Leita í fréttum mbl.is

Mikið óskaplega hrapaði Björn Ingi í áliti hjá mér í kvöld

Var að horfa á Kastljós í kvöld. Ég hef bara aldrei heyrt annan eins málfluttning og hjá Birni Inga í kvöld.

  • Honum fannst ekkert óeðlilegt að Óskar Bergsson væri með þessi rosa laun 390.000 á mánuði fyrir 60 tíma vinnu við að fylgjast með Myrargötu þar sem framkvæmdir eru ekki hafnar. Reyndar gleymdist í umræðunni að Björn Ingi er formaður Faxahafna eða hvað það heitir og hefur því væntanlega ráðið Óskar í starf.
  • Honum fannst ekkert óeðlilegt að fleira fólk af lista og kosningastjórar væru ráðnir í óskilgreind verkefni. Annað 3 mánaðaverkefni við að uppfæra heimasíðu Faxahafna (Þar sem Björn Ingi ræður) Og einn sem á að gera Reykjavíkurborg að kvikmyndaborg.
  • Síðan þegar hann reynir að gera lítið úr þessu með því að klina á Dag að hann hefði verið vanhæfur til að koma að þvi að úthluta HR lóð undir nýjan skóla. Heldur Björn að fólk sé búið að gleyma að Reykjavík var að keppa við önnur sveitafélög um hvar skólinn yrði. Og heldur hann að stundakennari í skóla hafi þvílíka hagsmuni að verja.

Ég hefu talað um atvinnumiðlun Framsóknar hér oft áður en nú er sönnunin fyrir framan fólk. Ég vorkenni þessu 5% sem kusu framsókn því að Björn Ingi er eins og umskiptingur eftir þetta kvöld. Efnilegur stjórnmálamaður sem nú sýnir af sér hroka og hagsmunapot fyrir flokkinn sinn.

Hér má sjá Björn í Kastljósi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

sammála, hann hrapaði. ég var nýbúin að drösla honum uppá stall afþví að hann tók að sér lítinn kött í kattholti um daginn - ég held að hann sé einhverskonar hr jekyll/hyde.... allavega virkar hann stundum ótrúlega siðavandur og svo í næstu andrá, þá er hann bara með frekju og sérhagsmunayfirhylmingar og afsakanir.

halkatla, 14.12.2006 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband