Leita í fréttum mbl.is

Hef mínar efasemdir

Er það ekki rétt hjá mér að bankar eru nú að vinna að úrræðum fyrir fólk sem skuldar mikið. Liður í því er reglugerð sem gerir niðurfærslu lána ekki skattskylda sem og bankar eru búnir að segja að ljóst sé að um einhvera niðurfærslur verður um að ræða.

Ég bendi líka á að nú eru aðilar vinnumarkaðsins að deila á ríkið vegna þess að niðurskurður er að þeirra mati ekki nógur. Hvað halda menn að svona almennar lækkanir á öll lán komi til með að kosta okkur. Kannski svona 300 milljarða? Og hvar á að taka þá? Því að þetta þýðri væntanlega að það þarf að bæta aukalega kannski 200 milljörðum í nýju bankana, íbúðarlánasjóð og fjármálafyrirtæki..

Eins skil ég ekki af hverju verið er að miða við lántökudag á erlendum lánum. Bendi á að margir högnuðust gífurlega á því þegar gengið hækkað og vextir af þeim voru gríðarlaga lágir. Milli 2 og 3%? Af hverju er ekki miðað við stöðu gengistryggra lána í ársbyrjun 2008 eins og hin lánin. Þeir sem tóku gengistryggð lán 2004 til 2005 koma til með að tapa á þessu.

  • Síðan væri gaman að vita hvað Hagsmunasamtökin eiga við með "stuðning við greiðsluverkfall"?
  • Ætla þau að styðja viðkomandi heimili vegna vanskilagjalda og lögfræðikostnaðar?
  • Ef að bankarnir eru að skoða lausnir fyrir þá sem skulda mest var ekki hægt að bíða? Er heppilegasti tíminn núna að fara í svona aðgerðir?
  • Halda menn að þetta bæti stöðu okkar nú hjá lánshæfisfyrirtækjum?
  • Vita hagsmunasamtökin ekki að við erum að takast á við mikinn niðurskurð núna?  Hald þeir að það séu til miklir penigar aukalega nú?
  • Eins vita þau að  skattar eru  að hækka? Eru þau þá tilbúin að greiða enn hærri skatta?
  • Þá vita þau að við stöndum á viðkvæmum stað í Icesave málinu?
  • Eins vita þau að verið er að reyna að endurreisa bankana.
  • Og hvað þýðir "fjölda íslendinga"?
  • Eru hagsmunasamtökin komin í lið með Sjálfstæðismönnum og framsókn við að fella ríkisstjórina?

mbl.is Hagsmunasamtök heimilanna styðja greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magnús, enn og aftur svo hjartanlega sammála þér.  Skil bara ekki hvað komið fyrir hið skynsamasta fólk í samfélaginu okkar :-o  Sennilega skýrir samt síðasti punkturinn þinn ýmislegt, það eru aðilar sem róa lífróður til að komast aftur til valda, enda erfitt að vernda ákveðna hagsmuni í stjórnarandstöðu :-o

ASE (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 12:34

2 identicon

hverjir hafa fengið mest niðurfellt og kemur þetta þaraf leiðandi best,eru það kannski stjórnendur kaupþings og svoleiðis pakk sem átti von á milljóna reikning frá skattinum...það skyldi þó aldrei vera að verið sé að sérsauma einu sinni enn utanum það lið ?

zappa (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband