita í fréttum mbl.is

Fólk hefur sagt að ég sé með Gunnar á heilanum!

En ég segi bara sjáið þið nú ég hef haft rétt fyrir mér þegar ég hef sagt:

Það getur vel verðið að Gunnar sé framkvæmdaglaður og sumum finnist það fínt. En ég horfi kannski til þess að það þurfi að hugsa hlutina aðeins betur. Minni á að það voru teknar skóflustungur fyrir nýju hjúkrunarheimili 3 eða 4 sinnum. Knattspyrnuhúsið í Kórnum sem rekið er með bullandi tapi. Þar var kynnt að yrður landsleikir og fleira sem kom svo í ljós að alþjóðasamtök semþykkja ekki.

Og eins hef ég sagt

Þannig t.d. að bæjarfulltrúar sem mynda meirihlutan eigi að vera þeir sem stjórna en ekki að þeir séu bara að bakka upp mann sem á köflum fer með bæinn eins og sitt einkafyrirtæki.

Og loks

Þannig að ég óska eftir stjórnanda í bæinn sem framkvæmir það sem bæjarstórn (a.m.k. meirihluti) vill en ekki að bæjarstjórn samþykki það sem bæjarstjóri vill.

Og segi við getum fagna að ein hugmynd Gunnars um Óperuhús klest inni Borgarholtið þar sem Kópavogkirkja hefði horfið sýnum manna, komst ekki á koppinn. Þá sætum við í vandamálum í dag.

Og loks þessi kafli sem er eins og ofangreint bara úr einu svari mínu við bloggfærslu mína:

Minni þig t.d. á þegar bærinn fór að kaupa 40 ára hesthús á einbýlishúsaverði. Til að byrja með var ekkert búið að skipuleggja þarna þegar verktaki byrjaði að kaup þessi hús. En hlýtur að hafa haft einhver vilyrði fyrir því að fá að byggja þar. Hann fer svo á hausinn með þetta og bærinn kaupir þetta á okurverði. En þá vantaði lóðir fyrir hesthús. Gunnar ríkur í að skipuleggja það en athugar ekki að lóðirnar eru settar inn á vatnsverndarsvæði Garðabæjar. Þá fer Gunnar í að redda þeim vatni og ríkur með framkæmdir í gegnum Heiðmörk og þar eru skemmdir en sýnilegar í dag.  Og svo er staðreynd að við borgum hærra fyrir þetta vatn en Garðabær í dag.

Svo minni ég þig á áhuga Gunnars á stórskipahöfnini sem engin þörf var á og stríðið hans við Kársnesbúa.

 


mbl.is Sakar Gunnar um blekkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

það var greinilega gott fyrir Gunnar að búa í Kópavogi,

þar að segja ... Gunnar, fjölskyldu hans og vini.

ThoR-E, 21.6.2009 kl. 13:07

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Einmitt

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.6.2009 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband