Leita í fréttum mbl.is

Væri nú gaman að einhver segði okkur hreinlega hvort það sé hægt

Minni á að:

  • Við gáfum út yfirlýsingar um að við ætluðum að styrka innistæðutryggingar sjóð svo hann gæti staðið við skuldbindingar sínar
  • Við skrifuðum undir samkomulag við ESB fyrir hönd Breta og Hollendinga um að við féllumst á að skilningur þeirra á EES tilskipun og ESB.
  • Við höfum aðeins verið í samningaviðræðum um hvernig við mundum borga okkar hluta af þvi sem þessar þjóðir hafa lagt út vegna innistæðutrygginga á icesave.
  • Við höfum skrifað undir samkomulag við þessar þjóðir um lántökur. Og það vantar aðeins samþykki fyrir ríkisábyrgðir.

Svo ég vill að lögfræðingar segi okkur í stað þess að segja bara að þetta eigi að fara fyrir dóm, hvernig við förum að því:

  • Hvaða dómstól getum við leitað til? Held að það sé engin starfandi í dag
  • Hvernig fáum við Breta og Hollendinga til þess að koma að samningaborðinu? Án þess að standa í margra ára stríði við þá með möguleikum á hörmungum hér.
  • Hvernig mundu lögfræðingar líta á það að við höfum gengist undir þessa leið sem er verið að fara. Bretar og Hollendingar búnir að greiða út skv. þessum samningum og yfirlýsingum. EN nú svo allt í einu skiptum við um skoðun þrátt fyrir gerð samkomulög og viljum að þetta fari fyrir dóm.

Mér skilst að svona mál þyrfti gerðardóm sérskipaðan í þetta mál. En hann gæti ekki komið til nema að allir aðilar samþykki.

Væri gaman að einhver útlistaði það hvernig þetta væri hægt. Og hvernig við kæmumst frá því að þetta kæmi heiftarlega niður á almenningi vegna aðgerða Breta og Hollendinga og hugsanlega ESB, AGS og EES ríkja? Ef einhver hefur raunhæfa leið væri gott að fá hana útlistaða. Og þá er ég að meina einhver sem er sérfróður/lærður í þessum málum

Það er ekki nóg fyrir menn að segja að við þurfum að fara dómstólaleiðina. Menn verða að segja hvernig!


mbl.is Icesave málið fari fyrir dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki hægt.

Dómsvald um samningana er í Bretlandi!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 13:48

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ef við skrifum ekki upp á ríkisábyrgðina fellur það á Breta og Hollendinga að sækja fé sitt að öðrum leiðum. Þá neyðast þeir til að fara með málið fyrir dóm nema þeir sækji féð með hervaldi.

Það er þeirra að sækja málið.

Héðinn Björnsson, 23.6.2009 kl. 14:32

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En Héðinn nú þegar Breta og Hollendingar eru búnir að borga allar innistæður á reikningum einstaklina skv. samkomulagi sem við undirrituðum í París sl. haust. Heldur þú að allir dómsstólar dæmi þeim ekki í vil. VIð undirrituðum samkomulag sem fólk í sér að við samþykktum þeirra túlkun. Svo að málið mundi sennilega snúast upp í innheimtuaðgerðir gegn okkur. Þ.e. við höfðum samþykkt að borga innistæðutryggingar en neitum því svo. Og eins og þú veist eru innheimtuaðgerðir af svona stórri upphæð ekki fallegar. Sennilega þyrftum við að berjst fyrir hverri evru sem við ættum erlendis sem og því sem væri greitt fyrir útflutning okkar. Ég veit að við mundum seta her í að innheimta svona skuld annarra við okkur og þarna úti hafa þessar stjórnir aðgang að gríðar fjölda lögfræðinga og annarra innheimtu manna. Auk þess sem þeir mundu gera aðsúg að neyðarlögum okkar sem mundi seta alla endurreisn bankana í langa bið í viðbót. Þetta eru minnstakosti mögulegar afleiðingar. Og enginn hefur fært nein rök fyrir að þeim verið ekki beitt og með stuðningi allra annara þjóða í Evrópu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.6.2009 kl. 14:59

4 identicon

Nei, Magnús. Ríkisstjórnin undirritaði samkomulag fyrir sitt leiti með fyrirvara um samþykki Alþingis en það er Alþingi en ekki ríkisstjórn sem hefur vald til þess að setja lög um ríkisábyrgð á skuldum sjóðsins.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 17:42

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já ríkisstjórnin skrifaði undir samninginn fyrir sitt leyti. Flestir viðsemjendur mundu nú líta á það sem nokkuð tryggt samkomulag. Annars gætu ríkisstjórnir ekki gert neina samninga sín á milli.

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.6.2009 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband