Leita í fréttum mbl.is

Ég tel að aðilar atvinnulífsins eigi að skoða tillögu Sjálfstæðismann alvarlega

Hef verið að hugasa um tillögu sjálfstæðismann varðandi skattlagningu inngreiðslna í lífeyrissjóði og eftir þvi sem ég velti þessu betur fyrir mér þá held ég að það væri rétt að skoða þetta betur.

Áhugi minn er eftirfarandi.

  • Með þessari aðferð sem gæti verið tímabundin þá kæmu inn 40 milljarðar á ári til ríkisins nú. Reyndar minnka þá skatt tekjur í framtíðnni en við hefðum kannski nokkur ár til að mæta því.
  • Ef að við héldum okkur við boðaðan niðurskurð að mestu þá mundu þessar auknu skatttekjur flýta því að við kæmumst út úr kreppunni.
  • Minnka þörf okkar fyrir lántökur
  • Flýta endurgreiðslu lána
  • Og almennt að koma okkur fyrr á lappirnar aftur.
  • Ef við hugsum þetta í icesave þá færi þetta langt með að greiða það svartsýnustu menn spá að við skuldum eftir 7 ár.

Lífeyrisgreiðslur ættu ekki að skerðast sbr.

Dæmi: ég legg inn 1000 kr, ávaxta á 3,5% raunvaöxtum til 40 ára, ríkið rukkar 30% skatt. Ef ríkið skattlegur
a) í upphafi, þá á ég eftir 40 ár: (1-30%)*1000*(1+3,5%)^40
b) í lokin, þá á ég eftir 40 ár: 1000*(1+3,5%)^40*(1-30%)

Og

Ef 1000 kr eru lagðar í lífeyrissjóðinn í dag á 3,5% vöxtum verður upphæði að 3825 kr eftir 40 ár. Þá tekur þú út peninginn, borgar 35% skatt og færð 2486 kr og ríkið 1339.
Ef 1000 kr eru lagðar í lífeyrissjóðinn í dag og ríkið tekur strax 35% þá fara 650 raunverulega í sjóðinn sem verða einmitt að 2486 kr eftir 40 þegar þú færð peninginn til baka

(tekið úr athugasemdum á eyjubloggi Gunnars Axels )

Í dag eru sérstakar aðstæður sem kalla á sérstakar lausnir. Og til að hafa ekki varnanleg áhrif á lífeyrissjóðina væri hægt að hafa þetta tímbundið í kannski 7 ár.


mbl.is ASÍ boðar til formannafundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Mér finnst þetta reyndar vera alveg borðleggjandi. Fólk er ekki að skilja hversu mikinn niðurskurð þarf annars til. Það eru meira segja margar þjóðir sem hafa þurft að seilast ofan í lífeyrissjóði sína, við erum bara að flýta skattlagningunni.  Staðan verður orðinn miklu betri á Íslandi eftir einhver x mörg ár þegar þetta fer að hafa áhrif á innkomu ríkissjóðs svo að þá megum miklu betur við því að taka smá högg þá heldur en nú.

Jón Gunnar Bjarkan, 23.6.2009 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband