Leita í fréttum mbl.is

Ólafur Arnarson gjörsamlega búinn að missa sig!

Síðan að Ólafur Arnarson gaf út bók sína um hrunið hefur hann reglulega en þó minnkandi verið blásinn út sem álitsgjafi í málefnum tengdum hruninu. Eitthvað virðist honum vera farið að leiðast að minna er leitað til hans eða að hann hefur gjörsamlega ofmetnast. Skrif hans á www.pressan.iseru farin að markast af því að fólk eigi að steypa stjórninni og draumur hans virðist vera að hér verði utanþingsstjórn eða eitthvað svoleiðis. Og hann reiknar kannski með að í hann verði kallað. Hann er jú gamall aðstoðarmaður ráðherra.

Hér á eftir fara nokkrar tilvitnanir í skrif hans.

Í dag segir hann m.a.

Til að þessi leið sé vænleg til árangurs þurfa nokkur atriði að vera skýr.

 

  1. Einhugur þarf að ríkja um hana á Alþingi – viðsemjendum okkar má ekki dyljast að við stöndum saman sem einn maður.
  2. Forysta samninganefndarinnar þarf að vera óumdeild þungavigt og ráðherraábyrgðin á starfi hennar ótvíræð.
  3. Við verðum að nýta okkur ráðleggingar færustu sérfræðinga og reyndustu samningamanna, sem völ er á - hér á landi og annars staðar.
  4. Samningsmarkmið Íslands þurfa að vera skýr – við erum ekki að víkjast undan okkar ábyrgð en við neitum að taka ein skellinn af hlutum, sem við berum ekki ein ábyrgð á, og því þarf að vera kyrfilega tryggt að samkomulag um Icesave verði ekki klafi á íslenskum skattborgurum langt inn í framtíðina.
  5. Algerlega tryggt sé að samkomulag um Icesave hafi ekki neikvæð áhrif á lánshæfismat Íslands.
  6. Við áskiljum okkur rétt til að leggja málið fyrir hlutlausan dómstól ef ekki nást viðunandi samningar

Hann er gjörsamlega ekki búinn að kynna sér þetta. Hvað á hann t.d. við með : „við erum ekki að víkjast undan okkar ábyrgð en við neitum að taka ein skellinn af hlutum, sem við berum ekki ein ábyrgð á, og því þarf að vera kyrfilega tryggt að samkomulag um Icesave verði ekki klafi á íslenskum skattborgurum langt inn í framtíðina´" Hverskonar samningur yrði það. Og hann veit að við erum ekki ein að taka skellinn. Því að Hollendingar og Bretar eru að borga helming á móti okkur. Og eins þá væri honum holt að gera sér grein fyrir því að það að við göngum ekki að samningnum kemur til með að lækka lánshæfi okkar.

Og hvaða bull er þetta hjá honum um að við áskiljum okkur rétt til að leggja málið fyrir hlutlausan dómstól? Hann veit að ríki verða að vera sammál um að leggja mál fyrir dóm. Annars fer málið ekki fyrir dóm.

En aðal atriðið er að það eru nær engar líkur á því að við fáum Breta og Hollendinga aftur að samningaborði. Og þá er líklegt að þeir seti fram ýtrustu kröfur sem og ef við náum að koma þeim fyrir dóm. Þá væru kröfurnar upp á allar upphæð icesave eða 1350 milljarða.

Í gær sagði Ólafur m.a.

Þeir Skattmann og aðstoðarmaður hans, Indriði, treysta sér ekki til að ráðast í niðurskurð hjá ríkinu. Þeir telja það mikið afrek að láta ráðuneytin og stofnanir spara 1% á síðari hluta þessa árs. En þeir telja það ekki eftir sér að veita heimilunum og atvinnulífinu í landinu náðarhöggið með gegndarlausum skattahækkunum.

Hann sem "sérfræðingur" hlýtur að hafa heyrt hvað er verið að vinna í ráðuneytum nú þessa daga. Öll ráðuneyti eiga að spara um 5 til 10%. Og vinnandi í málaflokki sem vinnur við að þjónusta fatlaða þá get ég frætt hann á því að niðurskurður hjá okkur kemur til með að bitna á þjónustu við fólk með fötlun og aðstandendur þeirra. Hann hefur örugglega líka heyrt af því að á Landspítala og heilbrigðismálum á að spara 7,5 milljarða. Það verður sársaukafullt. Og í dag var tilkynnt um niðurskurð í vegamálum. Og sérstaklega í nágreni höfuðborgarinnar. Og svo minni ég á mikinn sparnað í Utanríkisráðuneytinu. Og í menntamálum.

Frábið mér svona Sjálfstæðisflokks kjaftæði.

18. júní sagði hann

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er aflvana rekald, sem reynir að fela verk sín fyrir þjóðinni. Ekki tók langan tíma fyrir loforðin um opið lýðræði að rykfalla á hillum stjórnarráðsins.

Þarna er hann formlega málpípa fyrir sjálfstæðismenn og ég endanlega hættur að taka mark á honum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Núna koma fram hver flokksgæðingurinn á fætur öðrum , þessi Ólafur, Jón Steinar, Ingvi Hrafn með allt gubbuliðið, Magnús Thoroddsen og að ógleymdu AMX liðinu !

Flokksgæðingarnir finna fyrir máttleysi flokksins og þá eru öll meðul notuð !

Sjálfstæðisflokkurinn lofaði að borga ICESAVE  , með góðu eða illu !

Það þýðir lítið núna að koma og segjast ekkert kannast við loforðin !

JR (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 22:32

2 identicon

Í guðanna bænum ekki bendla Ólaf við Sjálfstæðisflokkinn. Maðurinn er óánægður kjósandi Samfylkingarinnar. Langt síðan hann var í Sjálfstæðisflokknum. Það hentaði honum bara betur þegar hann var að plögga bókina sína að segjast hafa verið aðstoðarmaður ráðherra sjálfstæðismannanna. Var bara gert svo gagnrýnin á Dabba Odds fengi meira vægi í fjölmiðlum.

Gummi (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 23:19

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Finnst þetta nú ekki bera þess merki

„Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er aflvana rekald, sem reynir að fela verk sín fyrir þjóðinni. Ekki tók langan tíma fyrir loforðin um opið lýðræði að rykfalla á hillum stjórnarráðsins"

Held reyndar að hann sé ekki hress með að vera ekki orðinn sérlegur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar eða eitthvað „gáfulegra"

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.6.2009 kl. 23:22

4 identicon

Hann á að hafa sagt þetta á bloggi eða í umræðuþætti að hann hafi kosið Samfylkingunna. veit ekkert hvort hann er sérlegur ráðgjafi þeirra að ekki.

Gummi (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 23:37

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ekki miðað við þetta sem ég gleymdi að setja inn í færsluna áðan:

„Fólk, sem finnur veruleikann á eigin skinni, horfir upp á þóttafulla ráðamenn og veltir fyrir sér hvort þetta eru heimskingjar eða illmenni – eða kannski bara heimsk illmenni?"

En ef samfylkingin á svona vini þá þarf hún ekki óvini.

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.6.2009 kl. 23:44

6 Smámynd: Eygló

Ég er svo forvitin. Er þessi Ólafur Arnarson nokkuð sonur Arnar Clausen; er Arnarson og þrællíkur honum?  Ekki búa til slúður úr þessu en gæti þetta verið?  Breytir engu um manninn (eða pabbann) bara mannleg forvitni.

Eygló, 24.6.2009 kl. 03:58

7 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Það er alveg ljóst að Sjálfstæðismenn og Framsókn ætlar sér að taka popúlismann á þetta mál. Þykjast aldrei myndu samþykkja þetta og mun málið hanga utan á Samfylkingu og VG næstu áratugina, verða jafnvel flengdir í næstu kosningum og við getum gleymt að þjóðin kjósi Já í kosningu um aðild að ESB. Ef samningurinn verður samþykktur undir þessum kringumstæðum þá fer bara allt í háaloft, fólk er bara orðið snargeggjað í þessari umræðu og Sjálfstæðismenn og Framsókn munu reyna kynda undir þetta rugl af öllu afli. Hver veit nema við fáum þá ekki bara aðra bylgju af óeirðum og stjórnarslitum, hvað verður þá um endurreisnina?

Enda þótt að við fáum engu betri samning þá er ég farinn að hallast að því að Alþingi eigi að fella samninginn og senda verði samninganefnd aftur út. Og í þetta sinn ekkert helvítis klúður. Hvernig í andskotanum datt Jóhönnu og Steingrími það í hug að senda ekki fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framóknar með í þessa samninganefnd, núna reyna þeir að skjóta sér undan allri ábyrgð, eins og fáránlega og það er nú, komandi úr þeirri átt, og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokki. Þjóðstjórn er málið að mínu mati, ekki spurning.

Jón Gunnar Bjarkan, 24.6.2009 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband