Mánudagur, 22. júní 2009
Ég hef sagt það áður að mér líkar ekki framkoma Vigdísar Hauksdóttur
Fyrir nokkrum vikum þá var Vigdís hrópandi úr ræðustól um að ráðherrar og fleiri væru landráðamenn. Nú kemur hún með furðulega spurningu um lífeyrissjóðina:
Hún spurði Steingrím m.a. hvort Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi farið fram á að eignir lífeyrissjóðanna yrðu þjóðnýttar.
Er ekki allt í lagi hjá þessari konu! Af því að hún hefur lesið Stjórnarskrána þá veit hún að eignarrétturinn er þar varinn. Enda get ég ekki séð hvað þjóðnýting ætti að gera fyrir okkur. Það er svo allt annað mál að AGS eins og reyndar lífeyrissjóirnir sjálfir og ríkisstjórn hafa sjálfsagt hvatt til þess að lífeyrissjóðir fjárfesti hér á landi í arðbærum verkefnum til að koma atvinnulífinu í gang.
En Vigdís byrjar þingferlinn sinn á stöðugum upphrópunum. Alveg frá því að hún hætti hjá ASÍ. Fyrst sátt svo ekki sátt og loks sátt fyrir síðustu kosningar.
Ekki krafa um þjóðnýtingu lífeyrissjóða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:32 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 969466
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 54
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Þvílík og önnur eins flokksrolla hef ég aldrei séð á lífi mínu. Þú ert tilbúinn að gjörsamlega eyðileggja þjóð þína fyrir Samfylkinguna og ESB. Ég fæ klígju upp í háls af blogginu þínu.
Gulli (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 16:22
Gulli þá bara sleppur því að lesa það!
Magnús Helgi Björgvinsson, 22.6.2009 kl. 16:33
Nema að þú hafi áhuga á að vera með klígju. Ég hef eins og aðrir leyfi til að hafa mínar skoðanir. Og ég hef ekki leynt því að ég fylgi Samfylkingunni að málum. Þ.e. í þeim málum sem ég er sammála henni.
Magnús Helgi Björgvinsson, 22.6.2009 kl. 16:34
"Eignarétturinn varinn" já. Hann virkaði nú svona og svona þegar landið var veðsett fyrir 11 sinnum þjóðarframleiðsluna af fáeinum kálfum sem enn ganga lausir og lifa í vellystingum.
Og að "lífeyrissjóðirnir sjálfir" hafi áhuga á því að taka peninga úr öruggri vörslu erlendis og henda þeim í atvinnubótavinnu á Íslandi þar sem hagkerfið er hrunið og gjaldmiðillinn ekki nothæfur til annars en að hlægja að honum um veröld alla?!
"Lífeyrissjóðirnir sjálfir" eru líklega í þínum augum þeir verkalýðsforkólfar og forsvarsmenn atvinnurekenda sem eru með plön um að leika jólasveina með peningana okkar.
Ég er kannske ekki "lífeyrissjóðurinn sjálfur" en hins vegar eru í honum 10% af öllum þeim tekjum sem ég hef haft frá því að ég kom út á vinnumarkaðinn fyrir meira en 30 árum og þessi peningar eru hugsaðir sem lífeyrir handa mér og öðrum sem í þá hafa greitt og ekkert annað.
Ég segi því við bæði stjórnmálamenn, atvinnurekendur og verkalýðsforingja: Burt með krumlurnar frá lífeyrissjóðunum okkar!!
Jón Bragi Sigurðsson, 22.6.2009 kl. 17:50
Við vorum sem betur fer ekki veðsett fyrir 11x landsframleiðslu. Því að um 11.000 milljaðra skuldir eru skildar eftir í gömlubönkunum. Ég sé reyndar ekki hvað sé slæmt við það að lífeyrissjóðir fjárfesti í t.d. samgöngumannvirkjum sem skila stöðugum arðii eins og "Hvalfjarðagöngin" Sundabraut og fleiri slík mannvirki þar sem hæft er að hafa tekjur af og eru mjög mannaflsfrekar. Það er ekki nóg að eiga lífeyrissjóði ef að það verður engin eftir á Íslandi til að njóta þeirra. Því vil ég líka að skoðuð sé tillaga Sjáflstæðismanna um að tímbundið séu inngreiðlusr í lífeyrissjóðoi skattlagðar. Við höfum nóg við peninga að gera nú til að koma í veg fyrir að hér verði óbyggilegt.
Magnús Helgi Björgvinsson, 22.6.2009 kl. 18:23
"Skildar eftir í gömlu bönkunum"? Voru ekki Icesave-reikningarnir eitthvað sem varð eftir í "Gamla Landsbankanum" og skattgreiðendur á Íslandi þurfa að borga um langa framtíð. Ég er kannske ekkert sérlega gáfaður en ég átta mig ekki á hvað þú ert að fara með þessum "skuldum sem skildar voru eftir". Þarf einginn að borga þær, og hverjir eru það sem eiga þessar skuldir?
Ég vil að það sé alveg á hreinu að þetta eru peningar okkar verðandi lífeyrisþega og hlutverk lífeyrissjóðina er að ávaxta þá á sem öruggastan hátt og ekkert annað. Steingrímur J og fleiri gaspra um það að erlendir bankar og fjárfestar bíði í röðum eftir að fá að fjárfesta í jarðgöngum og brúm á Íslandi. Ég trúi ekki orði af því. Ef svo væri þá væru atvinnurekendur og forustumenn stéttarfélaga ekki eins og hrafnar yfir lífeyrissjóðunum.
Ef það væri satt þá mæli ég með að þeir verði látnir um þetta og að lífeyrissjóðirnir verði látnir í friði. Ég er svo velviljaður að ég er alveg til í að leyfa þeim að "græða" á þessu.
Ég gæti vel hugsað mér að eyða mínum lífeyri annars staðar en á Íslandi og ef landið stendur og fellur með því að menn komist í þessa peninga þá er það þegar dauðadæmt.
Jón Bragi Sigurðsson, 22.6.2009 kl. 19:11
Bankarnir skulduðu um 14000 milljarða. Um 10 til 11 þúsund mlljarðar voru skildir eftir í gömlubönkunum ásamt einhverjum smá eignum. Þessar kröfur á bankana verða ekki greiddar nema að smá hluta.
Nýju bankarnir taka ekki yfir nema smá hluta skulda gömlu bankana.
Innistæður icesave eru á vegum skilanefndar gamla Landsbankans og njóta þar forgangs vegna neyðarlaga sem kveða á um að innistæður njóti forgangs.
Magnús Helgi Björgvinsson, 23.6.2009 kl. 00:40
Icesave innistæður njóta ekki forgangs umfram aðrar innistæður. Svo verður látið reyna á neyðarlögin fyrir dómstólum í haust. Ef þau falla eru skilin milli gömlu og nýju bankanna í uppnámi.
Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.