Leita í fréttum mbl.is

Ég er ekki að skilja þetta fólk eins og Lilju Mósesdóttur

Hvað á hún við með þessu:

„Ég hefði viljað bíða með að semja þangað til raunveruleg skuldastaða ríkisins liggur fyrir,“ segir Lilja, en ef hún hefði verið í samninganefndinni fyrir Íslands hönd þá hefði verið númer 1, 2 og 3 að íslenska ríkið þyrfti ekki að borga vexti af upphæðunum sem það gekkst í ábyrgð fyrir.

Ég næ þessu ekki hjá henni. Er hún ekki að skilja að Bretar og Hollendingar eru búnir að greiða um 1300 milljarða til þeirra sem áttu innistæður á Icesave þ.e. allar innistæðurnar. Skv. samkomulagi er það svo okkar að borga innistæðutryggingu upp á 20 þúsund evrur til Breta og Hollendinga sem eru búnir að taka lán til að greiða þessar upphæðir allar. þannig að í raun er um endurgreiðslu okkar að ræða. Nú eru Bretar og Hollendingar að greiða vexti af sínum lánum vegna þessa. Og gefa okkur gjaldfrest í sjö ár gegn því að við borgum vexti af okkar hluta ábyrgðarina. Hverning ætla menn að rökstyðja að við eigum ekki að borga vexti? Eiga þá Hollendingar og Bretar að borga okkar vexti líka. Er hún að halda því fram að þessar þjóðir séu svo mikið aflögufærar um þessar mundir?


mbl.is Þjóðarbúið ekki á hliðina vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert ekki einn um þetta!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 21:22

2 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Þið eruð ekki að fatta þetta.

Vöxtum má skipta út fyrir hækkun á höfuðstól. Það eru ýmsir kostir við það fyrir Ísland, t.d. skuldin er þekkt stærð þar sem vaxtaþátturinn er tekinn út og sveigjanleiki í söluferli eigna Landsbankanns verður meiri þar sem sölutíminn er ekki að keppa við vaxtatímabil.

Sigurður Ingi Jónsson, 28.6.2009 kl. 22:46

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það getur veri rétt hjá þér Sigurður Inigi en ég skildi fréttina www.pressan.is ekki þannig. Eins þá segir hún:

„Í venjulegum þrotabúum fá kröfuhafar ekki vexti, heldur eiga rétt á innistæðu sinni bættri,“ segir Lilja sem hefur rætt málið við einstaklinga sem starfað hafa við þrotabú í mörg ár.

 Við erum væntanlega ekki að tala um venjulegt þrotabú hérna heldur innistæðutryggingar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.6.2009 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband