Leita í fréttum mbl.is

Björn Bjarnason er stundum eins og í eigin heimi

Það er furðuleg skoðu sem Björn Bjarnason reyfa á síðu sinni www.bjorn.is í kvöld. Þar er hann að fara yfir umræðurnar í Kastljósi. Honum fannst Björn Ingi flottur í þættinum:

M.a. segir Björn Bjarnason

Þegar Björn Ingi sagði eðlilegt, að menn huguðu að starfi Dags B. Eggertssonar í Háskólanum í Reykjavík, eftir að fyrir lægi, að hann hefði gefið háskólanum eina af dýrmætustu lóðum borgarinnar, átti Dagur varla meira erindi í þáttinn vegna hneykslunar.

Bíddu voru það ekki m.a. Framsókn sem stóðu með Degi að þessu? Er Björn þá á móti því að Háskóli Reykjavíkur fengi lóð. Hvernig greiddu þá fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Skiplagsráði atkvæði. Mér finnst ótrúlegt að þeir hafi verið á móti þessu. Er ekki Rektor HR í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn?

Síðar segir Björn:

Sú athugasemd Björns Inga var fyllilega réttmæt í þættinum, að ekki hafi verið einleikið, hve æðstu embættismenn Reykjavíkurborgar létu mikið að sér kveða í formannskjörinu í Samfylkingunni til stuðnings Ingibjörgu Sólrúnu gegn Össuri Skarphéðinssyni.

Hvað eru þeir nafnarnir að segja um starfsfólk/embættismenn Reykjavíkur að þau láti nota sig í pólitískum tilgangi? Er Björn Ingi að lýsa yfir vantraust á embættismenn Reykjavíkur og Björn Bjarnason að lýsa því yfir líka?

Er Björn Bjarnason að halda því fram að eftir að menn hafa verið kosnir þá hafi þeir leyfi til að gera hvað sem er og ráða og/eða búa til embætti fyrir samflokksmenn sína sé bara allt í lagi? Og þá sérstaklega ef hægt er að benda á að andstæðingar í pólitík hafi gert eitthvað sem má finna að líka? Er það sambærilegt að úthluta lóð undir háskóla og að ráða varaborgarfulltrúa í starf fyrir 6500 kr. á tímann og semja um að hann vinni 15 tíma á viku sem gerir 390.000 á mánuði. Sem slagar hátt í kaup Þingmanns. Svo greiðir Reykjavík víst Óskari víst annað eins fyrir setu í nefndum og ráðum.

Annars vísa ég bara í fyrri færslu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband