Leita í fréttum mbl.is

Eru stjórnmálamenn á Íslandi að verða síðferðislega gjaldþrota?

Ég hef áhyggjur af siðferði í íslenskum stjórnmálum. Mönnum finnst það allt í lagi að ráða nána flokkbræður sína í stöður eins og Björn Ingi hefur gert. Og skv. bloggum og fréttum í dag finnst mörgum þetta bara allt í lagi. því að Björn Ingi hafi spælt Helga Seljan og Dag í Kastljósi. Þar hafi hann bent á að aðrir gætu hugsanlega hafa gert þetta líka eða eitthvað svipað. Reyndar finnst mér munur á því sem hann ræddi um. Því að hann er að ráða vini sína en Helgi Seljan var ráðinn inn af útvarpsstjóra. Er hann kannski að ýja að því að þar hafi verið einhver kjörinn flulltrúi sem hafi komið þar að . Eins þá er dagur ráðinn í störf að einkareknum háskóla. Er hann að segja að það að vera kjörinn í embætti sé bara eins og vera ráðinn í starf. Og hann þurfi því ekkert að huga að siðferði við sínar embættisgjörðir. Síðan vekur það furðu mína að kjörinn fulltrúi borgarinnar sem situr stjórnarformaður Faxaflóahafna komi beint að mannaráðningum.
Finnst fólki það góðar skýringar hjá stjórnmálamanni að eitthvað sé í lagi af því að aðrir hafi hugsanlega gert slíkt hið sama? Gæti þá ekki einhver notað það: að það væri í lagi að stunda mannsát því Idi Amin hafi hugsanlega gert svoleiðis.
En það sem ég er að fara að við verður að gera miklar kröfur til kjörina fulltrúa okkar. Þeir mega ekki hygla einum hóp umfram aðra.  Þetta yrði einsleitt líf hér ef að flokkar færu að setja alla gæðinga sína á garðinn þegar þeir kæmust að. Þetta yrði þá eins og í gamladag að til þess að þú fengir þjónustu þyrftir þú að þekkja einhvern úr flokknum eða vera í flokknum. Síðan væru líkur á því að þetta mundi smitast út. Síðan færi fólk í bankana og væri neitað um lán því það væri ekki í réttum flokk og svo framvegis.
Innlent | mbl.is | 14.12.2006 | 14:50

Spurt hvort kjörnir borgarfulltrúar geti annast hagsmunagæslu fyrir fyrirtæki gagnvart borginni

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs lögðu fram fyrirspurn á fundi borgarráðs í dag um það hvort borgarstjóri telji eðlilegt að kjörnir fulltrúar ráði sig til fyrirtækja til að annast hagsmunagæslu fyrir viðkomandi fyrirtæki gagnvart þeim sviðum Reykjavíkurborgar þar sem þeir eru í pólitískri forystu.

Í fyrirspurninni er vísað til frétta af því, að Óskar Bergsson, varaborgarfulltrúi, hafi verið ráðinn til eins árs sem launaður verkefnisstjóri hjá Faxaflóahöfnum. Vísað er til þess að Óskar sé formaður framkvæmdaráðs borgarinnar og varaformaður skipulagsráðs að auki.

Þá er í fyrirspurninni vitnað til ráðningarsamnings, sem lagður var fram í stjórn Faxaflóahafna í vikunni, en þar segir:

„Markmið verkefna er að koma áfram og stuðla að markvissri þróun og uppbyggingu Mýrargötusvæðisins og gæta hagsmuna Faxaflóahafna við uppbyggingu og þróun þess. Í því felst m.a. nauðsynleg hagsmunagæsla Faxaflóahafna sf. gagnvart þeim aðilum, lóðareigendum, Reykjavíkurborg og öðrum sem koma að samþykkt deiliskipulags fyrir svæðið og uppbyggingu þess.”


mbl.is Forsvarsmenn HR gagnrýna formann borgarráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband