Leita í fréttum mbl.is

Mismunandi mat manna

En á ný verð ég að tala um Kastljós í gærkvöldi. Það er misjafnt hvernig menn meta þennan þátt.

Björn Bjarnasons segir á sinni:

Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, lét þá Helga Seljan, þáttarstjórnanda, eða Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn, ekki eiga neitt inni hjá sér í Kastljósinu í kvöld, þegar gerð var hörð hríð að honum með ásökunum um, að framsóknarmenn hefðu hlotið verkefna-bitlinga hjá Reykjavíkurborg í skjóli Björns Inga.

Eftir að Björn Ingi vék að því við Helga, að hann hefði verið ráðinn til starfa í Kastljósinu án auglýsingar, svo að hann tæki dæmi af því, hvernig ráðið væri til starfa hjá opinberum aðilum, hvarf broddurinn úr spurningum Helga

Á vef Ísafloldar www.blad.is  segir aftur á móti:

blað.is - 13.12.2006
Seljan sýnir klærnar

Helgi Seljan, einn umsjónarmanna Kastljóss, fór á kostum í kvöld þegar hann taldi upp þá framsóknarmenn sem þegið hefðu dúsur frá því meirihluti Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna tóku við völdum. Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna og Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar, mættu til að takast á um skúbbið. Meðal annars var upplýst að framsóknarmaðurinn og bloggarinn Pétur Gunnarsson, sem ekki er þekktur af sérfræðiþekkingu varðandi vefsíðugerð, hefði fengið þriggja mánaða laun fyrir að uppfæra heimasíðu Faxaflóahafna þar sem Björn Ingi er stjórnarformaður. Þá fekk Óskar Bergsson varaborgarfulltrúi Framsóknar einnig væna dúsu við óljós, tímabundin störf. Eins og áður hefur komið fram á þessarri síðu var Steingrími Ólafssyni tryggð nefndarseta hjá borginni þar sem hann er farinn af launum hjá forsætisráðuneytinu. Björn Ingi varðist fimlega í Kastljósinu og kvaðst ekki hafa með ráðningarnar að gera. En það er mikið undir því sjálfstæðismenn hafa vaxandi áhyggjur af ráðningamálum litla flokksins og raddir eru uppi um að það sé ekki góður stimpill sem af hlýst ...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Einarsson

var nú ekki vitni (því miður) af þessum Kastljósþætti, en mikið svakalega er þetta eitthvað Framsóknarlegt hjá honum Birni Inga!

Bragi Einarsson, 14.12.2006 kl. 13:09

2 Smámynd: Sigurður Svan Halldórsson

Er við öðru að búast af spilltasta og gráðugasta stjórnmálamanni síðara tíma, Birni Inga Hrafnssyni. Maðurinn sem öllu ræður en enginn kaus. Og auðvitað gekk hann til liðs við spilltasta flokk landsins, Framsókn.

Sigurður Svan Halldórsson, 14.12.2006 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband